Íbúi í Kórahverfi sendi fréttastofu myndband þar sem sjá má sérsveitarbíl veita bíl stráksins eftirför. Þar sést hvernig bíllinn hafnar á malarplani eftir að hafa steypst yfir stóra steina sem lagðir eru við kantinn á planinu.
Mildi að enginn hafi slasast
Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að mikil mildi sé að enginn í bílnum hafi slasast. Lögregla hafi veitt bílnum eftirtekt þar sem honum hafi verið keyrt alltof hratt á Hafnarfjarðarvegi.
Hann hafi komist undan töluverða vegalengd, keyrt inn í Heiðmörk og þaðan inn í Kórahverfi á miklum hraða. Strákarnir þrír í bílnum hafi svo að endingu hlaupið í burtu eftir að hafa stórskemmt bílinn en lögregla á endanum haft uppi á þeim.