Fótbolti

Fram­lengir hjá Bayern en fer aftur á láni til Le­verku­sen

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Karólína Lea í leik með íslenska landsliðinu.
Karólína Lea í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Diego

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við Þýskalandsmeistara Bayern München. Hún mun þó ekki spila með liðinu á næstu leiktíð þar sem hún fer aftur til Bayer Leverkusen á láni.

Hin 22 ára gamla Karólína Lea stóð sig frábærlega með Leverkusen á liðnu tímabili og var einn af mest skapandi leikmönnum þýsku úrvalsdeildarinnar. Samningur hennar við Bayern átti að renna út í sumar og var talið að hún myndi yfirgefa herbúðir þýska stórveldisins.

Hún hefur nú ákveðið að framlengja samning sinn til ársins 2026 en mun þó fara aftur til Leverkusen á láni þar sem hún naut sín í botn.

Bianca Reich, yfirmaður kvennadeildar Bæjara, segir að félagið sé gríðarlega ánægt með að hún hafi framlengt samning sinn við félagið.

„Hún þroskaðist mikið sem leikmaður á síðasta ári. Við ræddum ítarlega við hana og vorum sammála um að það væri mikilvægt fyrir hana að fá mikinn spiltíma. Ár til viðbótar hjá Leverkusen er því mikilvægt skref í hennar þróun,“ sagði Reich jafnframt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×