Mikil uppbygging framundan í Fjarðabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. febrúar 2024 14:01 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands heimsótti meðal annars Fjarðabyggð 2023 og fékk að kynnast öllu því helsta, sem er að gerast í sveitarfélaginu. Aðsend Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð undirbúa sig nú undir mikla fjölgun íbúa í sveitarfélaginu en samkvæmt spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er gert ráð fyrir að íbúunum fjölgi um tæp 10 prósent næstu fimm árin, eða um 520 íbúa. Í dag eru íbúarnir um 5.400 talsins. Í nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að mikil íbúafjölgun verði í Fjarðabyggð á næstu árin og er staðan þannig í dag að þær íbúðir, sem eru í byggingu í sveitarfélaginu ná ekki að mæta mikilli fólksfjölgun næstu árin. Það þarf því að spýta í lófana og byggja og byggja fleiri íbúðir en Fjarðabyggð ætlar einmitt að skapa skilyrði svo mögulegt verði að byggja um 300 nýjar íbúðir á næstu fimm árum til að mæta spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð. „Það hefur verið mikil þróun hjá okkur og uppbygging ýmiskonar í ýmsum atvinnugreinum og allt kallar þetta á fólk og þá þarf húsnæðisuppbyggingin að fylgja með,” segir bæjarstjórinn. Jóna Árný segir að töluverð uppbygging hafi verið í sveitarfélaginu síðustu þrjú ár og það séu greinilega mjög spennandi tímar framundan hvað varðar frekari uppbyggingu en nú þegar sé verið að byggja nýjar íbúðir hér og þar í sveitarfélaginu. „En það þarf meira og við erum bara að nýta allar leiðir til þess að hvetja umhverfið áfram til þess að stuðla að frekari uppbyggingu íbúahúsæðis í Fjarðabyggð og þar held ég að sé bara góður grunnur til að gera það núna,”segir Jóna Árný. Sveitarfélagið á töluvert af lóðum og því sé ekkert að vanbúnaði til að byrja að byggja á þeim eins og á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og þá sé töluvert um nýbyggingar á Norðfirði. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð.Aðsend Og það hlýtur að vera gaman að vinna í þessu umhverfi þegar allt er að gerast og mikil spenna framundan? „Já, það er mjög gaman, það er alltaf gaman þegar það er verið að byggja upp og líka bara gaman að sjá væntingar og áhuga íbúa á frekari uppbyggingu,” segir bæjarstjórinn. Íbúar Fjarðabyggðar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið og þá miklu uppbyggingu, sem er þar framundan.Aðsend Og lokaorð bæjarstjórans, Jónu Árnýjar Þórðardóttir eru þessi. „Já, bara, verið velkomin austur, hér er gott samfélag og góðir staðir til að búa á.” Byggðakjarnarnir í sveitarfélaginu.Aðsend Heimasíða Fjarðabyggðar Fjarðabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Í nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að mikil íbúafjölgun verði í Fjarðabyggð á næstu árin og er staðan þannig í dag að þær íbúðir, sem eru í byggingu í sveitarfélaginu ná ekki að mæta mikilli fólksfjölgun næstu árin. Það þarf því að spýta í lófana og byggja og byggja fleiri íbúðir en Fjarðabyggð ætlar einmitt að skapa skilyrði svo mögulegt verði að byggja um 300 nýjar íbúðir á næstu fimm árum til að mæta spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð. „Það hefur verið mikil þróun hjá okkur og uppbygging ýmiskonar í ýmsum atvinnugreinum og allt kallar þetta á fólk og þá þarf húsnæðisuppbyggingin að fylgja með,” segir bæjarstjórinn. Jóna Árný segir að töluverð uppbygging hafi verið í sveitarfélaginu síðustu þrjú ár og það séu greinilega mjög spennandi tímar framundan hvað varðar frekari uppbyggingu en nú þegar sé verið að byggja nýjar íbúðir hér og þar í sveitarfélaginu. „En það þarf meira og við erum bara að nýta allar leiðir til þess að hvetja umhverfið áfram til þess að stuðla að frekari uppbyggingu íbúahúsæðis í Fjarðabyggð og þar held ég að sé bara góður grunnur til að gera það núna,”segir Jóna Árný. Sveitarfélagið á töluvert af lóðum og því sé ekkert að vanbúnaði til að byrja að byggja á þeim eins og á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og þá sé töluvert um nýbyggingar á Norðfirði. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð.Aðsend Og það hlýtur að vera gaman að vinna í þessu umhverfi þegar allt er að gerast og mikil spenna framundan? „Já, það er mjög gaman, það er alltaf gaman þegar það er verið að byggja upp og líka bara gaman að sjá væntingar og áhuga íbúa á frekari uppbyggingu,” segir bæjarstjórinn. Íbúar Fjarðabyggðar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið og þá miklu uppbyggingu, sem er þar framundan.Aðsend Og lokaorð bæjarstjórans, Jónu Árnýjar Þórðardóttir eru þessi. „Já, bara, verið velkomin austur, hér er gott samfélag og góðir staðir til að búa á.” Byggðakjarnarnir í sveitarfélaginu.Aðsend Heimasíða Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira