Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2024 14:22 Svona lítur yfirborðið yfir MFF út. Talið er að þarna undir megi finna mikið magn af ís. ESA/DLR/FU Berlin Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. Þetta kemur fram í grein sem birt var á vef Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) í gær. Greinin byggir á nýjum rannsóknum sem ætlað var að svara rúmlega fimmtán ára gamalli spurningu. Árið 2007 greindu tæki geimfarsins Mars Express að undir yfirborðinu við miðbaug Mars mætti finna eitthvað efni, sem næði á allt að 2,5 kílómetra dýpi. Þessi efnasamstæða var á ensku kölluð Medusae Fossae Formation eða MFF og reyndist ómögulegt að segja hvaða efni væri þarna undir yfirborðinu. Miðað við gögn frá ratsjá Mars Express er talið að íslögin séu undir þykku lagi af ryki.CReSIS/KU/Smithsonian Institution Talið var mögulegt að þarna væri mikið af ryki, ösku eða annars konar jarðlög. Nú telja vísindamenn ESA sig hafa fundið svör og er talið að þarna sé um ís að ræða. Þá er talið að íslagið sé mun þykkara en áður hefur verið talið og nái niður á allt að 3,7 kílómetra dýpi. Svarið fannst einnig með Mars Express en ratsjá geimfarsins skilaði merkjum sem líkjast mjög merkjum af þykkum lögum af ís og þá hafa sambærileg merki einnig greinst undir yfirborðinu á pólum Mars, þar sem vitað er að finna má töluvert magn af ís. Þá verða lögin ekki þykkri eftir því sem dýpra nær og þykir það renna stoðum undir kenningar um að þarna sé ís, þar sem jarðlög yrðu þykkri undir eigin þyngd. Hér á þessu hæðarkoti má sjá hvar á Mars MFF er staðsett.ESA Mikilvægt fyrir mannaðar geimferðir Mars virðist nú skraufaþurr reikistjarna en þar má finna fjölmörg ummerki fljótandi vatns á árum áður. Má þar nefna forna árfarvegi, sjávar- og vatnsbotna og dali sem greinilega hafa mótast af fljótandi vatni. Þá hefur ís fundist á pólum Mars og víðar undir yfirborðinu. Colin Wilson, yfirmaður vísindastarfs Mars Express og ExoMars Trace Gas Orbiter segir að verði staðfest að um ís sé að ræða í MFF gæti það breytt skilningi manna á sögu Mars. Þá yrði svæðið sérstaklega spennandi vettvangur fyrir frekari vísindastörf, hvort sem það yrði með þjörkum eða seinna meir ef og þegar menn verða sendir til Mars. Ís yrði þar að auki sérstaklega mikilvægur fyrir mannaðar geimferðir til mars þar sem hægt yrði að nota hann til að drekka vatn og til að búa til eldsneyti á Mars. Lenda þarf mönnuðum geimskipum, þegar þar að kemur, við miðbaug Mars og því er mikilvægt að finna þar vatn. Ólíklegt er hins vegar að hægt verði að nálgast ísinn, sé um ís að ræða, á næstu áratugum, þar sem hann situr á hundruð metra dýpi undir ryki. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem birt var á vef Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) í gær. Greinin byggir á nýjum rannsóknum sem ætlað var að svara rúmlega fimmtán ára gamalli spurningu. Árið 2007 greindu tæki geimfarsins Mars Express að undir yfirborðinu við miðbaug Mars mætti finna eitthvað efni, sem næði á allt að 2,5 kílómetra dýpi. Þessi efnasamstæða var á ensku kölluð Medusae Fossae Formation eða MFF og reyndist ómögulegt að segja hvaða efni væri þarna undir yfirborðinu. Miðað við gögn frá ratsjá Mars Express er talið að íslögin séu undir þykku lagi af ryki.CReSIS/KU/Smithsonian Institution Talið var mögulegt að þarna væri mikið af ryki, ösku eða annars konar jarðlög. Nú telja vísindamenn ESA sig hafa fundið svör og er talið að þarna sé um ís að ræða. Þá er talið að íslagið sé mun þykkara en áður hefur verið talið og nái niður á allt að 3,7 kílómetra dýpi. Svarið fannst einnig með Mars Express en ratsjá geimfarsins skilaði merkjum sem líkjast mjög merkjum af þykkum lögum af ís og þá hafa sambærileg merki einnig greinst undir yfirborðinu á pólum Mars, þar sem vitað er að finna má töluvert magn af ís. Þá verða lögin ekki þykkri eftir því sem dýpra nær og þykir það renna stoðum undir kenningar um að þarna sé ís, þar sem jarðlög yrðu þykkri undir eigin þyngd. Hér á þessu hæðarkoti má sjá hvar á Mars MFF er staðsett.ESA Mikilvægt fyrir mannaðar geimferðir Mars virðist nú skraufaþurr reikistjarna en þar má finna fjölmörg ummerki fljótandi vatns á árum áður. Má þar nefna forna árfarvegi, sjávar- og vatnsbotna og dali sem greinilega hafa mótast af fljótandi vatni. Þá hefur ís fundist á pólum Mars og víðar undir yfirborðinu. Colin Wilson, yfirmaður vísindastarfs Mars Express og ExoMars Trace Gas Orbiter segir að verði staðfest að um ís sé að ræða í MFF gæti það breytt skilningi manna á sögu Mars. Þá yrði svæðið sérstaklega spennandi vettvangur fyrir frekari vísindastörf, hvort sem það yrði með þjörkum eða seinna meir ef og þegar menn verða sendir til Mars. Ís yrði þar að auki sérstaklega mikilvægur fyrir mannaðar geimferðir til mars þar sem hægt yrði að nota hann til að drekka vatn og til að búa til eldsneyti á Mars. Lenda þarf mönnuðum geimskipum, þegar þar að kemur, við miðbaug Mars og því er mikilvægt að finna þar vatn. Ólíklegt er hins vegar að hægt verði að nálgast ísinn, sé um ís að ræða, á næstu áratugum, þar sem hann situr á hundruð metra dýpi undir ryki.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sjá meira
Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48
Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00