„Erum opnir við hvorn annan“ Aron Guðmundsson skrifar 17. desember 2023 23:30 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari og Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður landsliðsins. Vísir/Samsett mynd Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, er í stöðugu sambandi við Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara Íslands í og uppfærir hann reglulega um stöðuna á sér í aðdraganda næsta stórmóts Íslands en Gísli er að snúa til baka úr meiðslum. Undanfarnar vikur farið í vangaveltur um það hvort Gísli Þorgeir Kristjánsson, einn af bestu leikmönnum í heimi, verði klár í slaginn á EM. Gísli er að vinna sig aftur inn á völlinn mánuðir eftir að hafa gengist undir gekkst aðgerð á öxl síðasta sumar. Hann er mættur aftur á leikskýrslu hjá Magdeburg og fær mínútur hér og þar en þar er skiljanlega farið varfærnislega í sakirnar af ótta við bakslag sem er alltaf viðloðandi þegar að menn hafa verið lengi frá. Gísli stefnir sjálfur ótrauður að því að spila á EM í Þýskalandi í næsta mánuði og heldur Snorra Steini, landsliðsþjálfara Íslands, vel upplýstum um stöðuna á sér en EM hópur Íslands verður opinberaður núna á mánudaginn þar sem gera má ráð fyrir að nafn Gísla Þorgeirs verði að finna. „Við Snorri erum búnir að vera í miklu sambandi,“ segir Gísli í samtali við Vísi um samskipti sín og Snorra undanfarið. „Ég er reglulega búinn að gefa honum stöðuna á mér. Hvernig öxlin og standið á mér er. Við erum búnir að vera mjög opnir við hvorn annan og það hefur gengið gríðarlega vel að vera í samskiptum við hann.“ Íslenska landsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem hafði áður getið sér gott orð sem þjálfari Vals. Þá á hann að baki afar farsælan feril sem atvinnu- og landsliðsmaður. Þú veist þá nákvæmlega til hvers er ætlast af þér þegar að þú ferð inn á völlinn undir hans stjórn? „Já hundrað prósent. Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að verða aftur hluti af þessu liði og spila undir stjórn Snorra og Arnórs Atla.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Undanfarnar vikur farið í vangaveltur um það hvort Gísli Þorgeir Kristjánsson, einn af bestu leikmönnum í heimi, verði klár í slaginn á EM. Gísli er að vinna sig aftur inn á völlinn mánuðir eftir að hafa gengist undir gekkst aðgerð á öxl síðasta sumar. Hann er mættur aftur á leikskýrslu hjá Magdeburg og fær mínútur hér og þar en þar er skiljanlega farið varfærnislega í sakirnar af ótta við bakslag sem er alltaf viðloðandi þegar að menn hafa verið lengi frá. Gísli stefnir sjálfur ótrauður að því að spila á EM í Þýskalandi í næsta mánuði og heldur Snorra Steini, landsliðsþjálfara Íslands, vel upplýstum um stöðuna á sér en EM hópur Íslands verður opinberaður núna á mánudaginn þar sem gera má ráð fyrir að nafn Gísla Þorgeirs verði að finna. „Við Snorri erum búnir að vera í miklu sambandi,“ segir Gísli í samtali við Vísi um samskipti sín og Snorra undanfarið. „Ég er reglulega búinn að gefa honum stöðuna á mér. Hvernig öxlin og standið á mér er. Við erum búnir að vera mjög opnir við hvorn annan og það hefur gengið gríðarlega vel að vera í samskiptum við hann.“ Íslenska landsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar sem hafði áður getið sér gott orð sem þjálfari Vals. Þá á hann að baki afar farsælan feril sem atvinnu- og landsliðsmaður. Þú veist þá nákvæmlega til hvers er ætlast af þér þegar að þú ferð inn á völlinn undir hans stjórn? „Já hundrað prósent. Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að verða aftur hluti af þessu liði og spila undir stjórn Snorra og Arnórs Atla.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira