Fótbolti

Þrjú til­boð bárust til að halda HM kvenna 2027

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tilkynnt verður um hvar HM kvenna árið 2027 verður haldið í maí á næsta ári.
Tilkynnt verður um hvar HM kvenna árið 2027 verður haldið í maí á næsta ári. Rober Solsona/Europa Press via Getty Images

Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA bárust þrjú tilboð þar sem sóst er eftir því að halda heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu árið 2027.

Þýskaland, Belgía og Holland sendu inn sameiginlegt boð, en þjóðirnar þrjár höfðu lýst yfir áhuga sínum á því að halda mótið í október árið 2020. Þá bars einnig tilboð frá Brasilíu, sem og sameiginlegt boð frá Bandaríkjunum og Mexíkó.

Þá hafði Suður-Afríka verið nefnd til sögunnar sem möguleg gestgjafaþjóð mótsins af FIFA, en landið dró sig úr tilboðsferlinu til að einbeita sér að því að næla í HM 2031.

Síðasta heimsmeistaramót fór fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þar sem Spánverjar tryggðu sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki í sögunni með sigri gegn Englendingum í úrslitum.

Tilkynnt verður um hvar mótið árið 2027 verður haldið að lokinni atkvæðagreiðslu þann 17. maí á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×