Innlent

VG mælist að­eins með þrjú prósent

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Vinstri Græn mælist einungis með þrjú prósent fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Vinstri Græn mælist einungis með þrjú prósent fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Vísir/Arnar

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup í dag myndi Vinstri hreyfingin grænt framboð þurrkast út af þingi, en flokkurinn mælist aðeins með þrjú prósent. Samfylkingin mælist stærst með þrjátíu prósent.

Könnunin, sem var birt í kvöld á RÚV, var framkvæmd 30. apríl til 2. júní 2024. Úrtakið var 12.731 manns og þátttökuhlutfall var 50,2 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn mælist þar næststærstur með 18 prósent og Miðflokkurinn, sá þriðji stærsti, er með 13 prósent. Framsóknarflokkurinn og Píratar eru hvor um sig með 9 prósent, Viðreisn fær 8 prósent og Flokkur Fólksins 6 prósent. Minnsta fylgið mælist hjá Sósíalistaflokknum með 4 prósent og Vinstri Grænum, sem mælast með einungis 3 prósent.

Samfylkingin fengi tuttugu og einn þingmann samkvæmt þessum tölum, Sjálfstæðisflokkurinn tólf, og Miðflokkurinn níu. Framsóknarflokkurinn og Píratar fengju sex þingmenn hvor, og Viðreisn fengi fimm. Sósíalistar og Vinstri Græn næðu ekki manni á þing.

Einnig var spurt um stuðning við ríkisstjórnina, sem mældist 29 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×