Fótbolti

Gylfi Þór snið­genginn

Aron Guðmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi. 
Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi.  vísir/Hulda Margrét

Á vef í­þrótta­miðilsins Give Me Sport á dögunum birtist at­hyglis­verður listi yfir tíu bestu fót­bolta­menn Ís­lands frá upp­hafi. En fjar­vera eins leik­manns á listanum vekur þó mikla at­hygli. Nafn Gylfa Þórs Sigurðs­sonar er hvergi að finna á umræddum lista.

„Land íss og elda, með volduga eldfjallabreiðu sína og sólarhringsmyrkrið yfir vetrartímann, hefur sögulega séð framleitt marga framúrskarandi fóboltamenn. Hér er listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands,“ segir í grein Give Me Sport.

Ó­neitan­lega hefur mikil vinna verið lögð í að setja saman listann og ber að hrósa blaða­manni Give Me Sport fyrir ítar­lega um­sögn um hvern og einn leik­mann en óneitanlega missir hann þó marks þegar að nafn Gylfa Þórs er ekki að finna á listanum og væri einnig hægt að koma með rök fyrir því að aðrir íslenskir fótboltamenn ættu heima á topp tíu listanum. 

Það eru fáir sem myndu hreyfa við því andmæli þegar sagt væri að Gylfi Þór Sigurðsson væri á meðal allra bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi. Því vekur fjarvera hans á listanum undrun. 

Gylfi Þór á að baki áttatíu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum hefur hann skorað tuttugu og sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins. Þá lék hann lykilhlutverk í landsliði Íslands sem fór á sín fyrstu og einu stórmót til þessa árin 2016 og 2018.

Þá spilaði Gylfi Þór á bestu deild í heimi, ensku úrvalsdeildinni um nokkurra ára skeið með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Þá hefur hann einnig reynt fyrir sér í deildum á borð við þýsku úrvalsdeildina.  

Topp tíu listi Give Me Sport yfir bestu íslensku fótboltamennina frá upphafi er eftirfarandi: 

  1. Eiður Smári Guðjohnsen
  2. Atli Eðvaldsson
  3. Ásgeir Sigurvinsson
  4. Arnór Guðjohnsen
  5. Jóhann Berg Guðmundsson
  6. Ríkharður Jónsson
  7. Albert Guðmundsson (eldri)
  8. Alfreð Finnbogason
  9. Hannes Þór Halldórsson
  10. Guðni Bergsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×