Erlent

Beryl við það að skella á Jamaíku

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Beryl er óvenju snemma á ferðinni miðað við árstíma.
Beryl er óvenju snemma á ferðinni miðað við árstíma. EPA

Fellybylurinn Beryl er nú við það að lenda á Jamaíka í Karíbahafi eftir að hafa farið yfir nokkrar smærri eyjar á leið sinni.

Sex létust hið minnsta á eyjunum en þó hefur aðeins dregið úr veðrinu sem er nú fjórða stigs fellibylur. Það er þó ljóst að hann mun valda tjóni á Jamaíku áður en hann stefnir í átt að Yukatan skaga í Mexíkó á föstudaginn. Aldrei áður hefur fellibylur af þessari stærðargráðu myndast svo snemma á tímabilinu.

Eyjurnar Union, Carriacou og Grenada urðu illa úti í óðveðrinu og þar eru fjölmörg heuimili ónýt eða fokin á haf út. Veðurfræðingar hafa þó mestar áhyggjur af Jamaíku þar sem mun fleiri búa en sjávarstaðan gæti hækkað um tæpa þrjá metra á skammri stundu og gríðarleg rigning mun fylgja veðrinu.


Tengdar fréttir

Einn látinn og þúsundir án vatns og rafmagns

Fellibylurinn Beryl sem fer nú yfir Karíbahafið hefur verið færður um flokk og settur í fimmta flokk og getur vindhraði því verið meiri en 157 mílur á klukkustund eða 70 metrar á sekúndu eða meira. Fellibylurinn er nú á leið yfir Jamaíka.

Varað við felli­bylnum Ber­yl sem er á leið yfir Karíba­hafið

Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×