Lífeyrissjóðir þráist við Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 13:00 Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Vísir Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. Bankarnir og Íbúðalánasjóður boðuðu í síðustu viku að vegna náttúruhamfara og óvissu í Grindavík yrðu vextir og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga felld niður í þrjá mánuði. Aðgerðin var með aðkomu stjórnvalda og fleiri aðila. Um hundrað húsnæðiseigendur í Grindavík eru með lán hjá lífeyrissjóðum sem hafa ekki boðið sambærileg kjör. Lífeyrissjóðurinn Gildi þar sem flestir eru bauð á sama tíma að lántakendur gætu frestað greiðslum í sex mánuði. Í morgun tilkynntu svo Landssamtök lífeyrissjóða að þau hefðu ekki verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn sem þurfi að rúmast innan ramma laga. Formaður VR, formaður vélstjóra og sjómannafélags Grindavíkur og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa boðað til mótmæla við Landssamtök lífeyrissjóða og Gildi lífeyrissjóð í dag. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki fallist á að fella niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði eins og stóru bankarnir hafa gert og íbúðalánasjóður nú þegar. Þeir þráast við og senda út einhverja moðsuðu í morgun sem er alls ekki nægjanleg. Þetta þarf að vera afdráttarlaust um að þeir ætli að fella niður vexti og verðbætur. Það sem ég les út úr þessu er að þeir eru enn að reyna að koma sér undan þessu,“ segir Hörður. Húsnæði verkalýðsfélagsins stórskemmt Hörður hefur einnig verið boðaður fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag til að gefa umsögn um frumvarp um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara þar sem um er að ræða úrræði fyrir leigutaka á almennum markaði. Hörður var staddur í Grindavík í morgun með fulltrúum frá náttúruhamfaratryggingu en miklar skemmdir hafa orðið á húsnæði verkalýðsfélags Grindavíkur í bænum. „Þegar maður labbar í gegnum húsið verður maður hálf sjóveikur. Gólfið er allt í bylgjum. Þetta virðist allt vera rammskakkt,“ sagði Hörður Guðbrandsson. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bankarnir og Íbúðalánasjóður boðuðu í síðustu viku að vegna náttúruhamfara og óvissu í Grindavík yrðu vextir og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga felld niður í þrjá mánuði. Aðgerðin var með aðkomu stjórnvalda og fleiri aðila. Um hundrað húsnæðiseigendur í Grindavík eru með lán hjá lífeyrissjóðum sem hafa ekki boðið sambærileg kjör. Lífeyrissjóðurinn Gildi þar sem flestir eru bauð á sama tíma að lántakendur gætu frestað greiðslum í sex mánuði. Í morgun tilkynntu svo Landssamtök lífeyrissjóða að þau hefðu ekki verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn sem þurfi að rúmast innan ramma laga. Formaður VR, formaður vélstjóra og sjómannafélags Grindavíkur og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa boðað til mótmæla við Landssamtök lífeyrissjóða og Gildi lífeyrissjóð í dag. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki fallist á að fella niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði eins og stóru bankarnir hafa gert og íbúðalánasjóður nú þegar. Þeir þráast við og senda út einhverja moðsuðu í morgun sem er alls ekki nægjanleg. Þetta þarf að vera afdráttarlaust um að þeir ætli að fella niður vexti og verðbætur. Það sem ég les út úr þessu er að þeir eru enn að reyna að koma sér undan þessu,“ segir Hörður. Húsnæði verkalýðsfélagsins stórskemmt Hörður hefur einnig verið boðaður fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag til að gefa umsögn um frumvarp um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara þar sem um er að ræða úrræði fyrir leigutaka á almennum markaði. Hörður var staddur í Grindavík í morgun með fulltrúum frá náttúruhamfaratryggingu en miklar skemmdir hafa orðið á húsnæði verkalýðsfélags Grindavíkur í bænum. „Þegar maður labbar í gegnum húsið verður maður hálf sjóveikur. Gólfið er allt í bylgjum. Þetta virðist allt vera rammskakkt,“ sagði Hörður Guðbrandsson.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira