Einn umdeildasti kennari landsins lætur af störfum Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2024 15:27 Tilfinningar Páls eru blendnar nú þegar hann sér fram á starfslok við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Einskonar blanda feginleika og eftirsjá. vísir/vilhelm Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari í Garðabæ mun ekki mæta til kennslu næsta haust. Tekist hefur samkomulag milli hans og Kristins Þorsteinssonar skólameistara að komið sé gott. Líklega hefur fátt valdið Kristni skólameistara meiri vandræðum en það að takast á við þau vandræði sem Páll hefur kallað yfir skólann með skrifum sínum og er hann líkast til feginn að tekist hafi samningar um starfslok við Pál. Sjálfur var Páll léttur þegar Vísir náði af honum tali. „Já, Stundum skipta menn um starf eða hætta og ég hætti í vor.“ Og var þetta ákveðið í sátt og samlyndi? „Þetta var náttúrlega í samráði við skólameistarann. Ég veit ekki betur en að hann sé sáttur og ég er sáttur.“ Norður til að fylgjast með „byrlunar- og símastuldsmálinu“ Páll segir að hjá kennurum komi vor eftir erilsaman vetur og þá sé rétt að leyfa sumrinu að byrja. Hann segist ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað taki við í atvinnumálum. „Ég ætla að leyfa sumrinu að líða og meta hvað ég ætli að gera. Ég verð bráðum 65 og ekki óeðlilegt að menn fari þá á eftirlaun.“ Páll segir reyndar eitt mál sem eigi hug hann um þessar mundir, sem hann kallar „byrlunar- og símastuldsmálið“ og það er til rannsóknar hjá embættinu fyrir norðan. „Ég geri ráð fyrir að fara og fylgjast með því.“ Páll á að baki 16 ára feril sem kennari. Hann hóf að kenna seint og um síðir, og byrjaði hrunsumarið mikla 2009. Hins vegar hófust væringar milli hans og skólayfirvalda fyrir um þremur árum. „Þegar ég bloggaði fyrst um símastuldsmálið, þegar Helgi Seljan kom til Gísla Marteins og sagðist vera geðveikur, þá varð umræða og ýmsir sem vildu að ég missti vinnuna. Þetta var 2021.“ Að sögn Páls hafa síðan komið upp tvö önnur mál sem ógnuðu starfsöryggi hans. „Ég bloggaði að transhugmyndafræðin byggði á ranghugmyndum og þá reis þetta sama wokeliðið upp og heimtaði að ég myndi missa vinnuna. Ég er íhaldssamur hægri maður. Við erum tveir við skólann, ég og húsvörðurinn. Skólastjóri er vinstri maður. Ég hef verið að snerta á málum sem vinstri menn bera fyrir brjósti og er hluti af þessari woke-hugmyndafræði. Og svo um byrlunar og símastuldsmál, sem margir hefðu viljað að ég hefði sleppt.“ Kennarastéttin upp til hópa afar „Woke“ á því En nú hefur Kristinn lýst því í mín eyru að hann virði það að menn tjái sig ef svo ber undir? „Svona blasir þetta við mér. Hann virðir ákveðin prinsipp en hins vegar er hann vinstri maður og er til dæmis sammála meira og minna transhugmyndfræðinni. Hann hefur talað um það í útskriftarræðum og slíkt. Og þar erum við bara ósammála. En auðvitað verður hann að útskýra sína nálgun á þessu.“ Páll segir að aldrei hafi verið kvartað undan störfum hans en hann hafi hins vegar einhverjar þær skoðanir sem ýmsir vilji ekki að hann hafi. En, nú segist þú, og reyndar húsvörðurinn, vera þá einu sem eru hægri sinnaðir. Er þetta svo að kennarastéttin er meira og minna undirlögð í vinstri mennsku? Páll segist vera íhaldssamur hægri maður. Sá eini við skólann ef frá er talinn húsvörðurinn. Skólameistarinn er hins vegar vinstri maður og sér hlutina í gegnum þau gleraugu, að sögn Páls.vísir/vilhelm „Það er þannig. Og hluti hlutlaus og gefa ekkert upp. En sá hluti sem lætur til sín taka og lætur í sér heyra er vinstri sinnaður.“ Páll segir að þetta megi sjá ef til að mynda Kennarasambandið er skoðað og ályktanir sem þaðan hafa komið. „Fólk með vinstri sinnaðar skoðanir virðast frekar fara í kennarastörf. Þannig blasir það við mér. Ég hef ekki um það neinar tölur. En sú kennarastofa sem ég starfaði við, þar var upp undir helmingurinn býsna ákveðinn vinstri hluti og tæpur helmingur hlutlaus. En þeir fyrrnefndu ráða umræðunni.“ Sambland af feginleika og eftirsjá Og Páll segir að þegar hann hafi bloggað um transhugmyndafræðina hafi verið efnt til undirskriftasöfnunar og þá hafi 30 prósent kennara skrifað þar undir. „Þar var um það að ræða af því að ég hafði sagt þessa skoðun að ekki væri líffræðilegur möguleiki að fæðast í röngum líkama.“ Páll segir ekki láta það á sig fá, hann sé ekki þarna til að þóknast pólitískum sjónarmiðum sem hann er andsnúinn. Sem er vinstri stefnan. Spurður hvort hann sé því feginn að hafa lokið störfum, þá í ljósi þessa, kemur á daginn að Páll er beggja blands. „Þetta er að öllum líkindum síðasta fasta atvinnan og það eru skil þegar menn horfa fram á það. Þegar ég lít til baka, þessara 16 ára, þá eru góðar og ljúfar minningar sem koma upp. Mér hefur alltaf liðið vel þarna og frábært að kynnast þeim ungmennum sem ég reyndi að kenna. Og þó þessi þrjú ár hafi verið með þessu marki sem við vorum að ræða áðan, þá er maður ekki í kennslu til að hitta aðra kennara heldur þá sem maður var að kenna. Og ég er þakklátur fyrir þann tíma.“ Framhaldsskólar Tímamót Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. 31. maí 2024 14:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Líklega hefur fátt valdið Kristni skólameistara meiri vandræðum en það að takast á við þau vandræði sem Páll hefur kallað yfir skólann með skrifum sínum og er hann líkast til feginn að tekist hafi samningar um starfslok við Pál. Sjálfur var Páll léttur þegar Vísir náði af honum tali. „Já, Stundum skipta menn um starf eða hætta og ég hætti í vor.“ Og var þetta ákveðið í sátt og samlyndi? „Þetta var náttúrlega í samráði við skólameistarann. Ég veit ekki betur en að hann sé sáttur og ég er sáttur.“ Norður til að fylgjast með „byrlunar- og símastuldsmálinu“ Páll segir að hjá kennurum komi vor eftir erilsaman vetur og þá sé rétt að leyfa sumrinu að byrja. Hann segist ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað taki við í atvinnumálum. „Ég ætla að leyfa sumrinu að líða og meta hvað ég ætli að gera. Ég verð bráðum 65 og ekki óeðlilegt að menn fari þá á eftirlaun.“ Páll segir reyndar eitt mál sem eigi hug hann um þessar mundir, sem hann kallar „byrlunar- og símastuldsmálið“ og það er til rannsóknar hjá embættinu fyrir norðan. „Ég geri ráð fyrir að fara og fylgjast með því.“ Páll á að baki 16 ára feril sem kennari. Hann hóf að kenna seint og um síðir, og byrjaði hrunsumarið mikla 2009. Hins vegar hófust væringar milli hans og skólayfirvalda fyrir um þremur árum. „Þegar ég bloggaði fyrst um símastuldsmálið, þegar Helgi Seljan kom til Gísla Marteins og sagðist vera geðveikur, þá varð umræða og ýmsir sem vildu að ég missti vinnuna. Þetta var 2021.“ Að sögn Páls hafa síðan komið upp tvö önnur mál sem ógnuðu starfsöryggi hans. „Ég bloggaði að transhugmyndafræðin byggði á ranghugmyndum og þá reis þetta sama wokeliðið upp og heimtaði að ég myndi missa vinnuna. Ég er íhaldssamur hægri maður. Við erum tveir við skólann, ég og húsvörðurinn. Skólastjóri er vinstri maður. Ég hef verið að snerta á málum sem vinstri menn bera fyrir brjósti og er hluti af þessari woke-hugmyndafræði. Og svo um byrlunar og símastuldsmál, sem margir hefðu viljað að ég hefði sleppt.“ Kennarastéttin upp til hópa afar „Woke“ á því En nú hefur Kristinn lýst því í mín eyru að hann virði það að menn tjái sig ef svo ber undir? „Svona blasir þetta við mér. Hann virðir ákveðin prinsipp en hins vegar er hann vinstri maður og er til dæmis sammála meira og minna transhugmyndfræðinni. Hann hefur talað um það í útskriftarræðum og slíkt. Og þar erum við bara ósammála. En auðvitað verður hann að útskýra sína nálgun á þessu.“ Páll segir að aldrei hafi verið kvartað undan störfum hans en hann hafi hins vegar einhverjar þær skoðanir sem ýmsir vilji ekki að hann hafi. En, nú segist þú, og reyndar húsvörðurinn, vera þá einu sem eru hægri sinnaðir. Er þetta svo að kennarastéttin er meira og minna undirlögð í vinstri mennsku? Páll segist vera íhaldssamur hægri maður. Sá eini við skólann ef frá er talinn húsvörðurinn. Skólameistarinn er hins vegar vinstri maður og sér hlutina í gegnum þau gleraugu, að sögn Páls.vísir/vilhelm „Það er þannig. Og hluti hlutlaus og gefa ekkert upp. En sá hluti sem lætur til sín taka og lætur í sér heyra er vinstri sinnaður.“ Páll segir að þetta megi sjá ef til að mynda Kennarasambandið er skoðað og ályktanir sem þaðan hafa komið. „Fólk með vinstri sinnaðar skoðanir virðast frekar fara í kennarastörf. Þannig blasir það við mér. Ég hef ekki um það neinar tölur. En sú kennarastofa sem ég starfaði við, þar var upp undir helmingurinn býsna ákveðinn vinstri hluti og tæpur helmingur hlutlaus. En þeir fyrrnefndu ráða umræðunni.“ Sambland af feginleika og eftirsjá Og Páll segir að þegar hann hafi bloggað um transhugmyndafræðina hafi verið efnt til undirskriftasöfnunar og þá hafi 30 prósent kennara skrifað þar undir. „Þar var um það að ræða af því að ég hafði sagt þessa skoðun að ekki væri líffræðilegur möguleiki að fæðast í röngum líkama.“ Páll segir ekki láta það á sig fá, hann sé ekki þarna til að þóknast pólitískum sjónarmiðum sem hann er andsnúinn. Sem er vinstri stefnan. Spurður hvort hann sé því feginn að hafa lokið störfum, þá í ljósi þessa, kemur á daginn að Páll er beggja blands. „Þetta er að öllum líkindum síðasta fasta atvinnan og það eru skil þegar menn horfa fram á það. Þegar ég lít til baka, þessara 16 ára, þá eru góðar og ljúfar minningar sem koma upp. Mér hefur alltaf liðið vel þarna og frábært að kynnast þeim ungmennum sem ég reyndi að kenna. Og þó þessi þrjú ár hafi verið með þessu marki sem við vorum að ræða áðan, þá er maður ekki í kennslu til að hitta aðra kennara heldur þá sem maður var að kenna. Og ég er þakklátur fyrir þann tíma.“
Framhaldsskólar Tímamót Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. 31. maí 2024 14:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. 31. maí 2024 14:07