Gylfi Þór sniðgenginn Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2024 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi. vísir/Hulda Margrét Á vef íþróttamiðilsins Give Me Sport á dögunum birtist athyglisverður listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands frá upphafi. En fjarvera eins leikmanns á listanum vekur þó mikla athygli. Nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er hvergi að finna á umræddum lista. „Land íss og elda, með volduga eldfjallabreiðu sína og sólarhringsmyrkrið yfir vetrartímann, hefur sögulega séð framleitt marga framúrskarandi fóboltamenn. Hér er listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands,“ segir í grein Give Me Sport. Óneitanlega hefur mikil vinna verið lögð í að setja saman listann og ber að hrósa blaðamanni Give Me Sport fyrir ítarlega umsögn um hvern og einn leikmann en óneitanlega missir hann þó marks þegar að nafn Gylfa Þórs er ekki að finna á listanum og væri einnig hægt að koma með rök fyrir því að aðrir íslenskir fótboltamenn ættu heima á topp tíu listanum. Það eru fáir sem myndu hreyfa við því andmæli þegar sagt væri að Gylfi Þór Sigurðsson væri á meðal allra bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi. Því vekur fjarvera hans á listanum undrun. Gylfi Þór á að baki áttatíu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum hefur hann skorað tuttugu og sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins. Þá lék hann lykilhlutverk í landsliði Íslands sem fór á sín fyrstu og einu stórmót til þessa árin 2016 og 2018. Þá spilaði Gylfi Þór á bestu deild í heimi, ensku úrvalsdeildinni um nokkurra ára skeið með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Þá hefur hann einnig reynt fyrir sér í deildum á borð við þýsku úrvalsdeildina. Topp tíu listi Give Me Sport yfir bestu íslensku fótboltamennina frá upphafi er eftirfarandi: Eiður Smári Guðjohnsen Atli Eðvaldsson Ásgeir Sigurvinsson Arnór Guðjohnsen Jóhann Berg Guðmundsson Ríkharður Jónsson Albert Guðmundsson (eldri) Alfreð Finnbogason Hannes Þór Halldórsson Guðni Bergsson Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sjá meira
„Land íss og elda, með volduga eldfjallabreiðu sína og sólarhringsmyrkrið yfir vetrartímann, hefur sögulega séð framleitt marga framúrskarandi fóboltamenn. Hér er listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands,“ segir í grein Give Me Sport. Óneitanlega hefur mikil vinna verið lögð í að setja saman listann og ber að hrósa blaðamanni Give Me Sport fyrir ítarlega umsögn um hvern og einn leikmann en óneitanlega missir hann þó marks þegar að nafn Gylfa Þórs er ekki að finna á listanum og væri einnig hægt að koma með rök fyrir því að aðrir íslenskir fótboltamenn ættu heima á topp tíu listanum. Það eru fáir sem myndu hreyfa við því andmæli þegar sagt væri að Gylfi Þór Sigurðsson væri á meðal allra bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi. Því vekur fjarvera hans á listanum undrun. Gylfi Þór á að baki áttatíu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum hefur hann skorað tuttugu og sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins. Þá lék hann lykilhlutverk í landsliði Íslands sem fór á sín fyrstu og einu stórmót til þessa árin 2016 og 2018. Þá spilaði Gylfi Þór á bestu deild í heimi, ensku úrvalsdeildinni um nokkurra ára skeið með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Þá hefur hann einnig reynt fyrir sér í deildum á borð við þýsku úrvalsdeildina. Topp tíu listi Give Me Sport yfir bestu íslensku fótboltamennina frá upphafi er eftirfarandi: Eiður Smári Guðjohnsen Atli Eðvaldsson Ásgeir Sigurvinsson Arnór Guðjohnsen Jóhann Berg Guðmundsson Ríkharður Jónsson Albert Guðmundsson (eldri) Alfreð Finnbogason Hannes Þór Halldórsson Guðni Bergsson
Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sjá meira