Sorpa tekur yfir fatasöfnun á öllum grenndarstöðvum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. janúar 2024 06:32 Hingað til hefur Rauði krossinn safnað fötum á grenndarstöðvum SORPU og víðar. Rauði krossinn Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum Sorpu. Frá þessu er greint í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. Rauði krossinn hefur hingað til safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu en ný lög kveða á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum. Rauði krossinn annar ekki því álagi og því mun Sorpa alfarið taka söfnunina yfir en vinna áfram með Rauða krossinum til að tryggja rekstur verslana samtakanna fyrir notuð föt. „Til umræðu hefur komið að halda áfram að fela öðrum aðilum en Sorpu söfnun og meðhöndlun á textíl. Sorpa telur slíkt flækja það verkefni að samræma söfnun á úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess kemur fram í minnisblaði sem Ríkiskaup unnu fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga að ætli sveitarfélögin að fela aðilum á markaði, svo sem mannúðarsamtökum, að sinna söfnun á textíl, megi sveitarfélögin ekki greiða með þeirri meðhöndlun og að gera þurfi sérstaka þjónustusamninga um þá starfsemi. Að sinni telur Sorpa því farsælast að tryggja með eigin innviðum söfnun á textíl, og koma honum í ábyrgan og gagnsæjan farveg,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að áhersla verði lögð á ábyrgð og gagnsæi á afsetningu á textíl sem ekki sé hægt að endurnota eða -vinna. Þá verði stefnt á aukin endurnot innanlands. Sveitarfélögum utan starfsvæðis Sorpu verður boðið að nýta þá útflutningsfarvegi sem Sorpa mun koma sér upp, á kostnaðarverði. „Því er lagt til að Sorpa haldi áfram undirbúningsvinnu við söfnun á textíl á öllum grenndar- og endurvinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis með innkaupum á söfnunargámum fyrir textíl á grenndarstöðvar, haldi áfram vinnu við að tryggja ábyrga og gagnsæja afsetningu á textíl sem ekki er hægt að endurnota eða -vinna, og koma upp innviðum til að stuðla að eins miklum endurnotum á textíl innanlands og kostur er.“ Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Rauði krossinn hefur hingað til safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu en ný lög kveða á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum. Rauði krossinn annar ekki því álagi og því mun Sorpa alfarið taka söfnunina yfir en vinna áfram með Rauða krossinum til að tryggja rekstur verslana samtakanna fyrir notuð föt. „Til umræðu hefur komið að halda áfram að fela öðrum aðilum en Sorpu söfnun og meðhöndlun á textíl. Sorpa telur slíkt flækja það verkefni að samræma söfnun á úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess kemur fram í minnisblaði sem Ríkiskaup unnu fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga að ætli sveitarfélögin að fela aðilum á markaði, svo sem mannúðarsamtökum, að sinna söfnun á textíl, megi sveitarfélögin ekki greiða með þeirri meðhöndlun og að gera þurfi sérstaka þjónustusamninga um þá starfsemi. Að sinni telur Sorpa því farsælast að tryggja með eigin innviðum söfnun á textíl, og koma honum í ábyrgan og gagnsæjan farveg,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að áhersla verði lögð á ábyrgð og gagnsæi á afsetningu á textíl sem ekki sé hægt að endurnota eða -vinna. Þá verði stefnt á aukin endurnot innanlands. Sveitarfélögum utan starfsvæðis Sorpu verður boðið að nýta þá útflutningsfarvegi sem Sorpa mun koma sér upp, á kostnaðarverði. „Því er lagt til að Sorpa haldi áfram undirbúningsvinnu við söfnun á textíl á öllum grenndar- og endurvinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis með innkaupum á söfnunargámum fyrir textíl á grenndarstöðvar, haldi áfram vinnu við að tryggja ábyrga og gagnsæja afsetningu á textíl sem ekki er hægt að endurnota eða -vinna, og koma upp innviðum til að stuðla að eins miklum endurnotum á textíl innanlands og kostur er.“
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira