Við rýnum í forskot Katrínar Jakobsdóttur í kapphlaupinu um Bessastaði og skoðum hvaðan hún sækir fylgi sitt. Það er allt á floti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, við heyrum í Grindvíkingum mótmæla á Austurvelli og verðum í beinni frá mótmælum í Reykjanesbæ.
Við hittum mann með loftnet í höfðinu og verðum í beinni frá Akranesi þar sem íbúar snæða saman kvöldverð.
Íslensk landsliðskona veitir viðbrögð vegna dráttar í riðil á EM í handbolta og svo heyrum við í íslenskum knattspyrnumanni sem kann vel við sig í bláum búningi Lyngi og ætlar að vera þar í lengri tíma.
Vala Matt tekur svo púlsinn á Hönnunarmars með tónlistarkonunni Röggu Gísla og skipuleggjendum.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á Stöð 2, Bylgjunni og í spilaranum hér að neðan: