Einhliða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael þjóni engum tilgangi Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 11. desember 2023 23:53 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, sat fyrir svörum á Alþingi í tengslum við afstöðu Íslands til niðurstöðu öryggisráðsins og viðskiptaþvinganna á hendur Ísraelsmönnum. Vísir/Sigurjón Utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gaza. Almennt fari Ísland ekki þá leið að slíta stjórnmálasambandi við aðrar þjóðir, ekki einu sinni Rússa. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, alþjóðasamfélagið hafa brugðist Palestínumönnum og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók í svipaðan streng. Báðar spurðu þær utanríkisráðherra hvort til greina kæmi að slíta viðskiptum og jafnvel stjórnmálasambandi við Ísrael vegna hernaðarins á Gaza. Þá kölluðu þær eftir afstöðu Íslands á væntanlegum neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þvingunaraðgerðir hafi mest áhrif með samtakamætti „Hver eru næstu skref Íslands og samstarfsríkja okkar eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu á föstudag? Telur utanríkisráðherra að viðskiptaþvinganir eða einhvers konar refsiaðgerðir geti komið til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki?“ spurði Kristrún Bjarna á þinginu. „Það er hægt að segja um þvingunaraðgerðir almennt að þær hafa langmest áhrif þegar samtakamáttur ríkja er nýttur. Nú eru ekki umræður um það á alþjóðavettvangi að beita slíkum úrræðum,“ svaraði Bjarni. Einhliða viðskipaþvinganir þjóni engum tilgangi „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort önnur ríki hafi farið að fordæmi Íslands og ályktað um ástandið. Eða, vegna þess að spurningin gerist sífellt ágengari um slit á stjórnmálasambandi, hvort einhver ríki hafi gert það nú þegar?“ spurði Steinunn Þóra Bjarna. Bjarni sagði Bólivíu og Belís hafa slitið stjórnmálasambandi við Ísrael og átta ríki kallað sendiherra eða diplómata heim. „Ég ætla bara að segja það sem mína skoðun almennt að ég sé ekki í fyrsta lagi að það þjóni neinum tilgangi fyrir okkur að fara í einhliða viðskiptaþvinganir. Og almennt höfum við ekki viljað fara þá leið að slíta stjórnmálasambandi. Við gerðum það einu sinni í tilviki Breta. Við höfum ekki gert það gagnvart Rússum og það getur skaðað diplómatíska möguleika okkar að gera slíkt,“ sagði Bjarni að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, alþjóðasamfélagið hafa brugðist Palestínumönnum og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók í svipaðan streng. Báðar spurðu þær utanríkisráðherra hvort til greina kæmi að slíta viðskiptum og jafnvel stjórnmálasambandi við Ísrael vegna hernaðarins á Gaza. Þá kölluðu þær eftir afstöðu Íslands á væntanlegum neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þvingunaraðgerðir hafi mest áhrif með samtakamætti „Hver eru næstu skref Íslands og samstarfsríkja okkar eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu á föstudag? Telur utanríkisráðherra að viðskiptaþvinganir eða einhvers konar refsiaðgerðir geti komið til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki?“ spurði Kristrún Bjarna á þinginu. „Það er hægt að segja um þvingunaraðgerðir almennt að þær hafa langmest áhrif þegar samtakamáttur ríkja er nýttur. Nú eru ekki umræður um það á alþjóðavettvangi að beita slíkum úrræðum,“ svaraði Bjarni. Einhliða viðskipaþvinganir þjóni engum tilgangi „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort önnur ríki hafi farið að fordæmi Íslands og ályktað um ástandið. Eða, vegna þess að spurningin gerist sífellt ágengari um slit á stjórnmálasambandi, hvort einhver ríki hafi gert það nú þegar?“ spurði Steinunn Þóra Bjarna. Bjarni sagði Bólivíu og Belís hafa slitið stjórnmálasambandi við Ísrael og átta ríki kallað sendiherra eða diplómata heim. „Ég ætla bara að segja það sem mína skoðun almennt að ég sé ekki í fyrsta lagi að það þjóni neinum tilgangi fyrir okkur að fara í einhliða viðskiptaþvinganir. Og almennt höfum við ekki viljað fara þá leið að slíta stjórnmálasambandi. Við gerðum það einu sinni í tilviki Breta. Við höfum ekki gert það gagnvart Rússum og það getur skaðað diplómatíska möguleika okkar að gera slíkt,“ sagði Bjarni að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira