Egill syrgir brottvísun vina sinna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2024 15:25 Egill segir það óréttlátt að hann fái að ferðast um heiminn að vild fyrir þá tilviljun að hafa fæðst á Íslandi. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segist hryggja það að vinum hans, þau Tomasso og Analis, verði vísað brott og þau send aftur til Venesúela. Það sé sárt og óréttlátt að svo góðu fólki sé hrakið af landinu en hann fái, með sitt íslenska vegabréf, að ferðast um heiminn án vandræða. Egill skrifar í færslu á síðu sinni á Facebook að Tomasso og Analis hafi þráð að fá atvinnuleyfi en að þeim séu allar bjargir bannaðar. Á morgun verði þau send aftur til heimalandsins þar sem allt er „í rjúkandi rúst.“ Hafi orðið eins og fjölskylda „Glæpahópar, her og lögregla vaða uppi með ofbeldi og kúgun en stjórnarherrar hafa engan áhuga á öðru en að skara eld að eigin köku. Mér hrýs hugur við tilhugsuninni um hvað svona góðu og mildu fólki reiðir af á slíkum stað,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og Analis vera hjálpsöm, óeigingjörn og harðdugleg og að þau hafi hjálpað þeim hjónum mikið án þess að vilja fá neitt í staðinn. „Þau hafa eiginlega orðið fjölskylda okkar, hafa búið í íbúðinni okkar þegar við förum burt - og alltaf komum við að henni fallegri og betri en áður. Við vorum í vandræðum með ljós í stofunni - við brugðum okkur af bæ og þegar við komum aftur voru þau búin að hanna sérlega glæsileg stofuljós. Vildu koma okkur á óvart,“ skrifar Egill. Þyngra en tárum tekur „Ég skrifa þetta á grískri eyju. Ég er lukkunnar pamfíll, get ferðast um allan heim á mínu íslenska vegabréfi. Ég hef ekki unnið neitt sérstakt til þess. Þetta er bara tilviljun. Tomasso og Analis eru ekki eins gæfusöm. Við fjölskyldan vonum þó að þau eigi afturkvæmt til Íslands með einhverjum hætti,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og analis hafa fest ást á Íslandi og ferðast um landið. „Nei, þetta er þyngra en tárum tekur. En við vonum að þetta bjargist hjá þeim - og þau komi aftur. Við eigum eftir að sakna góðmennsku þeirra og glaðværðar,“ skrifar Egill. Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Egill skrifar í færslu á síðu sinni á Facebook að Tomasso og Analis hafi þráð að fá atvinnuleyfi en að þeim séu allar bjargir bannaðar. Á morgun verði þau send aftur til heimalandsins þar sem allt er „í rjúkandi rúst.“ Hafi orðið eins og fjölskylda „Glæpahópar, her og lögregla vaða uppi með ofbeldi og kúgun en stjórnarherrar hafa engan áhuga á öðru en að skara eld að eigin köku. Mér hrýs hugur við tilhugsuninni um hvað svona góðu og mildu fólki reiðir af á slíkum stað,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og Analis vera hjálpsöm, óeigingjörn og harðdugleg og að þau hafi hjálpað þeim hjónum mikið án þess að vilja fá neitt í staðinn. „Þau hafa eiginlega orðið fjölskylda okkar, hafa búið í íbúðinni okkar þegar við förum burt - og alltaf komum við að henni fallegri og betri en áður. Við vorum í vandræðum með ljós í stofunni - við brugðum okkur af bæ og þegar við komum aftur voru þau búin að hanna sérlega glæsileg stofuljós. Vildu koma okkur á óvart,“ skrifar Egill. Þyngra en tárum tekur „Ég skrifa þetta á grískri eyju. Ég er lukkunnar pamfíll, get ferðast um allan heim á mínu íslenska vegabréfi. Ég hef ekki unnið neitt sérstakt til þess. Þetta er bara tilviljun. Tomasso og Analis eru ekki eins gæfusöm. Við fjölskyldan vonum þó að þau eigi afturkvæmt til Íslands með einhverjum hætti,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og analis hafa fest ást á Íslandi og ferðast um landið. „Nei, þetta er þyngra en tárum tekur. En við vonum að þetta bjargist hjá þeim - og þau komi aftur. Við eigum eftir að sakna góðmennsku þeirra og glaðværðar,“ skrifar Egill.
Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira