Ratcliffe vill byggja nýjan leikvang fyrir Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2024 11:21 Sir Jim Ratcliffe er orðinn einn af eigendum Manchester United og hann vill gjörbylta Old Trafford svæðinu. Getty/Peter Byrne Sir Jim Ratcliffe, nýjasti eignandi Manchester United, hefur sett það í forgang að gjörbylta heimavelli félagsins og það gæti þýtt að liðið yfirgefi Old Trafford í næstu framtíð. ESPN hefur heimildir fyrir því að Íslandsvinurinn Ratcliffe vilji ekki endurnýja Old Trafford heldur frekar byggja nýjan leikvang við hliðina. Manchester United hefur sett saman starfshóp um framtíð heimavallar Manchester United og einn af meðlimum hans er Gary Neville. Formaður starfshópsins er frjálsíþróttamógullinn Sebastian Coe. Sir Jim Ratcliffe wants to build a new stadium rather than redevelop Old Trafford in order to create a 'Wembley of the North'."We don t have a stadium on the scale of Wembley, the Nou Camp or the Bernabéu. We will not be able to change that on our own..." pic.twitter.com/ZFwzhJ3SfV— Ben Jacobs (@JacobsBen) March 8, 2024 Ratcliffe hefur verið í samskiptum við Andy Burnham, borgarstjóra Manchester en þeir hafa rætt þau framtíðarplön að blása nýju lífi í svæðið í kringum Old Trafford. Þar gætu risið hótel, veitingastaðahverfi og íbúðir. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum þá vill Ratcliffe berjast fyrir því að byggja nýjan níutíu þúsund manna leikvang sem verður einhvers konar Wembley norðursins. Þar gætu farið landsleikir og stórleikir sem Wembley hefur vanalega einokað á Englandi. „Við höfum ekki leikvang á við Wembley, Nývang eða Bernabeu. Við munum ekki getað breytt því einir. Norðvesturhluti Englands er með fleiri risastóra fótboltaklúbba heldur en nokkur annar staður í heimunum og við eigum ekki slíkan völl.,“ sagði Jim Ratcliffe þegar hann kynnti nýja starfshópinn. Manchester United hefur verið á Old Trafford síðan 1910 og Ratcliffe, stuðningsmaður félagsins alla ævi, vill alls ekki flytja í burtu af svæðinu. Að byggja nýjan leikvang gæti aftur á móti kostað allt að tveimur milljörðum punda, 352 milljörðum íslenskra króna og það kallar á utanaðkomandi fjármagn. Man Utd set up a task force with Neville, Coe & Burnham to try and build their version of Wembley or the Nou Camp. Sir Jim Ratcliffe calls it a once-in-a-century opportunity: https://t.co/Dwca0AErat— Richard Jolly (@RichJolly) March 8, 2024 Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
ESPN hefur heimildir fyrir því að Íslandsvinurinn Ratcliffe vilji ekki endurnýja Old Trafford heldur frekar byggja nýjan leikvang við hliðina. Manchester United hefur sett saman starfshóp um framtíð heimavallar Manchester United og einn af meðlimum hans er Gary Neville. Formaður starfshópsins er frjálsíþróttamógullinn Sebastian Coe. Sir Jim Ratcliffe wants to build a new stadium rather than redevelop Old Trafford in order to create a 'Wembley of the North'."We don t have a stadium on the scale of Wembley, the Nou Camp or the Bernabéu. We will not be able to change that on our own..." pic.twitter.com/ZFwzhJ3SfV— Ben Jacobs (@JacobsBen) March 8, 2024 Ratcliffe hefur verið í samskiptum við Andy Burnham, borgarstjóra Manchester en þeir hafa rætt þau framtíðarplön að blása nýju lífi í svæðið í kringum Old Trafford. Þar gætu risið hótel, veitingastaðahverfi og íbúðir. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum þá vill Ratcliffe berjast fyrir því að byggja nýjan níutíu þúsund manna leikvang sem verður einhvers konar Wembley norðursins. Þar gætu farið landsleikir og stórleikir sem Wembley hefur vanalega einokað á Englandi. „Við höfum ekki leikvang á við Wembley, Nývang eða Bernabeu. Við munum ekki getað breytt því einir. Norðvesturhluti Englands er með fleiri risastóra fótboltaklúbba heldur en nokkur annar staður í heimunum og við eigum ekki slíkan völl.,“ sagði Jim Ratcliffe þegar hann kynnti nýja starfshópinn. Manchester United hefur verið á Old Trafford síðan 1910 og Ratcliffe, stuðningsmaður félagsins alla ævi, vill alls ekki flytja í burtu af svæðinu. Að byggja nýjan leikvang gæti aftur á móti kostað allt að tveimur milljörðum punda, 352 milljörðum íslenskra króna og það kallar á utanaðkomandi fjármagn. Man Utd set up a task force with Neville, Coe & Burnham to try and build their version of Wembley or the Nou Camp. Sir Jim Ratcliffe calls it a once-in-a-century opportunity: https://t.co/Dwca0AErat— Richard Jolly (@RichJolly) March 8, 2024
Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira