Telja lifrarbólgu E mögulega vera kynsjúkdóm Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2024 23:00 Þrívíðarmynd af próteinskel lifrarbólgu E. Mynd/NIAID Teymi bandarískra vísindamanna telur að þeir hafi fundið nýjan kynsjúkdóm sem geti leitt til banvænnar lifrabilunar eða ófrjósemi ef fólk fær ekki viðeigandi meðferð. Rannsakendur við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum fundu lifrarbólgu E í sæðisfrumusýnum svína sem þeir telja geta gefið til kynna að veiran smitist með kynlífi. Fjallað er um málið á vef háskólans og í erlendum miðlum. Þar kemur fram að áður hafi verið talið að veiran smitaðist aðeins með menguðu vatni. Vísindamennirnir komust hins vegar að því að sæðisfrumurnar sem voru sýktar af veirunni voru ekki eins virkar og voru með genagalla. Það geti verið sönnun fyrir því að veiran spili mögulega eitthvað hlutverk í ófrjósemi karla. Umfjöllun um rannsóknina var birt í PLOS Pathogens tímaritinu. Rannsóknin var framkvæmd á svínum en æxlunarfæri þeirra eru sögð svipuð æxlunarfærum manna. Svínin voru sprautuð með veirunni og komust vísindamennirnir að því að veiran komst í blóðið en var skilað með saur. Áttatíu og fjórum dögum eftir að svínin voru sprautuð fundu vísindamennirnir veiruna í höfði sæðisfrumna svínanna. Nítján prósent sæðisfrumnanna innihéldu hluta veiruna sem þýðir að veiran getur smitast á milli svína. Vísindamenn sáu minni hreyfingu í um fjórtán prósent sæðisfrumna sem voru smitaðar af veirunni sem getur smitast í mannfólk. Fleiri sæðisfrumur í sýktum svínum voru algerlega hreyfingarlaus miðað við þau svín sem voru ekki sýkt. Þá voru sæðisfrumur í sýktum svínum líklegri til að vera óvenjulegar í stærð og lögun. Vilja að karlmenn séu skimaðir Vísindamennirnir eru nú að þrýsta á að karlmenn sem glíma við ófrjósemi verði skimaðir fyrir lifrarbólgu E og það geti mögulega verið orsök vandans. Fram kemur í frétt Daily Mail um málið að árlega greinir um 20 milljónir tilvika lifrarbólgu E um allan heim. Aðeins þrjár milljónir upplifi einhver einkenni. Sýkingarnar séu algengari í löndum þar sem ekki er greitt aðgengi að hreinu vatni. Sýktir saurgerlar komist í drykkjarvatn og smiti þau sem drekki vatnið. Til eru aðrar gerðir af lifrarbólgu en orsök hennar er yfirleitt ólíkar veirur. Smitleiðir eru einnig ólíkar og geta verið með kynlífi, blóði eða með því að deila sprautunál. Lifrarbólga E getur valdið bólgu í lifur og gulu. Þá geta önnur einkenni verið magaverkur, hiti, þyngdartap, dökkt þvag og þreyta. Flestir jafna sig á nokkrum vikum án þess að upplifa varanlega skaða á lifur. Fram kemur í frétt Daily Mail að enn eigi eftir að rannsaka þetta betur og til að skilja betur hvernig frumurnar smitist af veirunni. Fjallað var um tvö tilfelli lifrarbólgu E sem greindust á Íslandi í Læknablaðinu árið 2020. Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Kynlíf Dýr Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Fjallað er um málið á vef háskólans og í erlendum miðlum. Þar kemur fram að áður hafi verið talið að veiran smitaðist aðeins með menguðu vatni. Vísindamennirnir komust hins vegar að því að sæðisfrumurnar sem voru sýktar af veirunni voru ekki eins virkar og voru með genagalla. Það geti verið sönnun fyrir því að veiran spili mögulega eitthvað hlutverk í ófrjósemi karla. Umfjöllun um rannsóknina var birt í PLOS Pathogens tímaritinu. Rannsóknin var framkvæmd á svínum en æxlunarfæri þeirra eru sögð svipuð æxlunarfærum manna. Svínin voru sprautuð með veirunni og komust vísindamennirnir að því að veiran komst í blóðið en var skilað með saur. Áttatíu og fjórum dögum eftir að svínin voru sprautuð fundu vísindamennirnir veiruna í höfði sæðisfrumna svínanna. Nítján prósent sæðisfrumnanna innihéldu hluta veiruna sem þýðir að veiran getur smitast á milli svína. Vísindamenn sáu minni hreyfingu í um fjórtán prósent sæðisfrumna sem voru smitaðar af veirunni sem getur smitast í mannfólk. Fleiri sæðisfrumur í sýktum svínum voru algerlega hreyfingarlaus miðað við þau svín sem voru ekki sýkt. Þá voru sæðisfrumur í sýktum svínum líklegri til að vera óvenjulegar í stærð og lögun. Vilja að karlmenn séu skimaðir Vísindamennirnir eru nú að þrýsta á að karlmenn sem glíma við ófrjósemi verði skimaðir fyrir lifrarbólgu E og það geti mögulega verið orsök vandans. Fram kemur í frétt Daily Mail um málið að árlega greinir um 20 milljónir tilvika lifrarbólgu E um allan heim. Aðeins þrjár milljónir upplifi einhver einkenni. Sýkingarnar séu algengari í löndum þar sem ekki er greitt aðgengi að hreinu vatni. Sýktir saurgerlar komist í drykkjarvatn og smiti þau sem drekki vatnið. Til eru aðrar gerðir af lifrarbólgu en orsök hennar er yfirleitt ólíkar veirur. Smitleiðir eru einnig ólíkar og geta verið með kynlífi, blóði eða með því að deila sprautunál. Lifrarbólga E getur valdið bólgu í lifur og gulu. Þá geta önnur einkenni verið magaverkur, hiti, þyngdartap, dökkt þvag og þreyta. Flestir jafna sig á nokkrum vikum án þess að upplifa varanlega skaða á lifur. Fram kemur í frétt Daily Mail að enn eigi eftir að rannsaka þetta betur og til að skilja betur hvernig frumurnar smitist af veirunni. Fjallað var um tvö tilfelli lifrarbólgu E sem greindust á Íslandi í Læknablaðinu árið 2020.
Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Kynlíf Dýr Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira