Skýrustu merkin um lofthjúp um bergreikistjörnu til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 15:54 Teikning af því hvernig 55 Cancri e og móðurstjarna hennar gætu litið út. Yfirborð plánetunnar er líklega ólgandi kvikuhaf. NASA, ESA, CSA, R. Crawford (STScI) Fjarreikistjarna sem James Webb-geimsjónaukinn hefur fylgst með gæti verið fyrsta bergreikistjarnan utan sólkerfisins okkar með lofthjúp sem menn finna. Engar líkur eru á að reikistjarnan gæti hýst líf, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem við þekkjum það. Bergreikistjarnan 55 Cancri e er í 41 ljósárs fjarlægð frá jörðinni. Hún er einn fimm þekktra reikistjarna á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar í stjörnumerkinu krabbanum. Þvermál reikistjörnunnar er tvöfalt meira en jarðarinnar og massinn um áttfalt meiri. Hún skilgreind sem svonefnt ofurjörð: stærri en jörðin en minni en ísrisinn Neptúnus. Nú telur hópur vísindamanna í Bandaríkjunum að þeir hafi greint merki um lofthjúp í kringum 55 Cancri e í gögnum James Webb-geimsjónaukans. Þeir greindu hitageislun reikistjörnunnar og komust að því að daghlið hennar væri nokkuð svalari en hún ætti að vera ef það væri enginn lofthjúpur. Reikistjarnan er með svokallaðan bundin möndulsnúning sem þýðir að hún snýr alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni líkt og tunglið gagnvart jörðinni. Hún gengur afar þétt um móðurstjörnuna, aðeins einn tuttugasta og fimmta af fjarlægðinni á milli Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, og sólarinnar. Stjörnufræðingarnir reiknuðu út að hitinn við yfirborð reikistjörnunnar ætti að vera um 2.200°C ef enginn væri lofthjúpurinn. Sú staðreynd að þeir mældu hita í kringum 1.540°C er vísbending um að lofthjúpur dreifi hitanum á milli dag- og næturhliðarinnar. Gögnin benda til þess að lofthjúpurinn gæti verið myndaður úr kolmónoxíði eða koltvísýringi. Fljótandi hraun á yfirborðinu Aðstæður á 55 Cancri e eru helvíti líkastar. Fyrir utan lofthitann sem gæti brætt stál er yfirborðið að öllum líkindum ekki fast berg heldur fljótandi og ólgandi hraun. Talið er að yfirborð jarðarinnar hafi verið bráðið fyrst eftir myndun hennar fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Þó að svo gott sem engar líkur séu á að reikistjarnan sé lífvænleg getur uppgötvun á lofthjúpi í kringum hana hjálpað vísindamönnum að skilja betur samband lofthjúps, yfirborðs og innra byrðis bergreikistjarna og þannig veitt þeim innsýn í forsögu jarðarinnar, Venusar og Mars. „Á endanum viljum við skilja hvaða aðstæður gerðu bergreikistjörnum kleift að halda í gasríkt andrúmsloft sem er lykilhráefni lífvænlegra reikistjarna,“ segir Renyu Hu, aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Líklegast er að lofthjúpur 55 Cancri e sé gas úr innyflum reikistjörnunnar enda hefði hitinn og geislunin frá móðurstjörnunni fyrir löngu feykt burt lofthjúpi frá myndun hennar. Þá er líklegt að lofthjúpurinn sé einnig myndaður úr gastegundum eins og köfnunarefni, vatnsgufu, brennisteinsdíoxíði og uppgufuðu bergi. Jafnvel gætu þar verið skammlíf ský mynduð úr smáum hraundropum sem þéttast í lofthjúpnum, að því er segir í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA). Framhaldsrannsóknir á reikistjörnunni eiga að veita stjörnufræðingunum skýrari mynd af hitamuninum á milli dag- og næturhliðarinnar og þar með veðurfari og loftslagi hennar. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. 13. september 2023 09:35 Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. 20. júní 2023 10:09 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Bergreikistjarnan 55 Cancri e er í 41 ljósárs fjarlægð frá jörðinni. Hún er einn fimm þekktra reikistjarna á braut um stjörnu sem líkist sólinni okkar í stjörnumerkinu krabbanum. Þvermál reikistjörnunnar er tvöfalt meira en jarðarinnar og massinn um áttfalt meiri. Hún skilgreind sem svonefnt ofurjörð: stærri en jörðin en minni en ísrisinn Neptúnus. Nú telur hópur vísindamanna í Bandaríkjunum að þeir hafi greint merki um lofthjúp í kringum 55 Cancri e í gögnum James Webb-geimsjónaukans. Þeir greindu hitageislun reikistjörnunnar og komust að því að daghlið hennar væri nokkuð svalari en hún ætti að vera ef það væri enginn lofthjúpur. Reikistjarnan er með svokallaðan bundin möndulsnúning sem þýðir að hún snýr alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnu sinni líkt og tunglið gagnvart jörðinni. Hún gengur afar þétt um móðurstjörnuna, aðeins einn tuttugasta og fimmta af fjarlægðinni á milli Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, og sólarinnar. Stjörnufræðingarnir reiknuðu út að hitinn við yfirborð reikistjörnunnar ætti að vera um 2.200°C ef enginn væri lofthjúpurinn. Sú staðreynd að þeir mældu hita í kringum 1.540°C er vísbending um að lofthjúpur dreifi hitanum á milli dag- og næturhliðarinnar. Gögnin benda til þess að lofthjúpurinn gæti verið myndaður úr kolmónoxíði eða koltvísýringi. Fljótandi hraun á yfirborðinu Aðstæður á 55 Cancri e eru helvíti líkastar. Fyrir utan lofthitann sem gæti brætt stál er yfirborðið að öllum líkindum ekki fast berg heldur fljótandi og ólgandi hraun. Talið er að yfirborð jarðarinnar hafi verið bráðið fyrst eftir myndun hennar fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Þó að svo gott sem engar líkur séu á að reikistjarnan sé lífvænleg getur uppgötvun á lofthjúpi í kringum hana hjálpað vísindamönnum að skilja betur samband lofthjúps, yfirborðs og innra byrðis bergreikistjarna og þannig veitt þeim innsýn í forsögu jarðarinnar, Venusar og Mars. „Á endanum viljum við skilja hvaða aðstæður gerðu bergreikistjörnum kleift að halda í gasríkt andrúmsloft sem er lykilhráefni lífvænlegra reikistjarna,“ segir Renyu Hu, aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Líklegast er að lofthjúpur 55 Cancri e sé gas úr innyflum reikistjörnunnar enda hefði hitinn og geislunin frá móðurstjörnunni fyrir löngu feykt burt lofthjúpi frá myndun hennar. Þá er líklegt að lofthjúpurinn sé einnig myndaður úr gastegundum eins og köfnunarefni, vatnsgufu, brennisteinsdíoxíði og uppgufuðu bergi. Jafnvel gætu þar verið skammlíf ský mynduð úr smáum hraundropum sem þéttast í lofthjúpnum, að því er segir í tilkynningu á vef Evrópsku geimstofnunarinnar (ESA). Framhaldsrannsóknir á reikistjörnunni eiga að veita stjörnufræðingunum skýrari mynd af hitamuninum á milli dag- og næturhliðarinnar og þar með veðurfari og loftslagi hennar.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. 13. september 2023 09:35 Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. 20. júní 2023 10:09 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. 13. september 2023 09:35
Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. 20. júní 2023 10:09
Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53