Lai Ching-te kjörinn forseti í Taívan Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 16:22 Er þetta í þriðja kjörtímabilið í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er með einn úr sínum röðum í embættinu. Laí Chingte bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Taívan sem efnt var til á dögunum. Niðurstöðurnar komu í ljós í dag. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hlýtur sigur í forsetakosningum í óþökk stjórnvalda í Peking en hann hefur verið horn í síðu ráðamanna þar síðan hann tók við stjórn embættisins. Samkvæmt Guardian var Laí áður varaforseti í ríkisstjórn Tsaí Ingwen úr sama flokki. Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er sjálfstæðissinnaður og þykir stefna þeirra í utanríkismálum ekki bjóða upp á mikla samvinnu við yfirvöld í Kína. Aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði Kína hefur haldið því fram að Taívan tilheyri landinu alveg frá því að ríkisstjórn var komið upp á eyjunni í kjölfar kínversku borgarastyrjaldarinnar. Rauði her Maós bar sigur úr býtum í þeirri styrjöld og eftir að hafa gert hlé á átökum milli síns og hins þjóðernissinnaða Kuómintang-flokksins til að sigrast á Japönum og binda enda á hernám þeirra á Kína hrakti kommúnistaflokkurinn Kuómintang-menn, undir stjórn Chiang Kai-shek, í útlegð á Taívan. Þar komu Kuómintang-menn upp einræðisstjórn eins og á meginlandinu en héldu því samt fram að þeir væru hin réttmæta ríkisstjórn Kína. Smám saman dróst áhuginn á sameiningu saman og fór taívanska þjóðin í auknum mæli að vilja tryggja sjálfstæði sitt og öryggi frá herskáu leiðtogunum í Peking. Þá sérstaklega þegar mikil lýðræðis- og frelsisvæðing átti sér stað í landinu þegar leið á 20. öldina. Taívan er með eigin stjórn- og dómskerfi en hefur aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. „Sigur fyrir öll lýðræðisríki heims“ Eftir að ljóst var að Laí hlyti kjör flutti hann ræðu þar sem hann ítrekaði rétt Taívana til að kjósa sér sinn forseta. Flokkurinn hans missti þó meirihlutann sinn í taívanska þinginu. Hann segir niðurstöðurnar vera sigur fyrir öll lýðræðisríki heims og að þær sýndu að kjósendur hefðu sigrað í baráttunni við utanaðkomandi öfl. Þar á hann við tilraunir Kínverja til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga og tryggja ósigur flokksins. Kosningaherferð Lýðræðislega framfaraflokksins gekk út á að hann væri flokkur varkárrar andspyrnu við Kína. Flokksmenn telji það mikilvægt að forðast það að styggja yfirvöld á meginlandinu en að tryggja öryggi þjóðarinnar og byggja upp samband sitt við Bandaríkin og bandamenn þeirra. Taívan Kína Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira
Samkvæmt Guardian var Laí áður varaforseti í ríkisstjórn Tsaí Ingwen úr sama flokki. Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er sjálfstæðissinnaður og þykir stefna þeirra í utanríkismálum ekki bjóða upp á mikla samvinnu við yfirvöld í Kína. Aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði Kína hefur haldið því fram að Taívan tilheyri landinu alveg frá því að ríkisstjórn var komið upp á eyjunni í kjölfar kínversku borgarastyrjaldarinnar. Rauði her Maós bar sigur úr býtum í þeirri styrjöld og eftir að hafa gert hlé á átökum milli síns og hins þjóðernissinnaða Kuómintang-flokksins til að sigrast á Japönum og binda enda á hernám þeirra á Kína hrakti kommúnistaflokkurinn Kuómintang-menn, undir stjórn Chiang Kai-shek, í útlegð á Taívan. Þar komu Kuómintang-menn upp einræðisstjórn eins og á meginlandinu en héldu því samt fram að þeir væru hin réttmæta ríkisstjórn Kína. Smám saman dróst áhuginn á sameiningu saman og fór taívanska þjóðin í auknum mæli að vilja tryggja sjálfstæði sitt og öryggi frá herskáu leiðtogunum í Peking. Þá sérstaklega þegar mikil lýðræðis- og frelsisvæðing átti sér stað í landinu þegar leið á 20. öldina. Taívan er með eigin stjórn- og dómskerfi en hefur aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. „Sigur fyrir öll lýðræðisríki heims“ Eftir að ljóst var að Laí hlyti kjör flutti hann ræðu þar sem hann ítrekaði rétt Taívana til að kjósa sér sinn forseta. Flokkurinn hans missti þó meirihlutann sinn í taívanska þinginu. Hann segir niðurstöðurnar vera sigur fyrir öll lýðræðisríki heims og að þær sýndu að kjósendur hefðu sigrað í baráttunni við utanaðkomandi öfl. Þar á hann við tilraunir Kínverja til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga og tryggja ósigur flokksins. Kosningaherferð Lýðræðislega framfaraflokksins gekk út á að hann væri flokkur varkárrar andspyrnu við Kína. Flokksmenn telji það mikilvægt að forðast það að styggja yfirvöld á meginlandinu en að tryggja öryggi þjóðarinnar og byggja upp samband sitt við Bandaríkin og bandamenn þeirra.
Taívan Kína Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira