Gerði ekki gott mót og dæmdur til að veita afslátt Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2024 13:52 Fá lið voru á mótinu og geta liðanna ekki mikil, aðstaða á keppnissvæði léleg, léleg dómgæsla og fjöldi valla ekki í samræmi við upplýsingabækling. vísir/vilhelm Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í máli þar sem kærandi kvartar undan glötuðu fótboltamóti. Sá fær afslátt sem nemur tuttugu prósentum af greiddri fjárhæð. Úrskurðurinn er rækilega nafnhreinsaður þannig að ekki liggur fyrir hvaða fótboltamót um ræðir en kona nokkur hafði greitt ferðaþjónustufyrirtæki þátttökugjald fyrir son sinn á fótboltamót sem fara átti fram dagana 24. til 29. júlí 2023. Hún greiddi samtals 174.500 krónur fyrir ferðina en innifalið átti að vera flug, gisting, fæði, mótsgjald og rútuferðir. Að sögn konunnar stóðst þetta fótboltamót engan veginn væntingar. Hún vísaði til þess að mótið hafi ekki verið í samræmi við það hvernig mótið hafi verið kynnt. Hún benti meðal annars bent á að: „... fá lið hafi verið á mótinu og geta liðanna ekki mikil, aðstaða á keppnissvæði hafi verið léleg, léleg dómgæsla og fjöldi valla ekki í samræmi við upplýsingabækling. Þá hefur sóknaraðili bent á að samgöngur á milli hótels og keppnissvæðis hafi ekki verið góðar og að ekki hafi verið hægt að nýta sér „skutlþjónustu“ sem boðið hafi verið upp á vegna ósamræmis í tímasetningum á ferðum og leikjadagskrá.“ Varnaraðili, sem fór fram á að málið væri fellt niður, ber að greiða konunni alls 34.900 krónur til baka en hún fór fram á 70 þúsund króna endurgreiðslu. Kærunefndin telur konuna hafa nokkuð til síns máls með að mótið hafi ekki verið í samræmi við væntingar. Afsláttur er metinn hæfilegur 20 prósent af þeim gjöldum sem innt höfðu verið af hendi. Neytendur Ferðalög Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Úrskurðurinn er rækilega nafnhreinsaður þannig að ekki liggur fyrir hvaða fótboltamót um ræðir en kona nokkur hafði greitt ferðaþjónustufyrirtæki þátttökugjald fyrir son sinn á fótboltamót sem fara átti fram dagana 24. til 29. júlí 2023. Hún greiddi samtals 174.500 krónur fyrir ferðina en innifalið átti að vera flug, gisting, fæði, mótsgjald og rútuferðir. Að sögn konunnar stóðst þetta fótboltamót engan veginn væntingar. Hún vísaði til þess að mótið hafi ekki verið í samræmi við það hvernig mótið hafi verið kynnt. Hún benti meðal annars bent á að: „... fá lið hafi verið á mótinu og geta liðanna ekki mikil, aðstaða á keppnissvæði hafi verið léleg, léleg dómgæsla og fjöldi valla ekki í samræmi við upplýsingabækling. Þá hefur sóknaraðili bent á að samgöngur á milli hótels og keppnissvæðis hafi ekki verið góðar og að ekki hafi verið hægt að nýta sér „skutlþjónustu“ sem boðið hafi verið upp á vegna ósamræmis í tímasetningum á ferðum og leikjadagskrá.“ Varnaraðili, sem fór fram á að málið væri fellt niður, ber að greiða konunni alls 34.900 krónur til baka en hún fór fram á 70 þúsund króna endurgreiðslu. Kærunefndin telur konuna hafa nokkuð til síns máls með að mótið hafi ekki verið í samræmi við væntingar. Afsláttur er metinn hæfilegur 20 prósent af þeim gjöldum sem innt höfðu verið af hendi.
Neytendur Ferðalög Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira