Dæmdar tæplega fimmtíu milljónir fjórtán árum eftir handtökuna Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 11:45 Guðmundur sætti gæsluvarðhaldi í tíu daga á Lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Guðmundur Gunnlaugsson lagði íslenska ríkið í gær sem þarf að greiða honum 47,8 milljónir króna í bætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti árið 2010. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en 26,3 milljónir sem Guðmundur hefur þegar fengið í bætur verða dregnar frá bótaupphæðinni. Lögreglan handtók Guðmund í apríl 2010 vegna rannsóknar á stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sonur hans var grunaður um aðkomu að innflutningnum og við rannsókn málsins vaknaði grunur um að Guðmundur hefði vitneskju eða ætti þátt í málinu. Sími Guðmundar var hleraður og húsleit gerð heima hjá honum í aðdraganda handtökunnar. Lögreglan lagði hald á lítið magn af maríjúana, lykil að bankahólfi, og ferðatösku með leifum af hvítu efni sem reyndist vera kókaín. Guðmundi var gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun sem varði í tíu daga. Sagt upp fimm dögum seinna Í kjölfar þessa missti hann vinnunna. Hann hafði starfað sem framleiðslustjóri í tvö ár en var sagt upp fimm dögum eftir að honum var sleppt úr haldi. Í júlí sama ár var honum tilkynnt að rannsóknin á hendur honum hefði verið felld niður. Síðan hefur Guðmundur staðið í stappi vegna málsins í dómskerfinu, en málið sem héraðsdómur dæmir nú í varðar atvinnumissinn. „Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp,“ sagði Guðmundur við árið 2019 um stefnuna. Óásættanlegur aðbúnaður Árið 2017 féllst Hæstiréttur á að hluti gæsluvarðhaldsvistarinnar sem hann sætti hafi verið ólögmætur, og þá hafi aðstæður og aðbúnaður í varðhaldinu verið með öllu óásættanlegur. Héraðsdómur fellst nú á Guðmundur hafi sýnt fram á að hann hefði haldið starfi sínu sem framleiðslustjóri, eða fengið annað sambærilegt starf ef handtakan og gæsluvarðhaldið hefði ekki átt sér stað. Til þess að ákvarða hvaða bætur Guðmundur átti rétt á notaðist dómurinn við tekjur hans á árinu 2009, en það var eina árið sem hann var við störf allt árið í umræddu starfi. En ágreiningur málsins snerist að mestu um hvernig ætti að reikna út bæturnar. Líkt og áður segir er íslenska ríkinu gert að greiða Guðmundi 47,8 milljónir krónur, sömu upphæð og hann krafðist sjálfur. Dómsmál Lögreglan Fíkniefnabrot Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2010 05:00 Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2. desember 2010 16:52 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Lögreglan handtók Guðmund í apríl 2010 vegna rannsóknar á stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sonur hans var grunaður um aðkomu að innflutningnum og við rannsókn málsins vaknaði grunur um að Guðmundur hefði vitneskju eða ætti þátt í málinu. Sími Guðmundar var hleraður og húsleit gerð heima hjá honum í aðdraganda handtökunnar. Lögreglan lagði hald á lítið magn af maríjúana, lykil að bankahólfi, og ferðatösku með leifum af hvítu efni sem reyndist vera kókaín. Guðmundi var gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun sem varði í tíu daga. Sagt upp fimm dögum seinna Í kjölfar þessa missti hann vinnunna. Hann hafði starfað sem framleiðslustjóri í tvö ár en var sagt upp fimm dögum eftir að honum var sleppt úr haldi. Í júlí sama ár var honum tilkynnt að rannsóknin á hendur honum hefði verið felld niður. Síðan hefur Guðmundur staðið í stappi vegna málsins í dómskerfinu, en málið sem héraðsdómur dæmir nú í varðar atvinnumissinn. „Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp,“ sagði Guðmundur við árið 2019 um stefnuna. Óásættanlegur aðbúnaður Árið 2017 féllst Hæstiréttur á að hluti gæsluvarðhaldsvistarinnar sem hann sætti hafi verið ólögmætur, og þá hafi aðstæður og aðbúnaður í varðhaldinu verið með öllu óásættanlegur. Héraðsdómur fellst nú á Guðmundur hafi sýnt fram á að hann hefði haldið starfi sínu sem framleiðslustjóri, eða fengið annað sambærilegt starf ef handtakan og gæsluvarðhaldið hefði ekki átt sér stað. Til þess að ákvarða hvaða bætur Guðmundur átti rétt á notaðist dómurinn við tekjur hans á árinu 2009, en það var eina árið sem hann var við störf allt árið í umræddu starfi. En ágreiningur málsins snerist að mestu um hvernig ætti að reikna út bæturnar. Líkt og áður segir er íslenska ríkinu gert að greiða Guðmundi 47,8 milljónir krónur, sömu upphæð og hann krafðist sjálfur.
Dómsmál Lögreglan Fíkniefnabrot Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2010 05:00 Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2. desember 2010 16:52 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2010 05:00
Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2. desember 2010 16:52