Erlent

Látnir eftir stærðarinnar gas­sprengingu

Atli Ísleifsson skrifar
Slökkvistarf stóð yfir fram á nótt.
Slökkvistarf stóð yfir fram á nótt. AP

Þrír hið minnsta eru látnir og nærri þrjú hundruð slasaðir eftir að stærðarinnar gassprenging varð í kenísku höfuðborginni Naíróbí í gærkvöldi.

BBC segir frá því að sprengingin hafi orðið í vörubíl sem hafi verið að flytja gastanka í hverfinu Embakasi um klukkan 21 í gærkvöldi.

Fram kemur að byggingingar, verslanir og bílar hafi skemmst í sprengingunni og kom eldur upp í kjölfarið í fjölda bygginga.

Mikil eyðilegging blasti við í morgun. AP

Wesley Kimeto, lögreglustjórinn í Embakasi, segir að barn sé í hópi látinna og að líkur séu á að tala látinna komi til með að hækka.

Talsmaður Rauða krossins í Kenía segir að 271 hafi verið fluttur á sjúkrahús og að sjúkralið hafi hlúið að 27 til viðbótar á vettvangi sprengingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×