Innlent

„Þetta er það sem maður óttaðist mest“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot úr vefmyndavél Live from Iceland.
Skjáskot úr vefmyndavél Live from Iceland.

Fréttamaður Vísis var með Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing í símanum þegar fréttir bárust að byrjað væri að gjósa. Rétt áður hafði hann lýst því yfir að gos væri að hefjast.

„Við vorum að tala um tvær sviðsmyndir fyrir nokkrum dögum, ein þeirra var að allt væri að slaka á og deyja út, maður var að vonast til að það væri það sem væri í gangi. Hin er það að þetta landris og þessi teygja á skorpunni fyrir ofan innskot væri komin í þolmörk og að það myndi byrja að gjósa,“ segir Þorvaldur. 

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.Vísir/vilhelm

Gosið er norðan við Grindavík. Það sést á vefmyndavéĺum og virðast vera staðsett nærri Hagafelli að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið innan skamms til þess að staðfesta nákvæma staðsetningu og stærð eldgossins.

„Þetta er það sem maður óttaðist mest,“ segir Þorvaldur.

Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna gossins.

Nánar er fylgst með gangi mála á Reykjanesi í vaktinni á Vísi.


Tengdar fréttir

Eldgos hafið á Reykjanesskaga

Gos hófst á Reykjanesskaga fyrir stundu. Gosið er staðsett nærri Hagafelli og sést vel úr byggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×