Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2024 08:00 Nikki Haley gekk ekki vel í forvali Repúblikana í Iowa á dögunum en vonast eftir betri árangri í New Hampshire á þriðjudaginn. AP/Robert F. Bukaty Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. Í ræðu sem hann hélt þá í New Hampshire fór hann að tala um árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember 2020. Hann tapaði þeim kosningum fyrir Joe Biden. Trump, sem er 77 ára gamall, hélt því fram að Pelosi hefði stýrt öryggi þinghússins þá og að hún hefði neitað tillögum hans um að hermenn yrðu sendir á svæðið og að hún hefði eytt öllum sönnunargögnum um að hann hefði lagt þessa tillögu fram. Hann hefur haldið þessu áður fram en rannsóknarnefnd þingsins sagði ekkert styðja þær yfirlýsingar. Í ræðunni nefndi Trump þó Pelosi aldrei á nafn, heldur sagði hann ítrekað Nikki Haley í staðinn. Wow while rambling about January 6th, a confused Trump blames Nikki Haley for January 6th and says she was in charge of security for the Capitol pic.twitter.com/uw6FzJsqD9— Acyn (@Acyn) January 20, 2024 Hailey hélt sína eigin kosningaræðu í New Hamshire í gær þar sem hún velti vöngum yfir því hvort Trump væri hæfur til að sitja annað kjörtímabil. „Þeir segja að hann hafi ruglast, að hann hafi verið að tala um eitthvað annað. Hann var að tala um Nancy Pelosi,“ sagði Haley, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Hann nefndi mig nokkrum sinnum í því samhengi. Áhyggjur mínar eru, og ég er ekki að segja neitt niðrandi, en þegar þú átt við álagið sem fylgir forsetaembættinu, getum við ekki haft einhvern annan sem við efumst um að sé andlega hæfur til að sinna því. Við getum það ekki.“ „Viljum við í alvörunni fara inn í kosningar með tvo menn sem verða á níræðisaldri í embætti?“ Haley: Trump said that I didn t do anything to secure the Capitol. Let s be clear, I wasn t in the Capitol on January 6th. I wasn t in office on January 6th. He got confused. He got confused and said he running against Obama. He never ran against Obama. pic.twitter.com/YATZvytZs5— Acyn (@Acyn) January 20, 2024 Samkvæmt frétt Washington Post hefur Haley nefnt önnur tilvik þar sem Trump hefur ruglast með þessum hætti. Meðal annars hefur hún nefnt það að í ræðu hélt Trump því ítrekað fram að hann hefði sigrað Barack Obama, fyrrverandi forseta, í kosningunum 2016, þegar hann sigraði Hillary Clinton. Haley hefur gert aldur Trumps og getu hans til að sitja í embætti fjögur ár í viðbót að nokkuð stórum hluta kosningabaráttu hennar. Hún hefur þó gagnrýnt Joe Biden, forseta, sem er 81 árs gamall, meira en Trump en ummælum hennar um heilsu Trumps hefur fjölgað. Hún hefur meðal annars lagt til að leiðtogar þurfi að taka vitsmunapróf. Trump hefur ekki brugðist við ummælum Haley á beinan hátt. Hann hefur þó nefnt hana á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann kallaði Haley „Birdbrain“ eða „fuglaheila“. Færsla Trumps á Truth Social frá því í nótt, þar sem hann kallar Nikki Haley „fuglaheila“. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Í ræðu sem hann hélt þá í New Hampshire fór hann að tala um árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember 2020. Hann tapaði þeim kosningum fyrir Joe Biden. Trump, sem er 77 ára gamall, hélt því fram að Pelosi hefði stýrt öryggi þinghússins þá og að hún hefði neitað tillögum hans um að hermenn yrðu sendir á svæðið og að hún hefði eytt öllum sönnunargögnum um að hann hefði lagt þessa tillögu fram. Hann hefur haldið þessu áður fram en rannsóknarnefnd þingsins sagði ekkert styðja þær yfirlýsingar. Í ræðunni nefndi Trump þó Pelosi aldrei á nafn, heldur sagði hann ítrekað Nikki Haley í staðinn. Wow while rambling about January 6th, a confused Trump blames Nikki Haley for January 6th and says she was in charge of security for the Capitol pic.twitter.com/uw6FzJsqD9— Acyn (@Acyn) January 20, 2024 Hailey hélt sína eigin kosningaræðu í New Hamshire í gær þar sem hún velti vöngum yfir því hvort Trump væri hæfur til að sitja annað kjörtímabil. „Þeir segja að hann hafi ruglast, að hann hafi verið að tala um eitthvað annað. Hann var að tala um Nancy Pelosi,“ sagði Haley, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Hann nefndi mig nokkrum sinnum í því samhengi. Áhyggjur mínar eru, og ég er ekki að segja neitt niðrandi, en þegar þú átt við álagið sem fylgir forsetaembættinu, getum við ekki haft einhvern annan sem við efumst um að sé andlega hæfur til að sinna því. Við getum það ekki.“ „Viljum við í alvörunni fara inn í kosningar með tvo menn sem verða á níræðisaldri í embætti?“ Haley: Trump said that I didn t do anything to secure the Capitol. Let s be clear, I wasn t in the Capitol on January 6th. I wasn t in office on January 6th. He got confused. He got confused and said he running against Obama. He never ran against Obama. pic.twitter.com/YATZvytZs5— Acyn (@Acyn) January 20, 2024 Samkvæmt frétt Washington Post hefur Haley nefnt önnur tilvik þar sem Trump hefur ruglast með þessum hætti. Meðal annars hefur hún nefnt það að í ræðu hélt Trump því ítrekað fram að hann hefði sigrað Barack Obama, fyrrverandi forseta, í kosningunum 2016, þegar hann sigraði Hillary Clinton. Haley hefur gert aldur Trumps og getu hans til að sitja í embætti fjögur ár í viðbót að nokkuð stórum hluta kosningabaráttu hennar. Hún hefur þó gagnrýnt Joe Biden, forseta, sem er 81 árs gamall, meira en Trump en ummælum hennar um heilsu Trumps hefur fjölgað. Hún hefur meðal annars lagt til að leiðtogar þurfi að taka vitsmunapróf. Trump hefur ekki brugðist við ummælum Haley á beinan hátt. Hann hefur þó nefnt hana á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann kallaði Haley „Birdbrain“ eða „fuglaheila“. Færsla Trumps á Truth Social frá því í nótt, þar sem hann kallar Nikki Haley „fuglaheila“.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Bandaríkin Tengdar fréttir Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42
Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30
Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00
Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent