Leikurinn fór fram í Skessunni í Hafnarfirði og var það heimaliðið sem reyndist sterkari aðilinn. Jóhanna Melkorka Þórsdóttir kom Stjörnunni yfir eftir aðeins þrettán mínútna leik. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Hulda Hrund Arnarsdóttir gulltryggði sigurinn svo með marki á 59. mínútu og þar við sat, lokatölur 2-0.
Stjarnan er nú í 3. sæti riðils 2 í A-deild með fjögur stig að loknum þremur leikjum. FH er sæti ofar með sex stig eftir jafn marga leiki.