Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 22:31 Lögreglan á Tenerife hefur umsjón með leitinni að hinum breska Jay Slater. Vísir/Getty Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. Leitað hefur verið að hinum 19 ára gamla Breta Jay Slater á spænsku eyjunni Tenerife síðan á mánudag. Slater var í fríi á Tenerife ásamt vinum sínum og fór hópurinn á tónlistarhátíðina NRG um helgina. Síðast spurðist til hans þar sem hann var staddur á fjallvegi Rural de-Teno en garðurinn er bæði víðáttumikill og grýttur. Vinkona Jay tilkynnti um hvarf hans í morgunsárið á mánudag en þá hafði hún fengið símtal frá honum þar sem hann sagðist ætla að ganga yfir fjalllendið og að síminn hans væri að verða batteríslaus. Vinir Jay hafa óskað eftir aðstoð frá lögreglunni í Bretlandi en spænska lögreglan hefur séð um leitina til þessa. Lögreglan í Lancashire á Bretlandi segir að þar sem málið sé ekki innan hennar lögsögu hafi þeir boðið spænsku lögreglunni aðstoð sem hafi þó verið afþökkuð. „Þeir hafa staðfest að á þessum tímapunkti séu þeir ánægðir með þann mannskap sem þeir hafa yfir að ráða en að þeir muni hafa samband ef staðan breytist,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lancashire. Spænsk kona er sú síðasta til að sjá til Slater um áttaleytið á mánudagsmorgun. „Hann spurði mig tvisvar hvenær strætóinn kæmi og ég sagði að hann kæmi klukkan tíu. Eftir það fór ég í bílinn minn og sá hann á gangi þar sem hann gekk hratt. Ég sá hann ekki eftir það,“ sagði vitnið Ofelia Medina Hernandez í samtali við Sky News. Í dag einbeitti lögreglan sér að svæði við staðinn Masca og fínkemdu svæði þar í kring. Leitað var sérstaklega í kringum ána Barranco Madre del Agua og í gili þar hjá. Spánn Kanaríeyjar Bretland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Leitað hefur verið að hinum 19 ára gamla Breta Jay Slater á spænsku eyjunni Tenerife síðan á mánudag. Slater var í fríi á Tenerife ásamt vinum sínum og fór hópurinn á tónlistarhátíðina NRG um helgina. Síðast spurðist til hans þar sem hann var staddur á fjallvegi Rural de-Teno en garðurinn er bæði víðáttumikill og grýttur. Vinkona Jay tilkynnti um hvarf hans í morgunsárið á mánudag en þá hafði hún fengið símtal frá honum þar sem hann sagðist ætla að ganga yfir fjalllendið og að síminn hans væri að verða batteríslaus. Vinir Jay hafa óskað eftir aðstoð frá lögreglunni í Bretlandi en spænska lögreglan hefur séð um leitina til þessa. Lögreglan í Lancashire á Bretlandi segir að þar sem málið sé ekki innan hennar lögsögu hafi þeir boðið spænsku lögreglunni aðstoð sem hafi þó verið afþökkuð. „Þeir hafa staðfest að á þessum tímapunkti séu þeir ánægðir með þann mannskap sem þeir hafa yfir að ráða en að þeir muni hafa samband ef staðan breytist,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lancashire. Spænsk kona er sú síðasta til að sjá til Slater um áttaleytið á mánudagsmorgun. „Hann spurði mig tvisvar hvenær strætóinn kæmi og ég sagði að hann kæmi klukkan tíu. Eftir það fór ég í bílinn minn og sá hann á gangi þar sem hann gekk hratt. Ég sá hann ekki eftir það,“ sagði vitnið Ofelia Medina Hernandez í samtali við Sky News. Í dag einbeitti lögreglan sér að svæði við staðinn Masca og fínkemdu svæði þar í kring. Leitað var sérstaklega í kringum ána Barranco Madre del Agua og í gili þar hjá.
Spánn Kanaríeyjar Bretland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira