„Versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 10:01 Emma Hayes var langt því frá að vera sátt eftir leik Chelsea og Barcelona. getty/Kieran Cleeves Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, sparaði ekki stóru orðin eftir að liðið féll úr leik fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gær. Aitana Bonmatí kom Barcelona yfir á 25. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Á 59. mínútu fékk Kadeisha Buchanan, leikmaður Chelsea, sitt annað gula spjald og þar með rautt og við það þyngdist róður Englandsmeistaranna verulega. Börsungar fengu svo vítaspyrnu á 75. mínútu sem Fridolina Rolfo skoraði úr. Spánarmeistararnir unnu því leikinn, 0-2, og einvígið, 2-1 samanlagt. Hayes var afar ósátt við frammistöðu dómarans Iuliana Demetrescu í leiknum og þá sérstaklega með ákvörðun hennar að reka Buchanan af velli. „Mér fannst þetta ekki vera brot, hvað þá gult spjald,“ sagði Hayes. „Þetta var versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar.“ VAR er notað í Meistaradeildinni en einungis er hægt að nota það til að skoða rauð spjöld, ekki gul. Því var seinni áminningin á Buchanan ekki skoðuð. „Ég stóð þarna og horfði á fjórða dómarann og sagði að þetta hlyti að vera skoðað en hún sagði að það væri ekki hægt,“ sagði Hayes. „Það blóðugasta er að við töpuðum þessu ekki. Það er ekkert sem þú getur gert þegar það er svona skelfileg ákvörðun og þetta var nógu erfitt fyrir. Barcelona er frábært lið. En það er sárt fyrir leikmennina þegar þetta er tekið úr þeirra höndum.“ Hayes yfirgefur Chelsea eftir tímabilið til að taka við bandaríska landsliðinu. Hún hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem stjóri Chelsea, nema Meistaradeildina. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Aitana Bonmatí kom Barcelona yfir á 25. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Á 59. mínútu fékk Kadeisha Buchanan, leikmaður Chelsea, sitt annað gula spjald og þar með rautt og við það þyngdist róður Englandsmeistaranna verulega. Börsungar fengu svo vítaspyrnu á 75. mínútu sem Fridolina Rolfo skoraði úr. Spánarmeistararnir unnu því leikinn, 0-2, og einvígið, 2-1 samanlagt. Hayes var afar ósátt við frammistöðu dómarans Iuliana Demetrescu í leiknum og þá sérstaklega með ákvörðun hennar að reka Buchanan af velli. „Mér fannst þetta ekki vera brot, hvað þá gult spjald,“ sagði Hayes. „Þetta var versta ákvörðun í sögu Meistaradeildarinnar.“ VAR er notað í Meistaradeildinni en einungis er hægt að nota það til að skoða rauð spjöld, ekki gul. Því var seinni áminningin á Buchanan ekki skoðuð. „Ég stóð þarna og horfði á fjórða dómarann og sagði að þetta hlyti að vera skoðað en hún sagði að það væri ekki hægt,“ sagði Hayes. „Það blóðugasta er að við töpuðum þessu ekki. Það er ekkert sem þú getur gert þegar það er svona skelfileg ákvörðun og þetta var nógu erfitt fyrir. Barcelona er frábært lið. En það er sárt fyrir leikmennina þegar þetta er tekið úr þeirra höndum.“ Hayes yfirgefur Chelsea eftir tímabilið til að taka við bandaríska landsliðinu. Hún hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem stjóri Chelsea, nema Meistaradeildina.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira