Þorsteinn valdi þrjá nýliða fyrir mikilvæga leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 13:10 Katla Tryggvadóttir er einn af þremur nýliðum í íslenska hópnum. Getty/Harry Murphy Ný nöfn eru í íslenska landsliðshópnum fyrir risaleiki í undankeppni EM kvenna í fótbolta. Cecilía Rán Rúnarsdóttir snýr líka til baka í landsliðið. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag hópinn sinn fyrir mjög mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins. Þorsteinn gerir fjórar breytingar á hópnum frá síðasta verkefni sem voru leikir á móti Póllandi og Þýskalandi í sömu keppni. Cecilía Rán Rúnarsdóttir snýr aftur í hópinn og nýliðarnir Kristín Dís Árnadóttir, Katla Tryggvadóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir eru valdar í hópinn. Kristín Dís kom inn í hópinn um tíma í síðasta verkefni en var send aftur til baka þegar meiðsli Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur voru ekki eins alvarleg og haldið var. Nú er Sædís hins vegar frá vegna meiðsla. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, Lára Kristín Pedersen, Bryndís Arna Níelsdóttir og Sædís Rún detta út úr hópnum. Ísland og Austurríki eru bæði með þrjú stig og eitt mark í plús eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlinum. Þjóðverjar eru á toppnum með fullt hús. Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2025. Leikirnir við Austurríki gætu ráðið miklu um það hvort liðið nái þessu eftirsótta öðru sæti. Fyrri leikurinn fer fram í austurríski borginni Ried im Innkreis 31. maí en sá síðasti á Laugardalsvellinum 4. júní næstkomandi. Nýliðinn Katla Tryggvadóttir hefur verið að gera frábæra hluti á fyrsta tímabili sínu sem atvinnumaður en hún skipti yfir í sænska liðið Kristianstad fyrir þetta tímabil. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir kemur inn í landsliðið í fyrsta sinn er hún er nítján ára leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Hún á íslenska föður en danska móður. Emilía, sem er sóknarmaður, hefur verið valin í úrtakshópa hjá yngri landsliðum Íslands en eftir að hún flutti til Danmerkur þá hefur hún leikið með yngri landsliðum Dana. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er aftur byrjuð að æfa með Bayern München eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hún kemur strax aftur inn í hópinn. Agla María Albertsdóttir hefur spilað mjög vel með Breiðabliki í Bestu deildinni í sumar en hún er utan landsliðshópsins alveg eins og síðast. 🇮🇸 Hópur A kvenna sem mætir Austurríki tvívegis í undankeppni EM 2025.🎟️ Miðasala á leikinn á Laugardalsvelli 4. júní hefst þriðjudaginn 21. maí á https://t.co/iwyH4UEb7x.⚽️ Our squad for two games against Austria in the EURO 2025 qualifiers.#fimmíröð pic.twitter.com/0XNIBG06OC— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 17, 2024 Landliðshópurinn: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 3 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 28 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 61 leikur Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 124 leikir, 10 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengård - 37 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Brann - 5 leikir, 1 mark Kristín Dís Árnadóttir - Bröndby Sandra María Jessen - Þór/KA - 40 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 43 leikir, 5 mörk Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 14 leikir, 1 mark Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 39 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC. Nürnberg - 38 leikir, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 19 leikir, 2 mörk Ásdís Karen Halldórsdóttir - LSK Kvinner FK - 1 leikur Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 36 leikir, 10 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 36 leikir, 5 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 13 leikir, 2 mörk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 6 leikir, 2 mörk Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag hópinn sinn fyrir mjög mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins. Þorsteinn gerir fjórar breytingar á hópnum frá síðasta verkefni sem voru leikir á móti Póllandi og Þýskalandi í sömu keppni. Cecilía Rán Rúnarsdóttir snýr aftur í hópinn og nýliðarnir Kristín Dís Árnadóttir, Katla Tryggvadóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir eru valdar í hópinn. Kristín Dís kom inn í hópinn um tíma í síðasta verkefni en var send aftur til baka þegar meiðsli Sædísar Rúnar Heiðarsdóttur voru ekki eins alvarleg og haldið var. Nú er Sædís hins vegar frá vegna meiðsla. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, Lára Kristín Pedersen, Bryndís Arna Níelsdóttir og Sædís Rún detta út úr hópnum. Ísland og Austurríki eru bæði með þrjú stig og eitt mark í plús eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlinum. Þjóðverjar eru á toppnum með fullt hús. Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM 2025. Leikirnir við Austurríki gætu ráðið miklu um það hvort liðið nái þessu eftirsótta öðru sæti. Fyrri leikurinn fer fram í austurríski borginni Ried im Innkreis 31. maí en sá síðasti á Laugardalsvellinum 4. júní næstkomandi. Nýliðinn Katla Tryggvadóttir hefur verið að gera frábæra hluti á fyrsta tímabili sínu sem atvinnumaður en hún skipti yfir í sænska liðið Kristianstad fyrir þetta tímabil. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir kemur inn í landsliðið í fyrsta sinn er hún er nítján ára leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Hún á íslenska föður en danska móður. Emilía, sem er sóknarmaður, hefur verið valin í úrtakshópa hjá yngri landsliðum Íslands en eftir að hún flutti til Danmerkur þá hefur hún leikið með yngri landsliðum Dana. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er aftur byrjuð að æfa með Bayern München eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hún kemur strax aftur inn í hópinn. Agla María Albertsdóttir hefur spilað mjög vel með Breiðabliki í Bestu deildinni í sumar en hún er utan landsliðshópsins alveg eins og síðast. 🇮🇸 Hópur A kvenna sem mætir Austurríki tvívegis í undankeppni EM 2025.🎟️ Miðasala á leikinn á Laugardalsvelli 4. júní hefst þriðjudaginn 21. maí á https://t.co/iwyH4UEb7x.⚽️ Our squad for two games against Austria in the EURO 2025 qualifiers.#fimmíröð pic.twitter.com/0XNIBG06OC— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 17, 2024 Landliðshópurinn: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 3 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 28 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 61 leikur Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 124 leikir, 10 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengård - 37 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Brann - 5 leikir, 1 mark Kristín Dís Árnadóttir - Bröndby Sandra María Jessen - Þór/KA - 40 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 43 leikir, 5 mörk Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 14 leikir, 1 mark Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 39 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC. Nürnberg - 38 leikir, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 19 leikir, 2 mörk Ásdís Karen Halldórsdóttir - LSK Kvinner FK - 1 leikur Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 36 leikir, 10 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 36 leikir, 5 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 13 leikir, 2 mörk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 6 leikir, 2 mörk
Landliðshópurinn: Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 11 leikir Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 3 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 11 leikir Guðný Árnadóttir - Kristianstads DFF - 28 leikir Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 61 leikur Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 124 leikir, 10 mörk Guðrún Arnardóttir - FC Rosengård - 37 leikir, 1 mark Natasha Moraa Anasi - Brann - 5 leikir, 1 mark Kristín Dís Árnadóttir - Bröndby Sandra María Jessen - Þór/KA - 40 leikir, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 43 leikir, 5 mörk Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 14 leikir, 1 mark Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 39 leikir, 9 mörk Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC. Nürnberg - 38 leikir, 4 mörk Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 19 leikir, 2 mörk Ásdís Karen Halldórsdóttir - LSK Kvinner FK - 1 leikur Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 36 leikir, 10 mörk Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 36 leikir, 5 mörk Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 13 leikir, 2 mörk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 6 leikir, 2 mörk
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Sjá meira