Enski boltinn

Fyrrum leik­maður Everton í teymi Slot

Valur Páll Eiríksson skrifar
John Heitinga er nýr aðstoðarþjálfari Liverpool.
John Heitinga er nýr aðstoðarþjálfari Liverpool. Getty

Arne Slot, þjálfari Liverpool, bætti við þjálfarateymi sitt hjá félaginu í dag. Viðbótin þekkir til í Bítlaborginni.

Liverpool tilkynnti í dag að samningur hefði náðst við Hollendinginn John Heitinga. Hann verður aðstoðarþjálfari Arne Slot.

Hinn fertugi Heitinga bjó áður í Liverpool-borg frá 2009 til 2014 en þá var hann leikmaður erkifjendanna í Everton. Heitinga spilaði einnig með Ajax, Atlético Madrid, Fulham og Herthu Berlín á leikmannaferli sínum.

Eftir að þeim ferli lauk árið 2016 hefur Heitinga þjálfað unglingalið hjá uppeldisfélagi sínu, Ajax. Hann tók tímabundið við sem þjálfari aðalliðsins frá janúar fram í júní 2023.

Í kjölfar þess varð hann aðstoðarþjálfari David Moyes hjá West Ham United á síðustu leiktíð. Heitinga lék undir stjórn Moyes hjá Everton á sínum tíma en hann yfirgaf West Ham þegar Moyes hætti sem þjálfari liðsins í sumar.

Hann flytur nú frá Lundúnum til Liverpool og verður aðstoðarþjálfari landa síns Arne Slot, hvers bíður það verkefni að feta í fótspor Þjóðverjans Jurgen Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×