Einhverjar vangaveltur voru um þátttöku Arons í fyrsta leik deildarinnar en hann er klár í slaginn. Hann fór af velli í æfingaleik KR við Vestra á dögunum en hann hefur æft af fullum krafti síðustu daga.
Pálmi Rafn Pálmason, aðstoðarþjálfari KR, staðfestir þetta í samtali við Vísi.
Ólíklegt er að Lúkas Magni Magnason og Benoný Breki Andrésson spili í leik kvöldsins en þeir hafa þó æft með KR-liðinu í vikunni.
Kristján Flóki Finnbogason mun því að líkindum leiða línu KR-inga í Lautinni í kvöld.
Leikur KR og Fylkis hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Subway deildin. Aðalleikur kvöldsins er milli Vals og ÍA sem er á Stöð 2 Sport á sama tíma.