Innlent

BYKO kærir vegna sniðgöngulímmiða

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sigurður Pálsson forstjóri segir hart tekið á eignarspjöllum í BYKO
Sigurður Pálsson forstjóri segir hart tekið á eignarspjöllum í BYKO Vísir/Samsett

Einstaklingur sem setti límmiða til að hvetja til sniðgöngu ísraelskra vara í Byko hefur verið kærður fyrir eignaspjöll. Sigurður Pálsson forstjóri segir fyrirtækið taka hart á þjófnaði og eignaspjöllum en að það taki ekki afstöðu til skoðana fólks.

Ónafngreindur einstaklingur birti færslu á hóp á Facebook þar sem hann sagðist hafa verið boðaður í yfirheyrslu vegna málsins og spurði meðlimi hópsins um ráð. Sigurður staðfestir í samtali við fréttastofu að Byko hafi kært einn einstakling vegna slíkra spjalla.

„Það sem er alveg skýrt hjá okkur er að ef það er valdið tjóni á vörum hjá okkur þá er það kært til lögreglu,“ segir Sigurður.

Hann segir límmiða líkt og þá sem aðgerðarsinnar nota til að hvetja til sniðgöngu á ísraelskum vörum hreinlega eyðileggja þær vörur sem þeim er skellt á og að það sé ekki hægt að fjarlægja þá.

„Þeir eyðileggja ytri umbúðir á vörunum. Það er það sterkt lím á þessum miðum að vörurnar eru ekki söluhæfar lengur,“ segir Sigurður.

Byko sé þó með kærunni ekki að taka afstöðu til eins né neins heldur fari öll slík mál í þennan farveg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×