Ein blóðugasta kosningabarátta í manna minnum Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2024 14:15 Þó að ofbeldisverkum sé fyrst og fremst beint að frambjóðendum á sveitarstjórnar- og ríkisstiginu í Mexíkó mátti Claudia Sheinbaum, forsetaframbjóðandi Morena-flokksins, þola að vera stöðvuð af grímuklæddum mönnum í Chiapas á dögunum. AP/Fernando Llano Á þriðja tug frambjóðenda til kosninga í Mexíkó í næsta mánuði hafa verið myrtir í einni blóðugustu kosningabaráttu í manna minnum. Hundruð annarra hafa helst úr lestinni vegna ofríkis ofbeldisfulltra glæpagengja sem halda samfélögum í heljargreipum. Kosið verður til forseta, þings, ríkisþinga og fjölda sveitarstjórna í Mexíkó 2. júní. Glæpagengi hafa sérstakan áhuga á að tryggja vilhalla embættismenn á sveitarstjórnarstiginu, þar á meðal bæjarstjóra, lögreglustjóra og þá sem halda utan um opinberar framkvæmdir. Gengin maka ekki aðeins krókinn á fíkniefnum og mansali heldur einnig opinberum samningum sem fyrirtæki sem þau stýra ná við yfirvöld. Frambjóðendur til ríkisstjóra einstakra ríkja og þings eru þó einnig í hættu, að sögn Washington Post. Glæpagengin séu sums staðar svo valdamikil að þau geti stýrt því hver kemst inn í bæi. Frambjóðendur allra helstu flokka landsins hafa verið drepnir í aðdraganda kosninganna í ár. Þrír frambjóðendur til borgarstjóra í Maravatío, 80.000 manna bæjar í Michoacán-ríki, hafa verið ráðnir af dögum. Tveir þeirra komu úr flokki Andrés Manuel López Obrador, forseta, og einn úr stjórnarandstöðuflokknum PAN. Forsetaframbjóðandi stöðvaður af grímuklæddum mönnum Obrador hefur reynt að gera lítið úr ofbeldinu og sakað fjölmiðla um að gera úlfalda úr mýflugu. Claudia Sheinbaum, forsetaefni flokks hans, var engu að síður stöðvuð af grímuklæddum mönnum í Chiapas-ríki þar sem Sinaloa-gengið ræður ríkjum í síðasta mánuði. Sögðu þeir henni að „muna eftir fátæka fólkinu“. Auk þeirra sem hafa verið myrtir eða hætt við framboð sín hafa um fjögur hundruð frambjóðendur beðið alríkisyfirvöld um öryggisgæslu. Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, er með þægilegt forskot í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar. Hún hefur reynt að sveipa sig dýrð Obrador fráfarandi forseta sem nýtur mun meiri vinsælda en hún. Helsti keppinautur Sheinbaum, Xóchitl Gálvez nýtur stuðnings PAN og PRI-flokksins. Sá síðarnefndi fór með völdin í Mexíkó í 71 ár samfleytt frá 1929 til 2000. Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Tugþúsundir mótmæltu aðför forsetans að frjálsum kosningum Tugir þúsunda mótmæltu á Zocalo-torgi í Mexíkóborg um helgina, tilraunum forsetans Andrés Manuel López Obrador til að grafa undan og veikja El Instituto Nacional Electoral. 19. febrúar 2024 09:06 Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. 7. september 2023 15:50 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Kosið verður til forseta, þings, ríkisþinga og fjölda sveitarstjórna í Mexíkó 2. júní. Glæpagengi hafa sérstakan áhuga á að tryggja vilhalla embættismenn á sveitarstjórnarstiginu, þar á meðal bæjarstjóra, lögreglustjóra og þá sem halda utan um opinberar framkvæmdir. Gengin maka ekki aðeins krókinn á fíkniefnum og mansali heldur einnig opinberum samningum sem fyrirtæki sem þau stýra ná við yfirvöld. Frambjóðendur til ríkisstjóra einstakra ríkja og þings eru þó einnig í hættu, að sögn Washington Post. Glæpagengin séu sums staðar svo valdamikil að þau geti stýrt því hver kemst inn í bæi. Frambjóðendur allra helstu flokka landsins hafa verið drepnir í aðdraganda kosninganna í ár. Þrír frambjóðendur til borgarstjóra í Maravatío, 80.000 manna bæjar í Michoacán-ríki, hafa verið ráðnir af dögum. Tveir þeirra komu úr flokki Andrés Manuel López Obrador, forseta, og einn úr stjórnarandstöðuflokknum PAN. Forsetaframbjóðandi stöðvaður af grímuklæddum mönnum Obrador hefur reynt að gera lítið úr ofbeldinu og sakað fjölmiðla um að gera úlfalda úr mýflugu. Claudia Sheinbaum, forsetaefni flokks hans, var engu að síður stöðvuð af grímuklæddum mönnum í Chiapas-ríki þar sem Sinaloa-gengið ræður ríkjum í síðasta mánuði. Sögðu þeir henni að „muna eftir fátæka fólkinu“. Auk þeirra sem hafa verið myrtir eða hætt við framboð sín hafa um fjögur hundruð frambjóðendur beðið alríkisyfirvöld um öryggisgæslu. Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, er með þægilegt forskot í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar. Hún hefur reynt að sveipa sig dýrð Obrador fráfarandi forseta sem nýtur mun meiri vinsælda en hún. Helsti keppinautur Sheinbaum, Xóchitl Gálvez nýtur stuðnings PAN og PRI-flokksins. Sá síðarnefndi fór með völdin í Mexíkó í 71 ár samfleytt frá 1929 til 2000.
Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Tugþúsundir mótmæltu aðför forsetans að frjálsum kosningum Tugir þúsunda mótmæltu á Zocalo-torgi í Mexíkóborg um helgina, tilraunum forsetans Andrés Manuel López Obrador til að grafa undan og veikja El Instituto Nacional Electoral. 19. febrúar 2024 09:06 Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. 7. september 2023 15:50 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Tugþúsundir mótmæltu aðför forsetans að frjálsum kosningum Tugir þúsunda mótmæltu á Zocalo-torgi í Mexíkóborg um helgina, tilraunum forsetans Andrés Manuel López Obrador til að grafa undan og veikja El Instituto Nacional Electoral. 19. febrúar 2024 09:06
Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. 7. september 2023 15:50