Gershkovich og Wall Street Journal vísa ásökunum rússneskra stjórnvalda á bug. Bandaríkjastjórn segir blaðamanninn hafa verið handtekinn ólöglega.
Rússneska leyniþjónustan handtók Gershkovich þegar hann var að afla frétta í nágrenni Katrínarborgar í mars á síðasta ári.
Saksóknari hélt því fram í réttarhöldunum að Gershkovich hefði verið að starfa fyrir bandarísku leyniþjónustuna, CIA. Hann hafi reynt að komast að leynilegum upplýsingum um verksmiðju sem framleiðir skriðdreka.
Gershkovich og Wall Street Journal hafa áður vísað ásökunum rússneskra stjórnvalda um njósnir blaðamannsins á bug. Þá hefur Bandaríkjastjórn sagt blaðamanninn hafa verið handtekinn ólöglega.
Samkvæmt BBC var dómur kveðinn upp í máli Gershkovich fyrr en búist var við. Því hefur verið velt upp hvort hann verði notaður í fangaskiptum Bandaríkjanna og Rússlands.