Enski boltinn

Endurkölluðu Fofana til að lána hann aftur út

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fofana er 21 árs gamall franskur framherji. Hann gekk til liðs við Chelsea fyrir ári síðan og hefur spilað 17 leiki fyrir félagið.
Fofana er 21 árs gamall franskur framherji. Hann gekk til liðs við Chelsea fyrir ári síðan og hefur spilað 17 leiki fyrir félagið. Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images)

Chelsea endurkallaði framherjann David Fofana úr láni frá Union Berlin. Óvíst er þó hvort hann muni spila með liðinu á leiktíðinni, Frakkinn er sagður vera að ganga frá öðrum lánssamningi við Burnley, lið Jóhanns Berg Guðmundssonar í ensku úrvalsdeildinni. 

Chelsea hefur átt í vandræðum með markaskorun á tímabilinu og er án tveggja bestu framherja sinna næstu vikur, Christopher Nkunku er meiddur og Nicolas Jackson spilar á Afríkumótinu með Senegal. 

The Athletic greindi hins vegar frá því að Fofana myndi ekki staldra við hjá Chelsea heldur yrði hann strax sendur aftur á lán út tímabilið, nú til Burnley. Einnig var sagt frá áhuga spænska félagsins Sevilla að fá leikmanninn á láni. 

Fofana er 21 árs gamall framherji sem gekk til liðs við Chelsea frá Molde fyrir ári síðan. Hann hefur spilað fjóra leiki fyrir félagið og á enn eftir að skora mark. 

Í 17 leikjum í öllum keppnum fyrir Union Berlin skoraði hann tvö mörk og gaf eina stoðsendingu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×