„Ég væri heima núna ef ég mætti það“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 22:23 Magnús Gunnarsson er búsettur í Grindavík og var heima hjá sér þegar gosið hófst. Íbúi í Grindavík sem var heima hjá sér þegar byrjaði að gjósa segir að engir jarðskjálftakippir hafi fundist áður en gosið hófst. Hann segir að hann væri heima hjá sér núna ef hann mætti. Magnús Gunnarsson frá Sæbóli í Grindavík var heima hjá sér þegar gosið við Grindavík hófst í kvöld. Hann kippti sér lítið upp við gosið og viðvörunarflauturnar sem fóru í gang þegar rýming hófst. „Þetta var bara eins og síðast. Það fóru bara að væla svona flautur. Núna fundum við ekkert þegar þetta kom upp. Við höfum oft fundið smá kippi en fundum enga kippi núna. Við litum bara út um gluggann og þá sáum við þetta og svo fóru flauturnar af stað,“ sagði Magnús þegar Vísir ræddi við hann í kvöld en þá var hann kominn út úr Grindavík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús er í Grindavík þegar byrjar að gjósa. „Nei nei, ég á heima í Grindavík. Ég hef líka verið þarna þegar hefur ekki mátt vera þarna. Þetta er ekki eins hættulegt og er verið að blása upp, það er engin hætta í Grindavík þó það byrji að gjósa,“ bætir Magnús við en í samtali við Hjördísi Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum fyrr í kvöld sagði hún að síðustu nætur hafi verið gist í 5-10 húsum í bænum en um 700 manns voru í Bláa Lóninu þegar gosið fór af stað. „Ég væri heima núna ef ég mætti það, það er ekki flókið. Við fórum frekar seint en það var töluverður straumur úr Bláa lóninu.“ „Það má hrósa sérsveitarmönnunum“ Magnús segir að það hafi verið erfitt að átta sig á umfangi gossins en honum fannst þó eins og það væri jafnvel stærra en það síðasta. „Þetta var svipað og þegar við máttum ekki vera hérna, það var í janúar. Þetta kom upp aðeins austar fannst mér heldur en þá. Mér sýnist að þetta sé töluvert gos. Það er pínu erfitt að átta sig á því en ég sá að það voru töluverðir strókar. Ég hef grun um að hraunið hafi runnið töluvert langt. Ég sé að það er töluverð mengun frá þessu.“ Sérsveitarmenn komu heim til Magnúsar þegar rýma átti bæinn en hann segist yfirleitt reyna að vera heima eins lengi og hann geti. „Það má hrósa sérsveitarmönnunum. Þeir komu þarna heim því við reynum að fara með síðustu bílum. Síðast þá fauk í mig og ég reiddist. Þá komu þau frá slökkviliðinu með stærstu gerð af slökkviliðsbíl með sírenurnar á. Við erum með hund og ég öskraði á þau að slökkva á sírenunni.“ „Núna komu þeir bara með blikkljós eins og menn og allir sultuslakir. Við sjómenn vitum að þegar við lendum í einhverju að þá er númer eitt, tvö og þrjú að það fari ekki í panikkástand.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Magnús Gunnarsson frá Sæbóli í Grindavík var heima hjá sér þegar gosið við Grindavík hófst í kvöld. Hann kippti sér lítið upp við gosið og viðvörunarflauturnar sem fóru í gang þegar rýming hófst. „Þetta var bara eins og síðast. Það fóru bara að væla svona flautur. Núna fundum við ekkert þegar þetta kom upp. Við höfum oft fundið smá kippi en fundum enga kippi núna. Við litum bara út um gluggann og þá sáum við þetta og svo fóru flauturnar af stað,“ sagði Magnús þegar Vísir ræddi við hann í kvöld en þá var hann kominn út úr Grindavík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús er í Grindavík þegar byrjar að gjósa. „Nei nei, ég á heima í Grindavík. Ég hef líka verið þarna þegar hefur ekki mátt vera þarna. Þetta er ekki eins hættulegt og er verið að blása upp, það er engin hætta í Grindavík þó það byrji að gjósa,“ bætir Magnús við en í samtali við Hjördísi Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum fyrr í kvöld sagði hún að síðustu nætur hafi verið gist í 5-10 húsum í bænum en um 700 manns voru í Bláa Lóninu þegar gosið fór af stað. „Ég væri heima núna ef ég mætti það, það er ekki flókið. Við fórum frekar seint en það var töluverður straumur úr Bláa lóninu.“ „Það má hrósa sérsveitarmönnunum“ Magnús segir að það hafi verið erfitt að átta sig á umfangi gossins en honum fannst þó eins og það væri jafnvel stærra en það síðasta. „Þetta var svipað og þegar við máttum ekki vera hérna, það var í janúar. Þetta kom upp aðeins austar fannst mér heldur en þá. Mér sýnist að þetta sé töluvert gos. Það er pínu erfitt að átta sig á því en ég sá að það voru töluverðir strókar. Ég hef grun um að hraunið hafi runnið töluvert langt. Ég sé að það er töluverð mengun frá þessu.“ Sérsveitarmenn komu heim til Magnúsar þegar rýma átti bæinn en hann segist yfirleitt reyna að vera heima eins lengi og hann geti. „Það má hrósa sérsveitarmönnunum. Þeir komu þarna heim því við reynum að fara með síðustu bílum. Síðast þá fauk í mig og ég reiddist. Þá komu þau frá slökkviliðinu með stærstu gerð af slökkviliðsbíl með sírenurnar á. Við erum með hund og ég öskraði á þau að slökkva á sírenunni.“ „Núna komu þeir bara með blikkljós eins og menn og allir sultuslakir. Við sjómenn vitum að þegar við lendum í einhverju að þá er númer eitt, tvö og þrjú að það fari ekki í panikkástand.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira