Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar á sigurbraut Kári Mímisson skrifar 30. nóvember 2023 21:10 Kristófer Acox, leikmaður Vals. vísir/vilhelm Valur tók á móti Grindavík í 9. umferð Subway-deild karla í körfubolta nú í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn í öðru sæti deildarinnar á meðan gestirnir úr Grindavík sátu í því níunda. Svo fór að lokum að heimamenn í Val unnu sannfærandi 13 stiga sigur 96-83. Leikurinn fór vel af stað fyrir heimamenn en strax í byrjun sótti Justin Jefferson að körfu Grindvíkinga og skoraði með tilþrifum ásamt því að fiska víti sem hann skoraði úr. Þetta gaf aðeins tóninn fyrir því hvernig leikurinn myndi verða heimamenn voru framan af ögn sterkari aðilinn en gestirnir úr Grindavík þó aldrei langt á eftir. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 27-19 fyrir Val. Grindvíkingar skoruðu fyrstu tvær körfur annars leikhluta og náðu að minnka forskotið í fjögur stig en stuttu seinna kom góður kafli hjá heimamönnum þar sem liðinu tókst að komast 11 stigum yfir, 35-24. Grindvíkingar náðu sér þó aftur á strik eftir að hafa aðeins kvartað undan dómgæslunni á þessum tímapunkti og tókst að minnka muninn niður í sex stig þegar skammt var til hálfleiks. Kristófer Acox skoraði þó síðustu körfu hálfleiksins og fóru því heimamenn inn til búningsklefa með átta stiga forskot. Staðan í hálfleik því 50-42. Þeir Justin Jefferson og Kristófer Acox fóru mikinn fyrir Val í fyrri hálfleik en af þessum 50 stigum skoruðu þeir 30 af þeim ásamt því að vera stoðsendingahæstir hjá Val. Valsarar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og gestirnir úr Grindavík réðu ekkert við þá í upphafi seinni hálfleiks. Kristinn Pálsson opnaði hann með glæsilegri þriggja stiga körfu og heimamenn komnir á lagið. Skömmu síðar var liðið komið með 19 stiga forskot, 73-54. Eftir þetta var þetta aldrei spurning. Valsmenn sigldu þessu örugglega í loka fjórðungnum og fór með sannfærandi sigur af velli. Lokatölur hér á Hlíðarenda 96-83 fyrir heimamenn í Val. Kristinn Pálsson var atkvæðamestur í leiknum í dag með 28 stig. Eftir honum komu þeir Dedrick Basile og DeAndre Kane hjá Grindavík með 26 og 24 stig. Af hverju vann Valur? Liðið var klárlega betri aðili leiksins í dag en frábær þriðji leikhluti hjá liðinu í dag var það sem skóp sigurinn. Hverjir stóðu upp úr? Kristinn Pálsson var frábær í dag sérstaklega í seinni hálfleik. 28 stig eins og áður segir. Þá átti Justin Jefferson góðan leik. Hann skoraði 19 stig þar af 16 í fyrri hálfleik ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Hjá Grindavík voru það útlendingarnir sem gjörsamlega báru liðið. Hvað gekk illa? Íslensku leikmennirnir hjá Grindavík áttu allir virkilega vondan dag. Eftir allt sem á undan hefur gengið spyrja sig eflaust margir ástandið í heimabænum sé farið að leggjast ansi illa á menn. Hvað gerist næst? Bæði lið eru á leið í Smárann í næstu umferð. Grindvíkingar fá Stjörnuna á sinn nýja heimavöll á meðan Valur heimsækir Breiðablik. Báðir leikirnir eru fimmtudaginn 7. desember. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 17:45 og svo strax að honum loknum hefst leikur Grindavíkur og Stjörnunnar eða klukkan 20:15. Vandamálið er talsvert dýpra og meira en þeir láta í ljós Jóhann Þór Ólafsson ræðir við sína menn.Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var að vonum vonsvikinn með leik liðsins í kvöld. „Ég er fúll og svekktur með frammistöðu míns liðs. Þetta er bara sama saga hjá okkur í síðustu þremur leikjum.“ Grindavík hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og það var augljóslega smá andleysi yfir liðinu í dag. Er ástandið í Grindavík farið að segja til sín? „Menn eru allavegana ekki að tjá sig og menn eru að mæta og allt það. En þetta er bara mjög skýrt og ég segi þetta bara aftur. Mönnum má líða eins og þeim langar en við erum að gera þetta fyrir sjálfa okkur og ef þú getur ekki dílað við þetta þá máttu vera heima. Það er bara ekkert mál og það sýna því allir skilning. Vandamálið er talsvert dýpra og meira en þeir láta í ljós. Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem við erum mjög flatir, náum engu tempói og bara ekkert að frétta. Við erum með erlenda leikmenn sem standa sína plikt á meðan íslensku strákarnir eru eins og draugar, hræddir og litlir í sér.“ En hefur Jóhann einhverja lausn við vandamálum liðsins? „Svo sem ekki en við þurfum greinilega að fara að vinna betur í þessu. Menn þurfa að leita sér hjálpar og finna leiðir til að komast yfir þetta. Við förum aftur heim, það er pottþétt. Ef þú ætlar þér heim þá ferðu heim bara spurning hvenær það verður. Ég veit ekki hvað menn halda, hvort að við séum bara game over eða að Grindavík verði aldrei til eða hvað. Ég bara átta mig ekki á því.“ Subway-deild karla Valur UMF Grindavík
Valur tók á móti Grindavík í 9. umferð Subway-deild karla í körfubolta nú í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn í öðru sæti deildarinnar á meðan gestirnir úr Grindavík sátu í því níunda. Svo fór að lokum að heimamenn í Val unnu sannfærandi 13 stiga sigur 96-83. Leikurinn fór vel af stað fyrir heimamenn en strax í byrjun sótti Justin Jefferson að körfu Grindvíkinga og skoraði með tilþrifum ásamt því að fiska víti sem hann skoraði úr. Þetta gaf aðeins tóninn fyrir því hvernig leikurinn myndi verða heimamenn voru framan af ögn sterkari aðilinn en gestirnir úr Grindavík þó aldrei langt á eftir. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 27-19 fyrir Val. Grindvíkingar skoruðu fyrstu tvær körfur annars leikhluta og náðu að minnka forskotið í fjögur stig en stuttu seinna kom góður kafli hjá heimamönnum þar sem liðinu tókst að komast 11 stigum yfir, 35-24. Grindvíkingar náðu sér þó aftur á strik eftir að hafa aðeins kvartað undan dómgæslunni á þessum tímapunkti og tókst að minnka muninn niður í sex stig þegar skammt var til hálfleiks. Kristófer Acox skoraði þó síðustu körfu hálfleiksins og fóru því heimamenn inn til búningsklefa með átta stiga forskot. Staðan í hálfleik því 50-42. Þeir Justin Jefferson og Kristófer Acox fóru mikinn fyrir Val í fyrri hálfleik en af þessum 50 stigum skoruðu þeir 30 af þeim ásamt því að vera stoðsendingahæstir hjá Val. Valsarar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og gestirnir úr Grindavík réðu ekkert við þá í upphafi seinni hálfleiks. Kristinn Pálsson opnaði hann með glæsilegri þriggja stiga körfu og heimamenn komnir á lagið. Skömmu síðar var liðið komið með 19 stiga forskot, 73-54. Eftir þetta var þetta aldrei spurning. Valsmenn sigldu þessu örugglega í loka fjórðungnum og fór með sannfærandi sigur af velli. Lokatölur hér á Hlíðarenda 96-83 fyrir heimamenn í Val. Kristinn Pálsson var atkvæðamestur í leiknum í dag með 28 stig. Eftir honum komu þeir Dedrick Basile og DeAndre Kane hjá Grindavík með 26 og 24 stig. Af hverju vann Valur? Liðið var klárlega betri aðili leiksins í dag en frábær þriðji leikhluti hjá liðinu í dag var það sem skóp sigurinn. Hverjir stóðu upp úr? Kristinn Pálsson var frábær í dag sérstaklega í seinni hálfleik. 28 stig eins og áður segir. Þá átti Justin Jefferson góðan leik. Hann skoraði 19 stig þar af 16 í fyrri hálfleik ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Hjá Grindavík voru það útlendingarnir sem gjörsamlega báru liðið. Hvað gekk illa? Íslensku leikmennirnir hjá Grindavík áttu allir virkilega vondan dag. Eftir allt sem á undan hefur gengið spyrja sig eflaust margir ástandið í heimabænum sé farið að leggjast ansi illa á menn. Hvað gerist næst? Bæði lið eru á leið í Smárann í næstu umferð. Grindvíkingar fá Stjörnuna á sinn nýja heimavöll á meðan Valur heimsækir Breiðablik. Báðir leikirnir eru fimmtudaginn 7. desember. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 17:45 og svo strax að honum loknum hefst leikur Grindavíkur og Stjörnunnar eða klukkan 20:15. Vandamálið er talsvert dýpra og meira en þeir láta í ljós Jóhann Þór Ólafsson ræðir við sína menn.Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur var að vonum vonsvikinn með leik liðsins í kvöld. „Ég er fúll og svekktur með frammistöðu míns liðs. Þetta er bara sama saga hjá okkur í síðustu þremur leikjum.“ Grindavík hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og það var augljóslega smá andleysi yfir liðinu í dag. Er ástandið í Grindavík farið að segja til sín? „Menn eru allavegana ekki að tjá sig og menn eru að mæta og allt það. En þetta er bara mjög skýrt og ég segi þetta bara aftur. Mönnum má líða eins og þeim langar en við erum að gera þetta fyrir sjálfa okkur og ef þú getur ekki dílað við þetta þá máttu vera heima. Það er bara ekkert mál og það sýna því allir skilning. Vandamálið er talsvert dýpra og meira en þeir láta í ljós. Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem við erum mjög flatir, náum engu tempói og bara ekkert að frétta. Við erum með erlenda leikmenn sem standa sína plikt á meðan íslensku strákarnir eru eins og draugar, hræddir og litlir í sér.“ En hefur Jóhann einhverja lausn við vandamálum liðsins? „Svo sem ekki en við þurfum greinilega að fara að vinna betur í þessu. Menn þurfa að leita sér hjálpar og finna leiðir til að komast yfir þetta. Við förum aftur heim, það er pottþétt. Ef þú ætlar þér heim þá ferðu heim bara spurning hvenær það verður. Ég veit ekki hvað menn halda, hvort að við séum bara game over eða að Grindavík verði aldrei til eða hvað. Ég bara átta mig ekki á því.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti