Heppin að vera með höfuðverk yfir tveimur auðlindum Lovísa Arnardóttir skrifar 31. mars 2024 11:58 Halla Hrund Logadóttir er orkumálastjóri. hún segir margar áskoranir framundan í orkumálum. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og mögulegur forsetaframbjóðandi segir að næstu árum verið meiri samkeppni um orku sem framleidd er á Íslandi. Mikilvægt sé að sköpuð sé heildarsýn í orkumálum. Ákvarðanataka um framtíðarnýtingu sé erfið því hún hafi áhrif á aðra auðlind, náttúruna. „Við erum auðvitað auðlindaríkt land og með mikilvægar auðlindir í náttúrunni sem eru sannarlega að vaxa í virði,“ segir Halla Hrund en hún fór yfir orkumálin í Sprengisandi í morgun. Samhliða aukni virði auðlinda sé minna sé til af þeim í heiminum. Á sama tíma séu Íslendingar í einstakri stöðu með sína grænu orku sem hefur hingað til verið nýtt til góðs og hagkerfið okkar grænna en hagkerfi flestra annarra landa. „Við höfum möguleika á að ná í mikilvæg markmið sem tengjast orkuskiptum og fjölbreyttum iðnaði sem tengist orkumálum þannig að við höldum samt sem áður ákveðnu jafnvægi,“ segir Halla Hrund. Hún segir skipta miklu máli að „nýta og njóta landsins“. Það sé mikilvægt að vanda nýtinguna þannig hún skapi sem mest verðmæti en á sama tíma að gæta þess að skila landinu af sér í góðu ásigkomulagi fyrir framtíðarkynslóðir. „Það skiptir máli að sú nýting sem við förum sé vönduð og nýtist vel í þau markmið sem stjórnvöld hafa sett sér hverju sinni og skapi verðmæti,“ segir Halla Hrund og að við séum á þeim stað í orkumálum í dag. Halla Hrund segir heildarmyndina lykilatriði þegar kemur að orkuskiptum fiskiskipaflotans. Vísir/Vilhelm Það sé verið að horfa á framtíðarnýtingu en einnig til aukinna verðmætasköpunar og staðan sé ekki ólík því sem var áður í sjávarútvegi þegar þar var byrjað að horfa til aukinnar verðmætasköpunar. Þannig liggi tækifærin ekki bara í aukinni nýtingu heldur að hún sé bestuð og við fáum sem mestan samfélagslegan bata til baka. Halla Hrund segir ótrúlega mörg tækifæri til staðar og nefndi sem dæmi matvælaframleiðslu, framleiðslu á grænu eldsneyti og samhliða þessu fæðist nýtt hugvit og ný störf verði til. Ráðleggingar í takt við stefnu Hvað varðar hennar ráðleggingar til stjórnvalda segir Halla Hrund að hennar ráðgjöf sé alltaf í takt við stefnu stjórnvalda. „Okkar ráðgjöf miðar að því að lýsa því hvernig sé hægt að ná í mark og hver staðan raunverulega er.“ Þetta birtist í orkuspám þar sem megi sjá á hvaða leið við erum miðað við þróun í dag og hver hún geti orðið. „Það er dæmi um leiðsögn sem við veitum og við veitum hana í formi greininga,“ segir Halla Hrund og að það sé mikilvægt að byggja slíka leiðsögn á gögnum á tölum. „Það er innlegg sem stjórnmálin skortir. Að hafa þann grunn til að byggja ákvarðanatöku á,“ segir Halla Hrund og að þegar horft sé til orkuskipta skipti máli að búta vegferðina niður. Gott sé að byrja að horfa til þess að klára rafbílavæðinguna. Þar sé tæknin þekkt og auðvelt að byggja upp innviði. Á sama tíma sé svo unnið að næstu skrefum. Spurð um framleiðslu á nýrri orku í takt við þessi markmið segir Halla Hrund að sú orka sem verður framleidd, samkvæmt áætlun, til 2030 eigi að duga fyrir til dæmis rafbílavæðingunni. Halla Hrund segir heildarmyndina lykilatriði þegar kemur að orkuskiptum fiskiskipaflotans. Vísir/Vilhelm Ef litið sé til dæmis til orkuskipta fiskiskipaflotans þá þurfi að horfa á endurhönnun á skipum þann og að þau geti nýtt grænt eldsneyti. Það þurfi því að horfa til framleiðslu á eldsneytinu, orkan og svo hönnun skipanna sjálfra. „Þegar það eru svona breytingar þá verður þetta nýja eldsneyti dýrara til að byrja með,“ segir Halla Hrund og að það sé mikilvægur punktur. Í fyrstu sé um að ræða nýja vöru og markaðurinn ekki þróaður. Þá þurfi að hugsa um það hvort sjávarútvegurinn eigi að kaupa dýrara eldsneyti og hvaða þýðingu það hefur fyrir samkeppnishæfni geirans. „Þetta er sú greiningarvinna sem þarf að kafa enn dýpra ofan í. Mörg ríki í kringum okkur eru að horfa á þætti eins og hvata og niðurgreiðslu á rafeldsneyti miðað við hvað kostar að framleiða olíu og hvað annað. Til að hjálpa þarna. Við köllum eftir meiri raunhæfni þegar það er verið að horfa á alla þessa keðju,“ segir Halla Hrund. Verkefnin verði að hluta niður Framleiðslan á orkunni sé eitt og það skipti máli en keðjan öll skipti líka máli. Sérstaklega ef framleiðslan á að nýtast í ákveðin markmið. Halla Hrund segir að í svona stórum verkefnum sé gott að hluta þau niður. Hún tekur dæmi um jarðhitavæðinguna á Íslandi. Fyrst hafi skólar og Landspítalinn verið hituð með jarðvarma, svo ákveðin sveitarfélög bæst við og svo koll af kolli. Það gerist ekki allt í einu. „Einn árangur og eitt dæmi leiddi til annars árangurs. Við þurfum að hugsa að þetta verður svipuð vegferð þarna og ná utan um umbreytingu þar sem að við getum örugglega komist vel í mark. Ef við hugsum um ímynd og framtíðarsýn Íslands. Við höfum þessa græna orkusögu og hvað á það að þýða að við séum númer tvö á eftir Norðmönnum í rafbílavæðingu? Við getum orðið númer eitt og ef við náum að vera númer eitt getum við haldið áfram með okkar sögu að við séum leiðandi þjóð,“ segir Halla Hrund og að stjórnmálin þurfi að huga að þessari ímynd. Möguleikar okkar í heiminum takmarkist af því að höfum einhver dæmi að segja frá og með því að klára rafbílavæðinguna hefðum við gott dæmi. Aukin samkeppni og harðari slagur í orkumálum Hún segir markmið stjórnvalda í orkuskiptum flókin og verkefnin krefjandi. Öll keðjan frá framleiðslu og til notkunar. Hún segir tímalínurnar áskorun og nefnir sem dæmi flug á milli landa. Þar muni Íslendingar fylgja alþjóðlegri þróun og hafa minni stjórn en öðrum málaflokkum. Halla Hrund segir að á næstu árum verði aukin samkeppni um þá orku sem er framleidd á Íslandi. Það muni losna samningar við stóra aðila og samhliða verði meiri eftirspurn. „Það er sjálfu sér jákvæðar fréttir því það þýðir að auðlindin okkar er að aukast í virði en það þýðir líka að það verður meiri slagur á milli geira og þar af leiðandi mun reyna meira á stjórnmál, ef það á að hafa einhverja sérstaka sýn á það í samhengi við byggðaþróun eða önnur markmið, hvaða hvatar eru útfærðir í lagaumgjörð,“ segir Halla Hrund. Halla Hrund segir að þrekvirki hafi verið unnið á Reykjanesi þegar vatnslögn fór í sundur vegna eldgoss. Vísir/Ívar Fannar Halla Hrund segir að við höfum síðustu ár lifað ótrúlega tíma í orkumálum. Það verið orkukrísa í Evrópu, verstu stöðu í lónum Landsvirkjunar frá stofnun og miklar áskoranir í tengslum við jarðhræringar og veður. „Það sýnir okkur að það skiptir máli núna að við séum að horfa vandlega á hvernig við ætlum að byggja upp til framtíðar en það skiptir líka að horfa aftur í tímann og sjá hvað gekk vel og hverjar voru áskoranirnar áður. Það er ekkert svo langt síðan við vorum að glíma við allt aðra stöðu í orkukerfinu,“ segir Halla Hrund og nefnir sem dæmi að álverið í Helguvík hafi verið slegið af og United Silicon. Þá hafi orkufyrirtækið haft áhyggjur af því í heimsfaraldir Covid að vegna minni eftirspurnar myndu þau ekki geta selt alla orkuna. Þannig sé markaðurinn kvikur og framtíðin enn meira spennandi. „Ofan á það sem við vitum bætast tækninýjungar og við vitum að hún vinnur yfirleitt með okkur í allskonar málum. Þó að verkefnin á sviði orkumála séu flókin og strembin þá eru þau full líka af tækifærum,“ segir Halla Hrund og nefndi sem dæmi vindmyllur, virkjun sjávarfalla í Færeyjum og margt annað. Heppin að vera með höfuðverk yfir tveimur auðlindum Hún segir verkefnið erfitt því á sama tíma séum við að nýta orku sem hefur áhrif á aðra auðlind, náttúruna. „Ef við værum ekki svona rík af íslenskri náttúru þá væri þetta ekki svona flókið. En hugsaðu þér hvað við erum heppin að fá að hafa þennan höfuðverk.“ Halla Hrund ræddi einnig niðurstöður nýrrar könnunar frá Samorku þar sem kom fram að almenningur telji stjórnmálamenn ekki leggja nægilega áherslu á orkumál og skrif hennar um nýtingu lands en nýlega grein hennar um það má lesa hér að ofan. Þar fjallar hún um nýtingu á grunnvatni og jarðefnum. Það sé mikill áhugi á auðlindum okkar sem sýni að við séum rík en það sé á sama tíma mikilvægt að móta leikreglur vel til framtíðar. Rammar um vatn og jarðefni eins og möl og sand hafi verið hannaðir þannig að það sé auðvelt fyrir bændur að byggja hlöður og vegi. Rammanir hafi ekki verið hugsaðir fyrir stór verkefni á iðnaðarskala. Það sama sé að segja um ramma um vatn sem ekki geri ráð fyrir stórum iðnaðarverkefnum og útflutningi. Í árslok 1919 ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur að láta reisa 1000 hestafla virkjun við Elliðaárnar. Í dag er þar líka skemmtilegt leiksvæði. Myndin er tekin 2022 og hefur svæðið aðeins breyst frá þeim tíma. Vísir/Arnar „Löggjöfin er kannski að ákveðnu leyti eftir á og það skiptir máli að útfæra hana þannig að við getum verið að fá inn fjárfestingu og að sjá metnaðarfull fyrirtæki blómstra Íslandi. En salan á auðlindunum er eitthvað sem skiptir máli að við náum betur utan um.“ Hún segir að auðlindir fylgi jörðum og þegar jarðir eru seldar þá séum við að selja auðlindirnar með. „Það kann að virðast léttvægt þegar við horfum á litlar jarðir hér og þar og við erum kannski að horfa á að þetta eru ákveðin púsl á einhverjum árum. En þegar við erum að horfa á auðlindanýtingu og eignarhald þurfum við alltaf að horfa lengra fram í tímann,“ segir Halla Hrund. Þessa hluti þurfa að skoða í tengslum við þjóðaröryggi. Á Norðurlöndum sem dæmi séu strengri skilyrði hvað varðar jarðarkaup. Það þurfi að skoða þetta betur upp á heildarmynd. Það sé hægt að fara aðrar leiðir eins og að veita nýtingarleyfi en ekki selja jarðirnar. Kortlagning nauðsynleg Þá segir Halla Hrund að betur þurfi að kortleggja vatnsauðlindir Íslendingar og horfa á það hver endastöðin sé. Árangur þess sé eitthvað sem framtíðarkynslóðir muni annað hvort álasa okkur eða þakka okkur fyrir. Annað sem Halla Hrund hefur skrifað um er aðgengi heimila að orku og að það verði að vera tryggt. Hún segir áríðandi að íbúar hafi forgang að til dæmis heitu vatni. Eftirspurnin sé mikil og áríðandi sé að lög veiti forgang. Það sama gildi um raforkukerfið og það sé mikilvægt að það sé sátt á Íslandi um það. Undir lok þáttarins ræddi Halla Hrund svo Reykjanesið og jarðhræringarnar. Mikilvægi innviða hafi komið skýrt í ljós en einnig mikilvægi þess að hafa aðgengi að heitu vatni á fleiri en einum stað. „Ef að það var vafi í einhvers huga þá held ég að við áttum okkur á því í svona krísum að okkar raunverulegu verðmæti, okkar gull, það er heita vatnið og sannarlega mikilvægt að hlúa að því á Reykjanesi. En líka að taka skref í að bæta ástand á fleiri stöðum,“ segir Halla Hrund og að hún gæti talað í því samhengi lengi um Vestmannaeyjar og Vestfirði. Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sprengisandur Landsvirkjun Jarða- og lóðamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Við erum auðvitað auðlindaríkt land og með mikilvægar auðlindir í náttúrunni sem eru sannarlega að vaxa í virði,“ segir Halla Hrund en hún fór yfir orkumálin í Sprengisandi í morgun. Samhliða aukni virði auðlinda sé minna sé til af þeim í heiminum. Á sama tíma séu Íslendingar í einstakri stöðu með sína grænu orku sem hefur hingað til verið nýtt til góðs og hagkerfið okkar grænna en hagkerfi flestra annarra landa. „Við höfum möguleika á að ná í mikilvæg markmið sem tengjast orkuskiptum og fjölbreyttum iðnaði sem tengist orkumálum þannig að við höldum samt sem áður ákveðnu jafnvægi,“ segir Halla Hrund. Hún segir skipta miklu máli að „nýta og njóta landsins“. Það sé mikilvægt að vanda nýtinguna þannig hún skapi sem mest verðmæti en á sama tíma að gæta þess að skila landinu af sér í góðu ásigkomulagi fyrir framtíðarkynslóðir. „Það skiptir máli að sú nýting sem við förum sé vönduð og nýtist vel í þau markmið sem stjórnvöld hafa sett sér hverju sinni og skapi verðmæti,“ segir Halla Hrund og að við séum á þeim stað í orkumálum í dag. Halla Hrund segir heildarmyndina lykilatriði þegar kemur að orkuskiptum fiskiskipaflotans. Vísir/Vilhelm Það sé verið að horfa á framtíðarnýtingu en einnig til aukinna verðmætasköpunar og staðan sé ekki ólík því sem var áður í sjávarútvegi þegar þar var byrjað að horfa til aukinnar verðmætasköpunar. Þannig liggi tækifærin ekki bara í aukinni nýtingu heldur að hún sé bestuð og við fáum sem mestan samfélagslegan bata til baka. Halla Hrund segir ótrúlega mörg tækifæri til staðar og nefndi sem dæmi matvælaframleiðslu, framleiðslu á grænu eldsneyti og samhliða þessu fæðist nýtt hugvit og ný störf verði til. Ráðleggingar í takt við stefnu Hvað varðar hennar ráðleggingar til stjórnvalda segir Halla Hrund að hennar ráðgjöf sé alltaf í takt við stefnu stjórnvalda. „Okkar ráðgjöf miðar að því að lýsa því hvernig sé hægt að ná í mark og hver staðan raunverulega er.“ Þetta birtist í orkuspám þar sem megi sjá á hvaða leið við erum miðað við þróun í dag og hver hún geti orðið. „Það er dæmi um leiðsögn sem við veitum og við veitum hana í formi greininga,“ segir Halla Hrund og að það sé mikilvægt að byggja slíka leiðsögn á gögnum á tölum. „Það er innlegg sem stjórnmálin skortir. Að hafa þann grunn til að byggja ákvarðanatöku á,“ segir Halla Hrund og að þegar horft sé til orkuskipta skipti máli að búta vegferðina niður. Gott sé að byrja að horfa til þess að klára rafbílavæðinguna. Þar sé tæknin þekkt og auðvelt að byggja upp innviði. Á sama tíma sé svo unnið að næstu skrefum. Spurð um framleiðslu á nýrri orku í takt við þessi markmið segir Halla Hrund að sú orka sem verður framleidd, samkvæmt áætlun, til 2030 eigi að duga fyrir til dæmis rafbílavæðingunni. Halla Hrund segir heildarmyndina lykilatriði þegar kemur að orkuskiptum fiskiskipaflotans. Vísir/Vilhelm Ef litið sé til dæmis til orkuskipta fiskiskipaflotans þá þurfi að horfa á endurhönnun á skipum þann og að þau geti nýtt grænt eldsneyti. Það þurfi því að horfa til framleiðslu á eldsneytinu, orkan og svo hönnun skipanna sjálfra. „Þegar það eru svona breytingar þá verður þetta nýja eldsneyti dýrara til að byrja með,“ segir Halla Hrund og að það sé mikilvægur punktur. Í fyrstu sé um að ræða nýja vöru og markaðurinn ekki þróaður. Þá þurfi að hugsa um það hvort sjávarútvegurinn eigi að kaupa dýrara eldsneyti og hvaða þýðingu það hefur fyrir samkeppnishæfni geirans. „Þetta er sú greiningarvinna sem þarf að kafa enn dýpra ofan í. Mörg ríki í kringum okkur eru að horfa á þætti eins og hvata og niðurgreiðslu á rafeldsneyti miðað við hvað kostar að framleiða olíu og hvað annað. Til að hjálpa þarna. Við köllum eftir meiri raunhæfni þegar það er verið að horfa á alla þessa keðju,“ segir Halla Hrund. Verkefnin verði að hluta niður Framleiðslan á orkunni sé eitt og það skipti máli en keðjan öll skipti líka máli. Sérstaklega ef framleiðslan á að nýtast í ákveðin markmið. Halla Hrund segir að í svona stórum verkefnum sé gott að hluta þau niður. Hún tekur dæmi um jarðhitavæðinguna á Íslandi. Fyrst hafi skólar og Landspítalinn verið hituð með jarðvarma, svo ákveðin sveitarfélög bæst við og svo koll af kolli. Það gerist ekki allt í einu. „Einn árangur og eitt dæmi leiddi til annars árangurs. Við þurfum að hugsa að þetta verður svipuð vegferð þarna og ná utan um umbreytingu þar sem að við getum örugglega komist vel í mark. Ef við hugsum um ímynd og framtíðarsýn Íslands. Við höfum þessa græna orkusögu og hvað á það að þýða að við séum númer tvö á eftir Norðmönnum í rafbílavæðingu? Við getum orðið númer eitt og ef við náum að vera númer eitt getum við haldið áfram með okkar sögu að við séum leiðandi þjóð,“ segir Halla Hrund og að stjórnmálin þurfi að huga að þessari ímynd. Möguleikar okkar í heiminum takmarkist af því að höfum einhver dæmi að segja frá og með því að klára rafbílavæðinguna hefðum við gott dæmi. Aukin samkeppni og harðari slagur í orkumálum Hún segir markmið stjórnvalda í orkuskiptum flókin og verkefnin krefjandi. Öll keðjan frá framleiðslu og til notkunar. Hún segir tímalínurnar áskorun og nefnir sem dæmi flug á milli landa. Þar muni Íslendingar fylgja alþjóðlegri þróun og hafa minni stjórn en öðrum málaflokkum. Halla Hrund segir að á næstu árum verði aukin samkeppni um þá orku sem er framleidd á Íslandi. Það muni losna samningar við stóra aðila og samhliða verði meiri eftirspurn. „Það er sjálfu sér jákvæðar fréttir því það þýðir að auðlindin okkar er að aukast í virði en það þýðir líka að það verður meiri slagur á milli geira og þar af leiðandi mun reyna meira á stjórnmál, ef það á að hafa einhverja sérstaka sýn á það í samhengi við byggðaþróun eða önnur markmið, hvaða hvatar eru útfærðir í lagaumgjörð,“ segir Halla Hrund. Halla Hrund segir að þrekvirki hafi verið unnið á Reykjanesi þegar vatnslögn fór í sundur vegna eldgoss. Vísir/Ívar Fannar Halla Hrund segir að við höfum síðustu ár lifað ótrúlega tíma í orkumálum. Það verið orkukrísa í Evrópu, verstu stöðu í lónum Landsvirkjunar frá stofnun og miklar áskoranir í tengslum við jarðhræringar og veður. „Það sýnir okkur að það skiptir máli núna að við séum að horfa vandlega á hvernig við ætlum að byggja upp til framtíðar en það skiptir líka að horfa aftur í tímann og sjá hvað gekk vel og hverjar voru áskoranirnar áður. Það er ekkert svo langt síðan við vorum að glíma við allt aðra stöðu í orkukerfinu,“ segir Halla Hrund og nefnir sem dæmi að álverið í Helguvík hafi verið slegið af og United Silicon. Þá hafi orkufyrirtækið haft áhyggjur af því í heimsfaraldir Covid að vegna minni eftirspurnar myndu þau ekki geta selt alla orkuna. Þannig sé markaðurinn kvikur og framtíðin enn meira spennandi. „Ofan á það sem við vitum bætast tækninýjungar og við vitum að hún vinnur yfirleitt með okkur í allskonar málum. Þó að verkefnin á sviði orkumála séu flókin og strembin þá eru þau full líka af tækifærum,“ segir Halla Hrund og nefndi sem dæmi vindmyllur, virkjun sjávarfalla í Færeyjum og margt annað. Heppin að vera með höfuðverk yfir tveimur auðlindum Hún segir verkefnið erfitt því á sama tíma séum við að nýta orku sem hefur áhrif á aðra auðlind, náttúruna. „Ef við værum ekki svona rík af íslenskri náttúru þá væri þetta ekki svona flókið. En hugsaðu þér hvað við erum heppin að fá að hafa þennan höfuðverk.“ Halla Hrund ræddi einnig niðurstöður nýrrar könnunar frá Samorku þar sem kom fram að almenningur telji stjórnmálamenn ekki leggja nægilega áherslu á orkumál og skrif hennar um nýtingu lands en nýlega grein hennar um það má lesa hér að ofan. Þar fjallar hún um nýtingu á grunnvatni og jarðefnum. Það sé mikill áhugi á auðlindum okkar sem sýni að við séum rík en það sé á sama tíma mikilvægt að móta leikreglur vel til framtíðar. Rammar um vatn og jarðefni eins og möl og sand hafi verið hannaðir þannig að það sé auðvelt fyrir bændur að byggja hlöður og vegi. Rammanir hafi ekki verið hugsaðir fyrir stór verkefni á iðnaðarskala. Það sama sé að segja um ramma um vatn sem ekki geri ráð fyrir stórum iðnaðarverkefnum og útflutningi. Í árslok 1919 ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur að láta reisa 1000 hestafla virkjun við Elliðaárnar. Í dag er þar líka skemmtilegt leiksvæði. Myndin er tekin 2022 og hefur svæðið aðeins breyst frá þeim tíma. Vísir/Arnar „Löggjöfin er kannski að ákveðnu leyti eftir á og það skiptir máli að útfæra hana þannig að við getum verið að fá inn fjárfestingu og að sjá metnaðarfull fyrirtæki blómstra Íslandi. En salan á auðlindunum er eitthvað sem skiptir máli að við náum betur utan um.“ Hún segir að auðlindir fylgi jörðum og þegar jarðir eru seldar þá séum við að selja auðlindirnar með. „Það kann að virðast léttvægt þegar við horfum á litlar jarðir hér og þar og við erum kannski að horfa á að þetta eru ákveðin púsl á einhverjum árum. En þegar við erum að horfa á auðlindanýtingu og eignarhald þurfum við alltaf að horfa lengra fram í tímann,“ segir Halla Hrund. Þessa hluti þurfa að skoða í tengslum við þjóðaröryggi. Á Norðurlöndum sem dæmi séu strengri skilyrði hvað varðar jarðarkaup. Það þurfi að skoða þetta betur upp á heildarmynd. Það sé hægt að fara aðrar leiðir eins og að veita nýtingarleyfi en ekki selja jarðirnar. Kortlagning nauðsynleg Þá segir Halla Hrund að betur þurfi að kortleggja vatnsauðlindir Íslendingar og horfa á það hver endastöðin sé. Árangur þess sé eitthvað sem framtíðarkynslóðir muni annað hvort álasa okkur eða þakka okkur fyrir. Annað sem Halla Hrund hefur skrifað um er aðgengi heimila að orku og að það verði að vera tryggt. Hún segir áríðandi að íbúar hafi forgang að til dæmis heitu vatni. Eftirspurnin sé mikil og áríðandi sé að lög veiti forgang. Það sama gildi um raforkukerfið og það sé mikilvægt að það sé sátt á Íslandi um það. Undir lok þáttarins ræddi Halla Hrund svo Reykjanesið og jarðhræringarnar. Mikilvægi innviða hafi komið skýrt í ljós en einnig mikilvægi þess að hafa aðgengi að heitu vatni á fleiri en einum stað. „Ef að það var vafi í einhvers huga þá held ég að við áttum okkur á því í svona krísum að okkar raunverulegu verðmæti, okkar gull, það er heita vatnið og sannarlega mikilvægt að hlúa að því á Reykjanesi. En líka að taka skref í að bæta ástand á fleiri stöðum,“ segir Halla Hrund og að hún gæti talað í því samhengi lengi um Vestmannaeyjar og Vestfirði.
Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sprengisandur Landsvirkjun Jarða- og lóðamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira