Áttatíu og tveggja ára Bernie vill sex ár í viðbót Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 15:56 Bernie Sanders segir kosningarnar í nóvember vera einhverjar þær mikilvægustu á hans lífskeiði. AP/Mariam Zuhaib Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar að bjóða sig fram aftur í kosningunum í nóvember. Sanders, sem er 82 ára gamall, hefur þegar verið annar tveggja öldungadeildarþingmanna Vermont-ríkis í þrjú kjörtímabil, eða átján ár. Sanders fer fram sem óháður þingmaður en hann var í Demókrataflokknum í sextán ár og er í þingflokk Demókrataflokksins. Í tæplega níu mínútna ávarpi sem Sanders birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann að kosningarnar í nóvember væru meðal þeirra afdrifaríkustu á hans líftíð. Þær snerust um það hvort Bandaríkin myndi áfram vera lýðræði eða ekki. Hann velti einnig vöngum yfir því hvort einhvern tímann yrði hægt að brúa sífellt breikkandi gjá milli auðmanna og fátækra og hvort hægt væri að skapa yfirvöld sem hefðu velferð allra í huga í stað kerfis þar sem auðugir bakhjarlar stjórnmálamanna hefðu mikil ítök. Í ávarpinu nefndi hann einnig innrás Ísraela á Gasaströndina. Hann sagði Ísraela eiga rétt á því að verja sig eftir árásirnar 7. október en þeir hefðu ekki rétt á því að heyja stríð gegn allri palestínsku þjóðinni, sem þeir væru að gera. Hann sagði að hans skoðun væri sú að ekki ætti að verja bandarísku skattfé til hernaðar Ísraela. Let me thank the people of Vermont, from the bottom of my heart, for giving me the opportunity to serve them in the United States Senate. It has been the honor of my life.Today, I am announcing my intention to seek another term. Here is why: pic.twitter.com/cfO8MF4Cep— Bernie Sanders (@BernieSanders) May 6, 2024 Sanders hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann barðist fyrst um tilnefningu Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton árið 2016 og svo gegn Joe Biden árið 2020. Í bæði skiptin bar hann ekki sigur úr býtum. Sanders er næst elsti þingmaður öldungadeildarinnar, á eftir Repúblikananum Chuck Grassley, sem verður 91 ára á þessu ári. Við upphaf þessa kjörtímabils, í janúar í fyrra, var meðalaldurinn í öldungadeildinni 65,3 ár og hafði hann aukist úr 64,8 tveimur árum áður. Árið 2019 fékk Sanders hjartaáfall og þurfti hann að gera hlé á kosningabaráttu sinni vegna slagæðarstíflu. Bandaríkin Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Sanders fer fram sem óháður þingmaður en hann var í Demókrataflokknum í sextán ár og er í þingflokk Demókrataflokksins. Í tæplega níu mínútna ávarpi sem Sanders birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann að kosningarnar í nóvember væru meðal þeirra afdrifaríkustu á hans líftíð. Þær snerust um það hvort Bandaríkin myndi áfram vera lýðræði eða ekki. Hann velti einnig vöngum yfir því hvort einhvern tímann yrði hægt að brúa sífellt breikkandi gjá milli auðmanna og fátækra og hvort hægt væri að skapa yfirvöld sem hefðu velferð allra í huga í stað kerfis þar sem auðugir bakhjarlar stjórnmálamanna hefðu mikil ítök. Í ávarpinu nefndi hann einnig innrás Ísraela á Gasaströndina. Hann sagði Ísraela eiga rétt á því að verja sig eftir árásirnar 7. október en þeir hefðu ekki rétt á því að heyja stríð gegn allri palestínsku þjóðinni, sem þeir væru að gera. Hann sagði að hans skoðun væri sú að ekki ætti að verja bandarísku skattfé til hernaðar Ísraela. Let me thank the people of Vermont, from the bottom of my heart, for giving me the opportunity to serve them in the United States Senate. It has been the honor of my life.Today, I am announcing my intention to seek another term. Here is why: pic.twitter.com/cfO8MF4Cep— Bernie Sanders (@BernieSanders) May 6, 2024 Sanders hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann barðist fyrst um tilnefningu Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton árið 2016 og svo gegn Joe Biden árið 2020. Í bæði skiptin bar hann ekki sigur úr býtum. Sanders er næst elsti þingmaður öldungadeildarinnar, á eftir Repúblikananum Chuck Grassley, sem verður 91 ára á þessu ári. Við upphaf þessa kjörtímabils, í janúar í fyrra, var meðalaldurinn í öldungadeildinni 65,3 ár og hafði hann aukist úr 64,8 tveimur árum áður. Árið 2019 fékk Sanders hjartaáfall og þurfti hann að gera hlé á kosningabaráttu sinni vegna slagæðarstíflu.
Bandaríkin Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira