Ásgeir segir forsenduákvæði ekki hagga Seðlabankanum Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2024 11:45 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningamála sátu fyrir svörum nefndarfólks í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir Seðlabankann ekki skipta sér af því hvernig samið er um laun á vinnumarkaði enda ekki aðili að samningunum. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningamála sátu fyrir svörum fulltrúa í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á opnum fundi nefndarinnar í morgun. Ásgeir sagði íslenskt efnahagslíf hafa gengið í gegnum einn mesta samdrátt frá stríðslokum í kórónuveirufaraldrinum og síðan gríðarlega mikla uppsveiflu eftir það með 7,8 prósenta hagvexti árið 2022. Seðlabankinn hefði lækkað vexti í samdrættinum en síðan verið fyrstur vestrænna seðlabanka til að hækka vexti. Peningastefnan væri að virka þar sem verðbólga væri á niðurleið og umsvifin í samfélaginu hefðu minnkað. Enn væri hins vegar mikil óvissa vegna kjaraviðræðna sem stæðu yfir og eldsumbrotanna á Reykjanesi. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði um möguleg áhrif forsenduákvæða kjarasamninga á sjálfstæði Seðlabankans.Vísir/Vilhelm Kjaraviðræður breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins strönduðu á föstudag eftir að SA hafnaði forsendukröfum breiðfylkingarinnar sem tóku bæði mið af þróun megivaxta Seðlabankans og verðbólgu. Forysta SA segir þessi skilyrði óaðgengileg þar sem þau takmörkuðu sjálfstæði Seðlabankans. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni tók undir með seðlabankastjóra að mikil óvissa ríkti í efnahagsmálum. „Ef forsenduákvæði yrði sett í kjarasamninga um að stýrivextir færu ekki upp fyrir ákveðið hlutfall, myndi það vega að sjálfstæði bankans? Léti peningastefnunefnd slíkt hafa áhrif á sig við ákvörðun um stýrivexti,“ spurði Oddný. Ásgeir sagði mjög vel skiljanlegt að sett væru forsenduákvæði í kjarasamninga til langs tíma því margt gæti breyst. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir eðlilegt að forsenduákvæði verði sett í kjarasamninga til langs tíma. Þau muni hins vegar ekki hafa áhrif á ákvarðanir Seðlabankans.Vísir/Vilhelm „En það væri í sjálfu sér heppilegra að það væru þá breytur sem væru raunveruleg afleiðing af kjarasamningunum. Eins og kaupmáttur og verðbólga eða eitthvað álíka. Eða hagvöxtur eins og var í síðasta samningi. Það væri heppilegt. Það er kannski svolítið sérstakt þegar tveir aðilar semja að setja inn gerðir þriðja aðilans sem ekki er aðili samningunum inn í samningana. Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningamála ítrekuðu aftur á móti bæði að aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem er án aðkomu Seðlabankans. Bankinn væri sjálfstæður og léti kjarasamninga ekki hafa áhrif á sig við ákvörðun vaxta. Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Alþingi Verðlag Efnahagsmál Eldgos og jarðhræringar Kjaramál Tengdar fréttir Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára 12. febrúar 2024 19:30 Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20 Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Seðlabankinn hækkar raunvexti Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um það í morgun að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga er að minnka. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir hans gegn verðbólgu hafi skilað árangri. 7. febrúar 2024 19:21 Vilhjálmur segir verðlækkun IKEA gott innlegg í kjaraviðræður Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins settust aftur að samningaborði hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan níu í morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir verðlækkun IKEA gott innlegg í viðræðurnar. 1. febrúar 2024 10:32 Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningamála sátu fyrir svörum fulltrúa í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á opnum fundi nefndarinnar í morgun. Ásgeir sagði íslenskt efnahagslíf hafa gengið í gegnum einn mesta samdrátt frá stríðslokum í kórónuveirufaraldrinum og síðan gríðarlega mikla uppsveiflu eftir það með 7,8 prósenta hagvexti árið 2022. Seðlabankinn hefði lækkað vexti í samdrættinum en síðan verið fyrstur vestrænna seðlabanka til að hækka vexti. Peningastefnan væri að virka þar sem verðbólga væri á niðurleið og umsvifin í samfélaginu hefðu minnkað. Enn væri hins vegar mikil óvissa vegna kjaraviðræðna sem stæðu yfir og eldsumbrotanna á Reykjanesi. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurði um möguleg áhrif forsenduákvæða kjarasamninga á sjálfstæði Seðlabankans.Vísir/Vilhelm Kjaraviðræður breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins strönduðu á föstudag eftir að SA hafnaði forsendukröfum breiðfylkingarinnar sem tóku bæði mið af þróun megivaxta Seðlabankans og verðbólgu. Forysta SA segir þessi skilyrði óaðgengileg þar sem þau takmörkuðu sjálfstæði Seðlabankans. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni tók undir með seðlabankastjóra að mikil óvissa ríkti í efnahagsmálum. „Ef forsenduákvæði yrði sett í kjarasamninga um að stýrivextir færu ekki upp fyrir ákveðið hlutfall, myndi það vega að sjálfstæði bankans? Léti peningastefnunefnd slíkt hafa áhrif á sig við ákvörðun um stýrivexti,“ spurði Oddný. Ásgeir sagði mjög vel skiljanlegt að sett væru forsenduákvæði í kjarasamninga til langs tíma því margt gæti breyst. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir eðlilegt að forsenduákvæði verði sett í kjarasamninga til langs tíma. Þau muni hins vegar ekki hafa áhrif á ákvarðanir Seðlabankans.Vísir/Vilhelm „En það væri í sjálfu sér heppilegra að það væru þá breytur sem væru raunveruleg afleiðing af kjarasamningunum. Eins og kaupmáttur og verðbólga eða eitthvað álíka. Eða hagvöxtur eins og var í síðasta samningi. Það væri heppilegt. Það er kannski svolítið sérstakt þegar tveir aðilar semja að setja inn gerðir þriðja aðilans sem ekki er aðili samningunum inn í samningana. Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningamála ítrekuðu aftur á móti bæði að aðilar vinnumarkaðarins gætu samið um hvað sem er án aðkomu Seðlabankans. Bankinn væri sjálfstæður og léti kjarasamninga ekki hafa áhrif á sig við ákvörðun vaxta.
Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Alþingi Verðlag Efnahagsmál Eldgos og jarðhræringar Kjaramál Tengdar fréttir Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára 12. febrúar 2024 19:30 Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20 Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21 Seðlabankinn hækkar raunvexti Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um það í morgun að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga er að minnka. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir hans gegn verðbólgu hafi skilað árangri. 7. febrúar 2024 19:21 Vilhjálmur segir verðlækkun IKEA gott innlegg í kjaraviðræður Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins settust aftur að samningaborði hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan níu í morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir verðlækkun IKEA gott innlegg í viðræðurnar. 1. febrúar 2024 10:32 Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára 12. febrúar 2024 19:30
Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11. febrúar 2024 13:20
Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast. 8. febrúar 2024 19:21
Seðlabankinn hækkar raunvexti Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um það í morgun að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga er að minnka. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir hans gegn verðbólgu hafi skilað árangri. 7. febrúar 2024 19:21
Vilhjálmur segir verðlækkun IKEA gott innlegg í kjaraviðræður Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins settust aftur að samningaborði hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan níu í morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir verðlækkun IKEA gott innlegg í viðræðurnar. 1. febrúar 2024 10:32
Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01