Ungur maður tekinn af lífi fyrir að hlusta á K-pop í Norður-Kóreu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 20:07 Kim Jong Un er einræðisherra Norður-Kóreu. AP/Gavriil Grigorov Tuttugu og tveggja ára gamall maður var tekinn af lífi í Norður Kóreu á opinberum vettvangi, fyrir að hafa hlustað á 70 lög frá Suður-Kóreu, horft á þrjár myndir þaðan og að hafa dreift þeim. Þetta var árið 2022. Breski miðillinn Independent greindi frá þessu í gær. Þar segir að þetta hafi verið meðal þess sem kom fram í mannréttindaskýrslu um Norður-Kóreu sem ráðuneyti í Suður-Kóreu birti á fimmtudaginn. Í skýrslunni birtist meðal annars vitnisburður 649 Norður-Kóreumanna sem hafa flúið landið. Vilja sporna gegn „illkynja“ vestrænum áhrifum Skýrslan varpar ljósi á harðar aðgerðir sem Norður-Kóresk yfirvöld hafa ráðist í til að sporna gegn vestrænum áhrifum. Bann við K-poppi er mikilvægur liður í þeirri vegferð, en ný lög sem samþykkt voru þar í landi árið 2020 hertu enn frekar bannið við þessari afþreyingu frá Suður-Kóreu, en áhrif tónlistarinnar á fólk eru sögð „illkynja.“ Hér er Suður-Kóreska K-pop hljómsveitin RIIZE. Yfirvöldum í Norður-Kóreu hugnast illa tískan og hugmyndirnar sem hljómsveitir í þessum stíl boða.AP/Ahn Young-joon Svokallað K-pop er ákveðin tegund popptónlistar, eða jafnvel afþreyingarefni í víðum skilningi frá Suður-Kóreu sem hefur náð miklum vinsældum um heim allan. Unga fólkið hrifið af Suður-Kóreu Í skýrslunni er haft eftir rúmlega tvítugri konu sem flúði Norður-Kóreu, að ungt fólk í Norðrinu sé mjög hrifið af menningu Suðursins. „Unga fólkið reynir að fylgjast með, og herma eftir menningunni í Suður-Kóreu. Þau elska allt sem kemur þaðan,“ segir hún. Þegar unga fólkið horfir á dramaþætti frá Suður-Kóreu, hugsi þau með sér, „af hverju þarf ég að lifa eins og við lifum hér?“ Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Breski miðillinn Independent greindi frá þessu í gær. Þar segir að þetta hafi verið meðal þess sem kom fram í mannréttindaskýrslu um Norður-Kóreu sem ráðuneyti í Suður-Kóreu birti á fimmtudaginn. Í skýrslunni birtist meðal annars vitnisburður 649 Norður-Kóreumanna sem hafa flúið landið. Vilja sporna gegn „illkynja“ vestrænum áhrifum Skýrslan varpar ljósi á harðar aðgerðir sem Norður-Kóresk yfirvöld hafa ráðist í til að sporna gegn vestrænum áhrifum. Bann við K-poppi er mikilvægur liður í þeirri vegferð, en ný lög sem samþykkt voru þar í landi árið 2020 hertu enn frekar bannið við þessari afþreyingu frá Suður-Kóreu, en áhrif tónlistarinnar á fólk eru sögð „illkynja.“ Hér er Suður-Kóreska K-pop hljómsveitin RIIZE. Yfirvöldum í Norður-Kóreu hugnast illa tískan og hugmyndirnar sem hljómsveitir í þessum stíl boða.AP/Ahn Young-joon Svokallað K-pop er ákveðin tegund popptónlistar, eða jafnvel afþreyingarefni í víðum skilningi frá Suður-Kóreu sem hefur náð miklum vinsældum um heim allan. Unga fólkið hrifið af Suður-Kóreu Í skýrslunni er haft eftir rúmlega tvítugri konu sem flúði Norður-Kóreu, að ungt fólk í Norðrinu sé mjög hrifið af menningu Suðursins. „Unga fólkið reynir að fylgjast með, og herma eftir menningunni í Suður-Kóreu. Þau elska allt sem kemur þaðan,“ segir hún. Þegar unga fólkið horfir á dramaþætti frá Suður-Kóreu, hugsi þau með sér, „af hverju þarf ég að lifa eins og við lifum hér?“
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51