Innlent

Bein út­sending: Íbúafundur Grind­víkinga

Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, stýrir fundinum.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, stýrir fundinum. Vísir/Arnar

Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll hefst klukkan 17 í dag. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér að neðan.

Íbúafundur var upphaflega á dagskrá á miðvikudag síðustu viku en var frestað vegna vinnuslyssins sem varð á þriðjudaginn.

Fundurinn fer fram í dag og er fyrsti íbúfundurinn frá því að rýma þurfti bæinn á ný og eldgos hófst. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, stýrir fundinum.

Þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri Veðurstofu Íslands, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesjum, og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá almannavörnum og stjórnandi þjónustumiðstöðvar í Tollhúsinu, verða með erindi á fundinum. 

Að erindum loknum verða framsögumenn í pallborði ásamt þeim Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Huldu Ragnheiði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ara Guðmundssyni, verkefnastjóra vegna byggingar varnargarða og sviðsstjóra hjá Verkís, Sólberg S. Bjarnasyni, deildarstjóra almannavarna og Páli Erland, forstjóra HS Veitna.

Fundinn má sjá í beinu streymi í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira
×