Nefna skó í höfuðið á Kroos: „Hann varð bara ástfanginn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 07:00 Adidas hefur ákveðið að nefna Adipure 11Pro skóna í höfuðið á Toni Kroos. Carl Recine/Getty Images Björgvin Hreinsson, alþjóðlegur vörustjóri Adidas, segir að Toni Kroos, fyrrverandi leikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins, hafi einfaldlega orðið ástfanginn af Adidas Adipure 11Pro takkaskónum sem komu út fyrir ellefu árum. Adidas hefur ákveðið að gefa 11Pro skónum nýtt nafn í höfuðið á Kroos og munu skórni héðan í frá heita TKPro. Kroos lék í skónum stærstan hluta ferilsins, en hann hefur nú lagt skóna á hilluna eftir að Þjóðverjar duttu úr leik á EM eftir 2-1 tap gegn Spánverjum síðastliðinn föstudag. Kroos hefur leikið í skónum frá því að þeir komu fyrst út árið 2013. Í skónum hefur hann því fjórum sinnum fagnað spænska meistaratitlinum og Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með Real Madrid. Þá var hann einnig í skónum þegar hann varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014. Toni Kroos and the 11pro: love at first sight, sole mates until the last kick.Today, we’re happy to announce that moving forward the adidas 11pro will be renamed the adidas TKpro.Danke, Toni #YouGotThis #Euro24 pic.twitter.com/ESjAxbA49s— adidas Football (@adidasfootball) July 6, 2024 Á meðan margir leikmenn skipta reglulega um skó hefur Kroos hins vegar haldið sig við 11Pro skóna, sem nú heita TKPro. Björgvin Hreinsson, alþjóðlegur vörustjóri Adidas, segir ástæðuna fyrir því einfalda í samtali við The Athletic. „Þegar Toni byrjaði hjá Adidas þá spilaði hann í Predator þegar hann var hjá Bayer Leverkusen,“ segir Björgvin. „Þegar við byrjuðum svo með Adipure skóna árið 2008 þá var hann eitt af lykilandlitunum í þeirri herferð. Síðan þá hefur hann spilað í Adidas Adipure 11Pro nánast frá því að þeir komu fyrst út.“ „Síðan hélt hann þeim bara. Við héldum áfram að þróa skóna og iðnaðurinn stækkaði, en Toni - alveg síðan 2013 þegar skórnir komu út - hann varð bara ástfanginn,“ sagði Björgvin að lokum. Fótbolti Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Adidas hefur ákveðið að gefa 11Pro skónum nýtt nafn í höfuðið á Kroos og munu skórni héðan í frá heita TKPro. Kroos lék í skónum stærstan hluta ferilsins, en hann hefur nú lagt skóna á hilluna eftir að Þjóðverjar duttu úr leik á EM eftir 2-1 tap gegn Spánverjum síðastliðinn föstudag. Kroos hefur leikið í skónum frá því að þeir komu fyrst út árið 2013. Í skónum hefur hann því fjórum sinnum fagnað spænska meistaratitlinum og Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með Real Madrid. Þá var hann einnig í skónum þegar hann varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014. Toni Kroos and the 11pro: love at first sight, sole mates until the last kick.Today, we’re happy to announce that moving forward the adidas 11pro will be renamed the adidas TKpro.Danke, Toni #YouGotThis #Euro24 pic.twitter.com/ESjAxbA49s— adidas Football (@adidasfootball) July 6, 2024 Á meðan margir leikmenn skipta reglulega um skó hefur Kroos hins vegar haldið sig við 11Pro skóna, sem nú heita TKPro. Björgvin Hreinsson, alþjóðlegur vörustjóri Adidas, segir ástæðuna fyrir því einfalda í samtali við The Athletic. „Þegar Toni byrjaði hjá Adidas þá spilaði hann í Predator þegar hann var hjá Bayer Leverkusen,“ segir Björgvin. „Þegar við byrjuðum svo með Adipure skóna árið 2008 þá var hann eitt af lykilandlitunum í þeirri herferð. Síðan þá hefur hann spilað í Adidas Adipure 11Pro nánast frá því að þeir komu fyrst út.“ „Síðan hélt hann þeim bara. Við héldum áfram að þróa skóna og iðnaðurinn stækkaði, en Toni - alveg síðan 2013 þegar skórnir komu út - hann varð bara ástfanginn,“ sagði Björgvin að lokum.
Fótbolti Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira