Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 12:11 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna. Vísir/Sigurjón Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. Þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gerði grein fyrir ákvörðun sinni um aukið aðgengi í gær tilgreindi hann nokkra fyrirvara vegna öryggismála. Innviðir voru sagðir í lamasessi og sprungur geti opnast án fyrirvara. Fólk færi inn bæinn á eigin ábyrgð en Grindavík væri, sem stæði, ekki staður fyrir börn. Undanfarnar fimm vikur hefur vinna við jarðkönnun farið fram en henni er ekki lokið, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. „Við erum búin að rannsaka 80% af götunum,“ segir Hjördís sem útskýrir jafnframt að af þessum 80 prósentum sé aðeins búið að túlka um helming þeirra gagna. „Það er ennþá hætta til staðar og við getum ekki sagt með vissu að fólk eigi mikið að vera inni í bænum nema af nauðsyn.“ Hjördís var beðin um að leiðbeina fólki sem hyggst fara inn í bæinn og segja hver væri öruggasta leiðin til þess. „Best er að fara beint að sínu húsi eða því fyrirtæki sem fólk er að fara í. Fara beint að húsinu en ekki ganga um Grindavík, vera ekki að fara um gangstéttirnar og alls ekki um opin svæði. Þetta snýst um að fara inn í húsin sín og svo til baka.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33 Áhyggjuraddir og spurningaflóð á hitafundi um Grindavík „Ég er búin að sakna þess að þið upplýsið mig sem íbúa og fyrirtækjaeiganda um stöðuna í sveitarfélaginu og ég óska eftir því að frá og með deginum í dag verði þar breyting á.“ 19. febrúar 2024 19:48 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gerði grein fyrir ákvörðun sinni um aukið aðgengi í gær tilgreindi hann nokkra fyrirvara vegna öryggismála. Innviðir voru sagðir í lamasessi og sprungur geti opnast án fyrirvara. Fólk færi inn bæinn á eigin ábyrgð en Grindavík væri, sem stæði, ekki staður fyrir börn. Undanfarnar fimm vikur hefur vinna við jarðkönnun farið fram en henni er ekki lokið, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. „Við erum búin að rannsaka 80% af götunum,“ segir Hjördís sem útskýrir jafnframt að af þessum 80 prósentum sé aðeins búið að túlka um helming þeirra gagna. „Það er ennþá hætta til staðar og við getum ekki sagt með vissu að fólk eigi mikið að vera inni í bænum nema af nauðsyn.“ Hjördís var beðin um að leiðbeina fólki sem hyggst fara inn í bæinn og segja hver væri öruggasta leiðin til þess. „Best er að fara beint að sínu húsi eða því fyrirtæki sem fólk er að fara í. Fara beint að húsinu en ekki ganga um Grindavík, vera ekki að fara um gangstéttirnar og alls ekki um opin svæði. Þetta snýst um að fara inn í húsin sín og svo til baka.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33 Áhyggjuraddir og spurningaflóð á hitafundi um Grindavík „Ég er búin að sakna þess að þið upplýsið mig sem íbúa og fyrirtækjaeiganda um stöðuna í sveitarfélaginu og ég óska eftir því að frá og með deginum í dag verði þar breyting á.“ 19. febrúar 2024 19:48 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33
Áhyggjuraddir og spurningaflóð á hitafundi um Grindavík „Ég er búin að sakna þess að þið upplýsið mig sem íbúa og fyrirtækjaeiganda um stöðuna í sveitarfélaginu og ég óska eftir því að frá og með deginum í dag verði þar breyting á.“ 19. febrúar 2024 19:48
Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27