Setja á herskyldu til að snúa vörn í sókn Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2024 15:51 Fregnir hafa borist af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn í Mjanmar. AP/Aung Shine Oo Herforingjastjórn Mjanmar stefnir að því að koma á herskyldu í landinu. Hernum hefur gengið illa gegn uppreisnarhópum sem hafa sótt fram víða um landið á undanförnum mánuðum. Uppreisnarhópar þessir hafa tekið höndum saman gegn herforingjastjórninni og unnið margra sigra. Þá hefur forsvarsmönnum hersins gengið illa að fá nýtt fólk í herinn. Herforingjastjórnin virðist ætla að reyna að breyta stöðunni með herskyldu. Ungir menn og konur verða skuldbundin til að ganga til liðs við herinn og uppgjafahermenn verða einnig kallaðir til herskyldu, samkvæmt frétt Reuters. Herforingjastjórnin tók völdin árið 2021. Þá héldu yfirmenn hersins því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Í kjölfarið voru nokkrir uppreisnarhópar myndaðir í Mjanmar. Margir þessara hópa hafa tekið höndum saman við betur búna og þjálfaða uppreisnarhópa í norðurhluta landsins sem hafa barist fyrir auknu sjálfræði í áratugi. #Myanmar : Karenni resistance forces have captured the town of Shadaw in #Kayah state.Shadaw is now the second township in the state to fully be liberated by the resistance.Source: https://t.co/LDDz11ZyBY pic.twitter.com/ePxtDAVrEu— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 13, 2024 Saman hafa þessir hópar unnið hvern sigur á fætur öðrum gegn hernum. Í lok janúar var talið að uppreisnarmenn hefðu tekið í það minnsta 35 bæi af hernum en flestir þeirra hafa verið teknir nærri landamærum Kína í norðausturhluta landsins. Leiðtogar herforingjastjórnarinnar endurvirkjuðu um síðustu helgi gömul lög um að menn á aldrinum átján til 35 ára og konur frá átján til 27 ára gamlar gætu verið kölluð í herinn í allt að tvö ár eða í allt að fimm ár sé neyðarástand í gildi, eins og núna. Þessi herskylda átti að hefjast aftur í apríl. Lögin voru samin árið 2010 en tóku aldrei gildi fyrr en núna. Stjórnarandstaða Mjanmar hélt því fram í nóvember að rúmlega fjórtán þúsund hermenn hefðu gefist upp í hendur uppreisnarmanna. Sjá einnig: Hermenn sagðir gefast upp í massavís AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herforingjastjórnarinnar að með þessari breytingu vilji stjórnendur landsins færa ábyrgðina á öryggi landsins í hendur almennings. Hún eigi að vera á allra ábyrgð en ekki bara á ábyrgð hermanna. Þá hafa að undanförnu borist fregnir af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn. Mjanmar Hernaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Uppreisnarhópar þessir hafa tekið höndum saman gegn herforingjastjórninni og unnið margra sigra. Þá hefur forsvarsmönnum hersins gengið illa að fá nýtt fólk í herinn. Herforingjastjórnin virðist ætla að reyna að breyta stöðunni með herskyldu. Ungir menn og konur verða skuldbundin til að ganga til liðs við herinn og uppgjafahermenn verða einnig kallaðir til herskyldu, samkvæmt frétt Reuters. Herforingjastjórnin tók völdin árið 2021. Þá héldu yfirmenn hersins því fram að umfangsmikið kosningasvindl hefði átt sér stað í kosningum sem haldnar voru í nóvember 2020. Flokkur Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, vann mikinn sigur í þessum kosningum en herforingjastjórnin hefur aldrei fært sannanir fyrir ásökunum um svindl. Umfangsmikil mótmæli fóru fram eftir valdaránið en þeim var mætt af mikilli hörku og voru fjölmargir mótmælendur skotnir til bana af hermönnum. Í kjölfarið voru nokkrir uppreisnarhópar myndaðir í Mjanmar. Margir þessara hópa hafa tekið höndum saman við betur búna og þjálfaða uppreisnarhópa í norðurhluta landsins sem hafa barist fyrir auknu sjálfræði í áratugi. #Myanmar : Karenni resistance forces have captured the town of Shadaw in #Kayah state.Shadaw is now the second township in the state to fully be liberated by the resistance.Source: https://t.co/LDDz11ZyBY pic.twitter.com/ePxtDAVrEu— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 13, 2024 Saman hafa þessir hópar unnið hvern sigur á fætur öðrum gegn hernum. Í lok janúar var talið að uppreisnarmenn hefðu tekið í það minnsta 35 bæi af hernum en flestir þeirra hafa verið teknir nærri landamærum Kína í norðausturhluta landsins. Leiðtogar herforingjastjórnarinnar endurvirkjuðu um síðustu helgi gömul lög um að menn á aldrinum átján til 35 ára og konur frá átján til 27 ára gamlar gætu verið kölluð í herinn í allt að tvö ár eða í allt að fimm ár sé neyðarástand í gildi, eins og núna. Þessi herskylda átti að hefjast aftur í apríl. Lögin voru samin árið 2010 en tóku aldrei gildi fyrr en núna. Stjórnarandstaða Mjanmar hélt því fram í nóvember að rúmlega fjórtán þúsund hermenn hefðu gefist upp í hendur uppreisnarmanna. Sjá einnig: Hermenn sagðir gefast upp í massavís AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herforingjastjórnarinnar að með þessari breytingu vilji stjórnendur landsins færa ábyrgðina á öryggi landsins í hendur almennings. Hún eigi að vera á allra ábyrgð en ekki bara á ábyrgð hermanna. Þá hafa að undanförnu borist fregnir af því að ungir menn hafi verið þvingaðir til að ganga til liðs við herinn.
Mjanmar Hernaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira