Innlent

Bláa lónið opnar á ný

Jón Þór Stefánsson skrifar
Í tilkynningu frá Bláa lóninu segir að innviðir þess séu í góðu ásigkomulagi.
Í tilkynningu frá Bláa lóninu segir að innviðir þess séu í góðu ásigkomulagi. Vísir/Vilhelm

Bláa lónið mun opna starfsemi sína á ný næstkomandi sunnudag, klukkan ellefu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lónsins, en þar segir að ákvörðun um opnunina hafi verið tekin í samráði við stjórnvöld.

Það er ekki bara sjálft lónið sem opnar aftur, heldur önnur starfsemi tengd því, líkt og kaffihús, veitingastaðir og baðhús. Hins vegar mun hótel lónsins vera lokað þangað til á fimmtudaginn þegar möguleg opnun verður er skoðuð á ný.

Fram kemur að opnunartími lónsins verður breyttur, eða frá klukkan ellefu að morgni til átta á kvöldi á hverjum degi.

Í tilkynningunni er því haldið fram að þrátt fyrir jarðhræringar á Reykjanesskaga séu innviðir lónsins í frábæru ásigkomulagi. Einhverjar byggingar hafi þó orðið fyrir einhverjum skemmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×