Viðskiptafréttir ársins 2023: Sala áratugarins, vandræði Marel og heljarinnar gjaldþrot Árni Sæberg skrifar 29. desember 2023 15:56 Árið 2023 var viðburðaríkt. Vísir Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af ítrekuðum stýrivaxtahækkunum, síhækkandi verðalagi og mikilli lækkun hlutabréfaverðs en einnig stórum sigrum í atvinnulífinu. Í þessari yfirferð yfir viðskiptafréttir ársins á Vísi verður þó ekki aðeins lagt mat á það hvaða viðskiptafréttir á liðnu ári voru stærstar, mikilvægastar eða mest afhjúpandi. Hér verður það áhugi sem ræður för; hvað þótti lesendum Vísis áhugaverðast, eftirtektarverðast eða beinlínis skemmtilegast á viðskiptaárinu sem er að líða? Mathallir og Lagning í vandræðum Árið hófst af miklum krafti og mest lesna viðskiptafrétt ársins var birt strax 2. janúar. Það voru mathallir landsins, sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur síðustu ár, sem vöktu mesta athygli lesenda Vísis. Nú voru það ekki fréttir af opnunum mathalla heldur vandræði sem vertar í þeim komu sér í. Fimmtán veitingastaðir í mathöllum landsins voru sektaðir um fimmtíu þúsund krónur fyrir að bregðast ekki við athugasemdum Neytendastofu um ófullnægjandi verðmerkingar. Alls gerði Neytendastofu athugasemd við merkingar hjá 37 af 54 veitingastöðum. Þá varð mikið fjaðrafok þegar fjölmargar fjölskyldur biðu í fleiri klukkustundir aðfararnótt 3. janúar eftir að fá bílinn sinn afhentan á Keflavíkurflugvelli. Mikið fannfergi vikurnar á undan hafði gert það að verkum að fyrirtækið Lagning, sem býður ferðalöngum upp á geymslu bifreiða í Keflavík, sat uppi með hundruð fastra bíla. Í byrjun árs þegar fólk tók að streyma heim úr jólafríi erlendis ætlaði allt um koll að keyra. Framkvæmdastjóri Lagningar sagðist aldrei hafa lent í öðru eins ástandi. Starfsmenn hafi hver á fætur öðrum bugast undan álagi og hörðustu menn fellt tár. Verðhækkanir á verðhækkanir ofan Árið hófst, eins og öll önnur ár, á því að nýjar gjaldskrár tóku gildi. Lesendur Vísir voru mjög áhugasamir um gjaldskrárhækkanir, sem voru meiri og víðtækari en oft áður. Af fyrstu verðhækkunum ársins voru það lækkun afsláttar af áfengisgjaldi í fríhöfninni og gríðarleg hækkun fasteignagjalda, í kjölfar mikillar hækkunar á fasteignamati, sem vöktu mesta athygli. Stóra Ölmu-málið og litla bjórglasið Sú verðhækkun sem var mest á milli tannanna á fólki í ár var hækkun leigufélagsins Ölmu á leiguverði og útburður áttræðs manns og fatlaðs sonar hans í kjölfarið. Hvatt var til sniðgöngu á Ölmu og tengdum fyrirtækjum, en Alma er í eigu MATA-fjölskyldunnar svokölluðu. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði umræðu um félagið hafa verið mjög harða og ekki í samræmi við staðreyndir um leigumarkaðinn. Húsnæði væri einfaldlega dýrt, sama hvort fólk eigi húsnæðið sjálft eða leigi það. Hann sagði leiguverð of lágt og boðaði frekari hækkun. Þá var það blessaður bjórinn. Þróun síðustu ára, sem margir telja uggvænlega, hélt áfram og fleiri veitingamenn hættu að selja almennilegan stóran bjór, hálfan lítra. Bjórinn á börum miðbæjar Reykjavíkur hefur á sama tíma hækkað í verði og heyrir nú til undantekninga ef bjórinn fæst á mikið lægra verði en 1500 krónur. Til eru dæmi um að bjórinn hafi verið seldur á 2000 krónur, og það á tilboði. Vísir gerði sér auðvitað fréttaferð í miðbæinn í sumar og ræddi við neytendur, sem voru allt annað en sáttir. „Þetta er verðbólga í dulargervi. Það er kannski ekki verið að svindla á manni, en það hefði alveg mátt lækka verðið samhliða minnkun,“ sagði einn þeirra. Hinar eiginlegu viðskiptafréttir ársins Ýmislegt risastórt gerðist í íslensku viðskiptalífi á árinu sem líður, sem ratar þó ekki á lista yfir þær fréttir sem lesendur höfðu mestan áhuga á. Þar ber helst að nefna langsamlega stærstu viðskiptafrétt ársins, og þó farið væri nokkuð aftur í tímann, söluna á ísfirska nýsköpunarundrinu Kerecis. Tilkynnt var um kaup alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast, sem er með höfuðstöðvar í Danmörku, á öllu hlutafé Kerecis í byrjun júlí síðastliðins. Kaupverðið var 176 milljarðar króna, greitt í beinhörðu reiðufé. Um er að ræða næststærstu yfirtöku í Íslandssögunni, en sú stærsta var þegar fjárfestingafélagið Novator gerði yfirtökutilboð í lyfjafyrirtækið Actavis árið 2007 en heildarvirði lyfjafyrirtækisins í þeim viðskiptum var um 5,3 milljarðar evra á þeim tíma. Þá varð Kerecis fyrsti íslenski „einhyrningurinn“. Það eru nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, var útnefndur viðskiptamaður ársins 2023 á Hátíðarkvöldi Þjóðmála í nóvember síðastliðnum og salan viðskipti ársins. Himinhátt fall óskabarns þjóðarinnar Sem áður segir var árið ekki gott á hlutabréfamarkaði hérlendis, ekkert frekar en annars staðar. Framan af ári var það Marel, sem hefur um árabil verið verðmætasta fyrirtæki landsins, sem leiddi verðlækkanir á markaði, sem það gerði reyndar líka árið 2022. Í byrjun nóvember tilkynnti Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel til tíu ára og stjórnarformaður til átta ára þar áður, að hann væri hættur störfum hjá félaginu. Það gerði hann vegna deilna við Arion banka, sem gerði veðkall í hluta bréfa Árna Odds í Eyri Invest, stærsta hluthafa Marel. Það hefur verið kallað dramatískasta veðkall síðari ára. Í kjölfarið tilkynnti Árni Oddur að hann hefði fengið greiðslustöðvun samþykkta. Það vakti verðskuldaða athygli enda hefur hann ítrekað verið útnefndur viðskiptamaður ársins. Eftir uppsögn Árna Odds tók gengi hlutabréfa í Marel enn skarpa dýfu en tveimur dögum seinna fór það að hækka á ný. Þann 23. nóvember var svo tilkynnt um óskuldbindandi viljayfirlýsingu um kaup bandarísks félags á öllu hlutafé félagins. Daginn eftir hækkaði gengi bréfa í Marel svo mikið að gripið var til þess ráðs að stöðva viðskipti með bréfin. Stóra sáttin Í júní þáði Íslandsbanki boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka máli um útboð á hlutum bankans með sátt upp á 1,2 milljarða króna. Eftir nokkurra daga bið var sáttin birt. Í samantekt sagði að niðurstaða fjármálaeftirlitsins hafi verið að stjórn og bankastjóri Íslandsbanka hafi ekki með fullnægjandi hætti innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem tryggir skilvirka og varfærna stjórnun, sem birtist meðal annars í því að ekki var tryggt að bankinn uppfyllti lagakröfur sem gilda um veitingu fjárfestingarþjónustu og fylgni við innri reglur sem stjórn hans hefur sett. Tveimur dögum eftir það tilkynnti Birna Einarsdóttir að hún hefði ákveðið að segja af sér starfi bankastjóra Íslandsbanka, sem hún hafði gengt frá bankahruninu árið 2008. Jón Guðni Ómarsson var ráðinn bankastjóri í hennar stað. Eðli málsins samkvæmt gefst ekki rými til að fara yfir allar mikilvægar viðskiptafréttir ársins en hér að neðan má sjá ótæmandi lista yfir þær: Flókinn ástarþríhyrningur fasteignafélaga Leyfisveitingferli Alvotech Sameining Ramma og Ísfélagsins og skráning á markað Skráning Oculis á markað í Bandaríkjunum Sameining Fossa og Vís Yfirtaka og afskráning Origo Móðurfélag Byko eignaðist Bergs fyrir fleiri milljarða Endurkoma Lárusar Welding Sameining ráðgjafarrisa Sala vatnsins til útlendinga Vendingar hjá Kviku Skráning Hampiðjunnar á markað In memoriam Það er fátt sem lesendur Vísis hafa meiri áhuga á en fréttir af gjaldþrotum fyrirtækja eða lokun þeirra af öðrum ástæðum. Því verður hér stiklað á stóru yfir það helsta sem gerðist í þeim efnum á árinu. Hátt í hundrað manns misstu vinnuna að morgni 31. mars þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri sagði daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn í áfalli. Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, námu tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan var krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstóðu nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. Verðandi brúðhjón í áfalli í október Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ var tekið til gjaldþrotaskipta í október. Fjölmörg þáverandi verðandi brúðhjón voru með hjartað í buxunum enda voru veislur fram undan sem óvíst var að gætu farið fram. Frétt þess efnis var mest lesna dánarfregn fyrirtækja á árinu. Vísi er ekki kunnugt um afdrif skipulagðra veisluhalda en Bláa lónið gat nýtt húsnæði Sjálands nýverið, þegar veitingastaðurinn Moss var opnaður tímabundið þar nýlega. Tilgangurinn var fjáröflun fyrir Grindvíkinga. Þá var greint frá því fyrir skömmu að líkamsræktarrisinn World Class hafi fengið samþykkt kauptilboð í húsnæðið. Í samtali við Innherja sagði Björn Leifsson framkvæmdastjóri World Class að til standi að stækka húsið og opna þar líkamsræktarstöð, að því gefnu að samþykki fáist fyrir stækkun. Helgi ósáttur með erlenda sérfræðinga Aðdáendur alþjóðlegu skyndibitakeðjunnar Taco Bell hér á landi fengu þær sorgarfréttir í upphafi aðventu að ballið væri búið hjá Taco Bell. Helgi Vilhjálmsson, sem ávallt er kenndur við Góu, sagði í samtali við Vísi að sérfræðingar KFC á alþjóðavísu hefðu bannað rekstur Taco Bell og KFC í sama húsnæði. Hann var ekki ánægður. Lokuðu viku eftir að Vera sagði veru Veru vera trygga Loks ber að nefna lokun Veru mathallar, sem rekin var um heldur skamma stund í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík, frá og með 1. júlí. Greint var frá því viku fyrr að meirihluti veitingastaða Veru hefði lagt upp laupana. Framkvæmdastjóri Grósku, Vera Antonsdóttir, sagði hins vegar veru Veru vera trygga, eftirminnilega. Blankur hönnunarmógúll og rannsakandi sem óttaðist endurkomu Við ljúkum þessari yfirferð yfir þær viðskiptafréttir sem lesendur höfðu mestan áhuga í raun og veru. Það var eins og venjulega mannlegi þátturinn sem höfðaði til fólks og sér í lagi Atvinnulífsviðtöl Rakelar Sveinsdóttur. Þar tróndi á toppnum viðtal við Eyþór Mána Steinarsson, framkvæmdastjóra og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar. „Ég ólst upp við mikið frelsi. Þar sem ég var laus undan yfirvaldi um hvernig ég ætti að nýta tímann minn. Eflaust er þetta frelsi sem ég hefði ekki fengið nema fyrir það að alast upp í svona litlu samfélagi eins og Hella er. Á sama tíma fylgdi það líka ábyrgð að vera elstur. Því auðvitað var ég ungur að passa og skipta á bleium. Og hef alltaf gert mér grein fyrir því að sem elsta systkinið er ég ákveðin fyrirmynd fyrir þau yngri,“ sagði Eyþór Máni meðal annars. Greinilega hafa frelsið og ábyrgðin í æsku gert honum gott enda hefur hann afrekað meira en margur annar á ungri ævi. Hann var til að mynda útnefndur framúrskarandi ungi Íslendingur ársins árið 2021 og hefur komið að uppbyggingu fyrirtækis sem hagnaðist um hundrað milljónir í fyrra. Átti ekki fyrir mat en stofnaði Epal Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal, rifjaði meðal annars upp námsárin sín í Danmörku þegar hann ræddi við Rakel í nóvember. „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat, því peningarnir voru ekki komnir með pósti. Ég ákvað því að fara í sendiráð Íslands og athuga hvort ég gæti fengið aðstoð. Þar tók á móti mér maður sem útskýrði fyrir mér að því miður aðstoðaði sendiráðið ekki fólk í aðstæðum sem þessum. En síðan seildist hann í veskið sitt, spurði hvað mig vantaði mikið, rétti mér nokkra hundraðkalla og sagði: „Þú borgar mér bara til baka þegar þú ert búinn að fá peningana þína.“ Stór ákvörðun að taka sæti í rannsóknarnefnd „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ sagði Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur, þegar talið barst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. Rými gefst ekki til að telja til öll Atvinnulífsviðtölin en þau má finna hér. Þá er þessari upptalningu lokið. Vísir mun halda áfram að flytja ykkur fréttir af því sem gerist í íslensku atvinnulífi á komandi ári. Fréttir ársins 2023 Efnahagsmál Neytendur Húsnæðismál Leigumarkaður Fréttir af flugi Verðlag Tímamót Verslun Áfengi og tóbak Marel Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Fjölmiðlar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Í þessari yfirferð yfir viðskiptafréttir ársins á Vísi verður þó ekki aðeins lagt mat á það hvaða viðskiptafréttir á liðnu ári voru stærstar, mikilvægastar eða mest afhjúpandi. Hér verður það áhugi sem ræður för; hvað þótti lesendum Vísis áhugaverðast, eftirtektarverðast eða beinlínis skemmtilegast á viðskiptaárinu sem er að líða? Mathallir og Lagning í vandræðum Árið hófst af miklum krafti og mest lesna viðskiptafrétt ársins var birt strax 2. janúar. Það voru mathallir landsins, sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur síðustu ár, sem vöktu mesta athygli lesenda Vísis. Nú voru það ekki fréttir af opnunum mathalla heldur vandræði sem vertar í þeim komu sér í. Fimmtán veitingastaðir í mathöllum landsins voru sektaðir um fimmtíu þúsund krónur fyrir að bregðast ekki við athugasemdum Neytendastofu um ófullnægjandi verðmerkingar. Alls gerði Neytendastofu athugasemd við merkingar hjá 37 af 54 veitingastöðum. Þá varð mikið fjaðrafok þegar fjölmargar fjölskyldur biðu í fleiri klukkustundir aðfararnótt 3. janúar eftir að fá bílinn sinn afhentan á Keflavíkurflugvelli. Mikið fannfergi vikurnar á undan hafði gert það að verkum að fyrirtækið Lagning, sem býður ferðalöngum upp á geymslu bifreiða í Keflavík, sat uppi með hundruð fastra bíla. Í byrjun árs þegar fólk tók að streyma heim úr jólafríi erlendis ætlaði allt um koll að keyra. Framkvæmdastjóri Lagningar sagðist aldrei hafa lent í öðru eins ástandi. Starfsmenn hafi hver á fætur öðrum bugast undan álagi og hörðustu menn fellt tár. Verðhækkanir á verðhækkanir ofan Árið hófst, eins og öll önnur ár, á því að nýjar gjaldskrár tóku gildi. Lesendur Vísir voru mjög áhugasamir um gjaldskrárhækkanir, sem voru meiri og víðtækari en oft áður. Af fyrstu verðhækkunum ársins voru það lækkun afsláttar af áfengisgjaldi í fríhöfninni og gríðarleg hækkun fasteignagjalda, í kjölfar mikillar hækkunar á fasteignamati, sem vöktu mesta athygli. Stóra Ölmu-málið og litla bjórglasið Sú verðhækkun sem var mest á milli tannanna á fólki í ár var hækkun leigufélagsins Ölmu á leiguverði og útburður áttræðs manns og fatlaðs sonar hans í kjölfarið. Hvatt var til sniðgöngu á Ölmu og tengdum fyrirtækjum, en Alma er í eigu MATA-fjölskyldunnar svokölluðu. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði umræðu um félagið hafa verið mjög harða og ekki í samræmi við staðreyndir um leigumarkaðinn. Húsnæði væri einfaldlega dýrt, sama hvort fólk eigi húsnæðið sjálft eða leigi það. Hann sagði leiguverð of lágt og boðaði frekari hækkun. Þá var það blessaður bjórinn. Þróun síðustu ára, sem margir telja uggvænlega, hélt áfram og fleiri veitingamenn hættu að selja almennilegan stóran bjór, hálfan lítra. Bjórinn á börum miðbæjar Reykjavíkur hefur á sama tíma hækkað í verði og heyrir nú til undantekninga ef bjórinn fæst á mikið lægra verði en 1500 krónur. Til eru dæmi um að bjórinn hafi verið seldur á 2000 krónur, og það á tilboði. Vísir gerði sér auðvitað fréttaferð í miðbæinn í sumar og ræddi við neytendur, sem voru allt annað en sáttir. „Þetta er verðbólga í dulargervi. Það er kannski ekki verið að svindla á manni, en það hefði alveg mátt lækka verðið samhliða minnkun,“ sagði einn þeirra. Hinar eiginlegu viðskiptafréttir ársins Ýmislegt risastórt gerðist í íslensku viðskiptalífi á árinu sem líður, sem ratar þó ekki á lista yfir þær fréttir sem lesendur höfðu mestan áhuga á. Þar ber helst að nefna langsamlega stærstu viðskiptafrétt ársins, og þó farið væri nokkuð aftur í tímann, söluna á ísfirska nýsköpunarundrinu Kerecis. Tilkynnt var um kaup alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast, sem er með höfuðstöðvar í Danmörku, á öllu hlutafé Kerecis í byrjun júlí síðastliðins. Kaupverðið var 176 milljarðar króna, greitt í beinhörðu reiðufé. Um er að ræða næststærstu yfirtöku í Íslandssögunni, en sú stærsta var þegar fjárfestingafélagið Novator gerði yfirtökutilboð í lyfjafyrirtækið Actavis árið 2007 en heildarvirði lyfjafyrirtækisins í þeim viðskiptum var um 5,3 milljarðar evra á þeim tíma. Þá varð Kerecis fyrsti íslenski „einhyrningurinn“. Það eru nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, var útnefndur viðskiptamaður ársins 2023 á Hátíðarkvöldi Þjóðmála í nóvember síðastliðnum og salan viðskipti ársins. Himinhátt fall óskabarns þjóðarinnar Sem áður segir var árið ekki gott á hlutabréfamarkaði hérlendis, ekkert frekar en annars staðar. Framan af ári var það Marel, sem hefur um árabil verið verðmætasta fyrirtæki landsins, sem leiddi verðlækkanir á markaði, sem það gerði reyndar líka árið 2022. Í byrjun nóvember tilkynnti Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel til tíu ára og stjórnarformaður til átta ára þar áður, að hann væri hættur störfum hjá félaginu. Það gerði hann vegna deilna við Arion banka, sem gerði veðkall í hluta bréfa Árna Odds í Eyri Invest, stærsta hluthafa Marel. Það hefur verið kallað dramatískasta veðkall síðari ára. Í kjölfarið tilkynnti Árni Oddur að hann hefði fengið greiðslustöðvun samþykkta. Það vakti verðskuldaða athygli enda hefur hann ítrekað verið útnefndur viðskiptamaður ársins. Eftir uppsögn Árna Odds tók gengi hlutabréfa í Marel enn skarpa dýfu en tveimur dögum seinna fór það að hækka á ný. Þann 23. nóvember var svo tilkynnt um óskuldbindandi viljayfirlýsingu um kaup bandarísks félags á öllu hlutafé félagins. Daginn eftir hækkaði gengi bréfa í Marel svo mikið að gripið var til þess ráðs að stöðva viðskipti með bréfin. Stóra sáttin Í júní þáði Íslandsbanki boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka máli um útboð á hlutum bankans með sátt upp á 1,2 milljarða króna. Eftir nokkurra daga bið var sáttin birt. Í samantekt sagði að niðurstaða fjármálaeftirlitsins hafi verið að stjórn og bankastjóri Íslandsbanka hafi ekki með fullnægjandi hætti innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit sem tryggir skilvirka og varfærna stjórnun, sem birtist meðal annars í því að ekki var tryggt að bankinn uppfyllti lagakröfur sem gilda um veitingu fjárfestingarþjónustu og fylgni við innri reglur sem stjórn hans hefur sett. Tveimur dögum eftir það tilkynnti Birna Einarsdóttir að hún hefði ákveðið að segja af sér starfi bankastjóra Íslandsbanka, sem hún hafði gengt frá bankahruninu árið 2008. Jón Guðni Ómarsson var ráðinn bankastjóri í hennar stað. Eðli málsins samkvæmt gefst ekki rými til að fara yfir allar mikilvægar viðskiptafréttir ársins en hér að neðan má sjá ótæmandi lista yfir þær: Flókinn ástarþríhyrningur fasteignafélaga Leyfisveitingferli Alvotech Sameining Ramma og Ísfélagsins og skráning á markað Skráning Oculis á markað í Bandaríkjunum Sameining Fossa og Vís Yfirtaka og afskráning Origo Móðurfélag Byko eignaðist Bergs fyrir fleiri milljarða Endurkoma Lárusar Welding Sameining ráðgjafarrisa Sala vatnsins til útlendinga Vendingar hjá Kviku Skráning Hampiðjunnar á markað In memoriam Það er fátt sem lesendur Vísis hafa meiri áhuga á en fréttir af gjaldþrotum fyrirtækja eða lokun þeirra af öðrum ástæðum. Því verður hér stiklað á stóru yfir það helsta sem gerðist í þeim efnum á árinu. Hátt í hundrað manns misstu vinnuna að morgni 31. mars þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri sagði daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn í áfalli. Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, námu tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan var krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstóðu nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. Verðandi brúðhjón í áfalli í október Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ var tekið til gjaldþrotaskipta í október. Fjölmörg þáverandi verðandi brúðhjón voru með hjartað í buxunum enda voru veislur fram undan sem óvíst var að gætu farið fram. Frétt þess efnis var mest lesna dánarfregn fyrirtækja á árinu. Vísi er ekki kunnugt um afdrif skipulagðra veisluhalda en Bláa lónið gat nýtt húsnæði Sjálands nýverið, þegar veitingastaðurinn Moss var opnaður tímabundið þar nýlega. Tilgangurinn var fjáröflun fyrir Grindvíkinga. Þá var greint frá því fyrir skömmu að líkamsræktarrisinn World Class hafi fengið samþykkt kauptilboð í húsnæðið. Í samtali við Innherja sagði Björn Leifsson framkvæmdastjóri World Class að til standi að stækka húsið og opna þar líkamsræktarstöð, að því gefnu að samþykki fáist fyrir stækkun. Helgi ósáttur með erlenda sérfræðinga Aðdáendur alþjóðlegu skyndibitakeðjunnar Taco Bell hér á landi fengu þær sorgarfréttir í upphafi aðventu að ballið væri búið hjá Taco Bell. Helgi Vilhjálmsson, sem ávallt er kenndur við Góu, sagði í samtali við Vísi að sérfræðingar KFC á alþjóðavísu hefðu bannað rekstur Taco Bell og KFC í sama húsnæði. Hann var ekki ánægður. Lokuðu viku eftir að Vera sagði veru Veru vera trygga Loks ber að nefna lokun Veru mathallar, sem rekin var um heldur skamma stund í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík, frá og með 1. júlí. Greint var frá því viku fyrr að meirihluti veitingastaða Veru hefði lagt upp laupana. Framkvæmdastjóri Grósku, Vera Antonsdóttir, sagði hins vegar veru Veru vera trygga, eftirminnilega. Blankur hönnunarmógúll og rannsakandi sem óttaðist endurkomu Við ljúkum þessari yfirferð yfir þær viðskiptafréttir sem lesendur höfðu mestan áhuga í raun og veru. Það var eins og venjulega mannlegi þátturinn sem höfðaði til fólks og sér í lagi Atvinnulífsviðtöl Rakelar Sveinsdóttur. Þar tróndi á toppnum viðtal við Eyþór Mána Steinarsson, framkvæmdastjóra og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar. „Ég ólst upp við mikið frelsi. Þar sem ég var laus undan yfirvaldi um hvernig ég ætti að nýta tímann minn. Eflaust er þetta frelsi sem ég hefði ekki fengið nema fyrir það að alast upp í svona litlu samfélagi eins og Hella er. Á sama tíma fylgdi það líka ábyrgð að vera elstur. Því auðvitað var ég ungur að passa og skipta á bleium. Og hef alltaf gert mér grein fyrir því að sem elsta systkinið er ég ákveðin fyrirmynd fyrir þau yngri,“ sagði Eyþór Máni meðal annars. Greinilega hafa frelsið og ábyrgðin í æsku gert honum gott enda hefur hann afrekað meira en margur annar á ungri ævi. Hann var til að mynda útnefndur framúrskarandi ungi Íslendingur ársins árið 2021 og hefur komið að uppbyggingu fyrirtækis sem hagnaðist um hundrað milljónir í fyrra. Átti ekki fyrir mat en stofnaði Epal Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal, rifjaði meðal annars upp námsárin sín í Danmörku þegar hann ræddi við Rakel í nóvember. „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat, því peningarnir voru ekki komnir með pósti. Ég ákvað því að fara í sendiráð Íslands og athuga hvort ég gæti fengið aðstoð. Þar tók á móti mér maður sem útskýrði fyrir mér að því miður aðstoðaði sendiráðið ekki fólk í aðstæðum sem þessum. En síðan seildist hann í veskið sitt, spurði hvað mig vantaði mikið, rétti mér nokkra hundraðkalla og sagði: „Þú borgar mér bara til baka þegar þú ert búinn að fá peningana þína.“ Stór ákvörðun að taka sæti í rannsóknarnefnd „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ sagði Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur, þegar talið barst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. Rými gefst ekki til að telja til öll Atvinnulífsviðtölin en þau má finna hér. Þá er þessari upptalningu lokið. Vísir mun halda áfram að flytja ykkur fréttir af því sem gerist í íslensku atvinnulífi á komandi ári.
Fréttir ársins 2023 Efnahagsmál Neytendur Húsnæðismál Leigumarkaður Fréttir af flugi Verðlag Tímamót Verslun Áfengi og tóbak Marel Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Fjölmiðlar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira