Sport

Sú tékk­neska vann Wimbledon mótið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Barbora Krejcikova fagnar hér sigri á Wimbledon mótinu í dag. Hún byrjaði leikinn mjög vel og náði sér síðan aftur á strik í þriðja settinu eftir skell í setti tvö.
Barbora Krejcikova fagnar hér sigri á Wimbledon mótinu í dag. Hún byrjaði leikinn mjög vel og náði sér síðan aftur á strik í þriðja settinu eftir skell í setti tvö. Getty/Francois Nel

Tékkneska tenniskonan Barbora Krejcikova vann Wimbledon risamótið í tennis í dag eftir sigur á Jasmine Paolini í úrslitaleiknum.

Krejcikova vann úrslitaleikinn 2-1 en settin fóru 6-2, 2-6 og 6-4.

Þetta er annar risatitil hinnar 31 árs gömlu Krejcikova en í fyrsta sinn sem hún vinnur Wimbledon mótið. Hinn risatitilinn vann hún á Opna franska mótinu árið 2021.

Krejcikova lék með þessu eftir afrek löndu sinnar og fyrrum þjálfara, Jönu Novotnu, sem vann árið 1998. Novotna lést úr krabbameini árið 2017.

Hin 28 ára gamla Paolini var að reyna að verða fyrsta ítalska konan til að vinna Wimbledon. Hún hefur nú tapað tveimur úrslitaleiknum á risamótum á þessu ári því hún tapaði einnig fyrir Igu Swiatek í úrslitaleik Opna franska meistaramótsins fyrr á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×