Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 10:09 Franziska Giffey, fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins í Berlín, varð nýjasta fórnarlamb árása á stjórnmálamenn í gær. AP/Markus Schreiber Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. Karlmaður sló Franzisku Giffey, fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins í borgar- og sambandslandsstjórn Berlínar, aftan á höfuðið með poka sem í var þungur hlutur á bókasafni í borginni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Giffey særðist lítillega og hlaut aðhlynningu vegna höfuðverks á sjúkrahúsi. Sama dag varð félagi í Græningjum, samstarfsflokki jafnaðarmanna í ríkisstjórn, fyrir aðkasti þegar hann hengdi upp kosningaauglýsingar í Dresden. Tveir menn hrintu honum, hræktu á hann og rifu niður kosningaspjöld. Vitni heyrðu mennina hylla nasistaforingjann Adolf Hitler áður en þeir létu til skarar skríða. DW exclusive: This is the moment a Green politician was physically harassed and spat at in the eastern German city of Dresden. Yvonne Mosler was hanging posters on Tuesday when the incident happened. pic.twitter.com/pYSajYyCWP— DW Politics (@dw_politics) May 8, 2024 Alvarlegasta árásin var þó á Matthias Ecke, Evrópuþingmann jafnaðarmanna, í Dresden á föstudag. Hann var barinn svo illa þegar hann var að hengja upp kosningaspjöld að hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð vegna sára sinna. Tengja árásir við uppgang hægriöfga Árásum á þýska stjórnmálamenn hefur snarfjölgað á skömmum tíma. Samkvæmt opinberum tölum eru þær nú tvöfalt fleiri en árið 2019 þegar Evrópuþingskosningar fóru fram. Árásum á kjörna fulltrúa fjölgaði um ríflega helming á milli 2022 og 2023. Innanríkisráðherrar Þýskalands og sambandslandanna sextán héldu neyðarfund vegna árásanna í gær. Þeir kölluðu eftir aukinni lögregluvernd og harðari lögum til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á stjórnmálamenn og starfsmenn framboða, að sögn Deutsche Welle. Ýmsir stjórnmálamenn hafa kennt uppgangi hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um vaxandi pólitískt ofbeldi. Stuðningur við flokkinn hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum og hann sér mögulega fram á sigur í þremur sambandslöndum í kosningunum nú. Lögreglan í Saxlandi sem rannsakar árásina á Ecke segir að minnsta kosti eitt ungmennanna fjögurra sem réðust á hann tilheyri öfgahægrihreyfingunni. Sami hópur hafi ráðist á og sært sjálfboðaliða Græningja. „Þessar endurteknu árási eru til marks um þróun í samfélaginu þar sem fólk reynir ekki að ná pólitískum markmiðum sínum með orðum heldur með ofbeldi, hatri og áreitni,“ sagði Michael Stübgen, innanríkisráðherra Brandenborgar, sem stýrði ráðherrafundinum í gær. Alice Weidel, næstráðandi AfD, fordæmdi það sem hún kallaði tilraunir til þess að nota árásina á Ecke í pólitískum tilgangi og benti á að kjörnir fulltrúar og félagar í flokknum yrðu einnig fyrir tíðum árásum. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Karlmaður sló Franzisku Giffey, fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins í borgar- og sambandslandsstjórn Berlínar, aftan á höfuðið með poka sem í var þungur hlutur á bókasafni í borginni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Giffey særðist lítillega og hlaut aðhlynningu vegna höfuðverks á sjúkrahúsi. Sama dag varð félagi í Græningjum, samstarfsflokki jafnaðarmanna í ríkisstjórn, fyrir aðkasti þegar hann hengdi upp kosningaauglýsingar í Dresden. Tveir menn hrintu honum, hræktu á hann og rifu niður kosningaspjöld. Vitni heyrðu mennina hylla nasistaforingjann Adolf Hitler áður en þeir létu til skarar skríða. DW exclusive: This is the moment a Green politician was physically harassed and spat at in the eastern German city of Dresden. Yvonne Mosler was hanging posters on Tuesday when the incident happened. pic.twitter.com/pYSajYyCWP— DW Politics (@dw_politics) May 8, 2024 Alvarlegasta árásin var þó á Matthias Ecke, Evrópuþingmann jafnaðarmanna, í Dresden á föstudag. Hann var barinn svo illa þegar hann var að hengja upp kosningaspjöld að hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð vegna sára sinna. Tengja árásir við uppgang hægriöfga Árásum á þýska stjórnmálamenn hefur snarfjölgað á skömmum tíma. Samkvæmt opinberum tölum eru þær nú tvöfalt fleiri en árið 2019 þegar Evrópuþingskosningar fóru fram. Árásum á kjörna fulltrúa fjölgaði um ríflega helming á milli 2022 og 2023. Innanríkisráðherrar Þýskalands og sambandslandanna sextán héldu neyðarfund vegna árásanna í gær. Þeir kölluðu eftir aukinni lögregluvernd og harðari lögum til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á stjórnmálamenn og starfsmenn framboða, að sögn Deutsche Welle. Ýmsir stjórnmálamenn hafa kennt uppgangi hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um vaxandi pólitískt ofbeldi. Stuðningur við flokkinn hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum og hann sér mögulega fram á sigur í þremur sambandslöndum í kosningunum nú. Lögreglan í Saxlandi sem rannsakar árásina á Ecke segir að minnsta kosti eitt ungmennanna fjögurra sem réðust á hann tilheyri öfgahægrihreyfingunni. Sami hópur hafi ráðist á og sært sjálfboðaliða Græningja. „Þessar endurteknu árási eru til marks um þróun í samfélaginu þar sem fólk reynir ekki að ná pólitískum markmiðum sínum með orðum heldur með ofbeldi, hatri og áreitni,“ sagði Michael Stübgen, innanríkisráðherra Brandenborgar, sem stýrði ráðherrafundinum í gær. Alice Weidel, næstráðandi AfD, fordæmdi það sem hún kallaði tilraunir til þess að nota árásina á Ecke í pólitískum tilgangi og benti á að kjörnir fulltrúar og félagar í flokknum yrðu einnig fyrir tíðum árásum.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46