Erlent

Upp­sagnir á Skaganum og Bretar kjósa nýja vald­hafa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness en í morgun var tilkynnt um að einn stærsti vinnustaður bæjarsins, Baader Skaginn 3X sé gjaldþrota.

128 hefur verið sagt upp vegna þessa sem Vilhjálmur segir að jafnist á við að um 2400 manns væri sagt upp í Reykjavík. 

Bretar ganga að kjörborðinu í dag og er fastlega búist við stórsigri Verkamannaflokksins sem hafa ekki verið við völd í landinu frá árinu 2010. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er stödd í Bretlandi og við tökum hana tali í fréttatímanum. 

Einnig fjöllum við um nýja könnun sem leiðir í ljós að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að ESB.

Í íþróttapakka dagsins verður síðan farið yfir Bestu deild kvenna frá því í gær og einnig undanúrslitin í Mjólkurbikar karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×